Heimsins mesta hjartagæska!

Hverjum öðrum en Færeyingi dytti annar eins rausnarskapur í hug og legði hann svo kinnroðalaust til?
Get ekki ímyndað mér það, en þetta kemur samt ekki beinlínis á óvart eftir dæmalausa samstöðu sem Færeyingar sýndu okkur eftir snjóflóðin hörmulegu í Súðaví og Hnífsdal um árið, söfnuðu gríðarmiklu fé og að því mig minnir voru byggðir fyrir það leikskólar.
Ég er nú ekkert kyssandi eða kjassandi karlmenn dags daglega, þó það sé nú ekkert til að forðast eða skammast sín fyrir, en myndi glaður kyssa þennan útgerðarmann og faðma í þakklætisskyni fyrir hjartahlýjuna sem skín út úr máli hans og sýnir okkur mikin vinahug á erfiðum tímum!
Geri reyndar ekki ráð fyrir að þetta verði niðurstaðan, en hvað getur maður annað en tekið hatt sinn ofan fyrir slíku og þvíumlíku!?

Væntumþykja, vinarþel,
víst í þessum orðum mannsins liggja.
Sýna já og sanna vel,
sælla er að gefa en að þiggja!


mbl.is Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Færeyingar eru greinilega góðar manneskjur. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 00:07

2 identicon

Kæru Magnús Geir og Jenný Anna!

Þessu er ég svo sammála. Viðbrögð þessa mikilsmetna Færeyings eru aðdáunarverð. Hann er ef til vill ekki lögmaðurinn, en hann hefur rétt á því að segja sína skoðun. Sjálfsagt og vonandi myndi einhver auðugur Íslendingur bregðast svona við ákalli frá Færeyjum, ef hart væri í ári hjá þeim. Ég hef tvisvar komið til Færeyja og á þar góða vini. Ég mæli með Færeyjum sem ferðamannastað. Þær koma á óvart og ekki er verra að margir Færeyingar skilja íslensku. En þá þarf að tala rólega. Guð signi Føroyar og tað føroyska fólkið fyri blíðskap teirra og góðsku við okkum íslendingar. Teir eru brøður okkara og vinir. Kærar kveðjur (Blíðar heilsanir), Þorgils Hlynur.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það Jenný, eflaust mikið til í því.

Og þakka innlitið og góð orð um Færeyinga Þorgils.Annars finnst me´r þetta ekki hvað síst merkilegt og sannindi um stórmennsku, að vera sett fram án nokkurs ákalls, boðið af fyrra bragði og augljóslega í alvöru!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Færeyingar eru greinilega okkar allra bestu vinir

Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 20:28

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og hugsa best til okkar að þessu að dæma mín kæra!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband