Ein af stóru spurningunum!

Margur maðurinn, almennur launþegi, svaraði kalli á sínum tíma er stjórnvöld og fjárma´lastofnanir m.a. hvöttu sem flesta að taka þátt í viðbótarlífeyrissparnaði. Og sem fram kemur í fréttinni, hefur þetta svo tengst kjarasamningum, vinnuveitendur komið með viðbótarmótframlag auk þess gamalgróna varðandi almennu framlögin í lífeyrissjóðina.
Það hefur svo verið misjafnt hvernig kostur hefur verið valin til ávöxtunar á þessum aukasparnaði og því miður virðist mikill vafi leika á um þann hluta sem fólk hefur m.a. sett í hina ýmsu sjóði í vörslu bankanna þriggja. Auk svo óvissunnar um hvort og þá hve miklu fólk hefur tapað sem geymt hefur sinn sparnað í slíkum sjóðum, þá er framtíðin líka óviss um réttindin og ávöxtunina, en sú óvissa gildir reyndar almennt hygg ég um alla aðra líka er bæði eru lífeyrisþegar nú þegar eða verða það í framtíðinni og alla almenna sparifjáreigendur!

Hugum að almennu sparifé líka, verðbólga eykst.

Sem margoft hefur verið hamrað á síðustu vikurnar eru innistæður á almennum sparireikningum tryggðar upp að ákveðnu marki samkvæmt lögum.(u.þ.b. þremur m. í einstaka banka a.m.k. ef mig misminnir ekki?)
En í ljósi þess að verðbólga hefur aukist, er nú um 15% og að stýrivextir hafa loks verið lækkaðir, sem þá er jafnframt ávísun á almenna vaxtalækkun, hygg ég að fólk þurfi líka að huga að þessum reikningum og athuga hvort raunávöxtunin geti á einhverjum tilfellum ekki stefnt í að verða neikvæð!
Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er raunávöxtun sá mismunur (í þessu tilfelli) innlánsvaxta og þeirrar verðbólgu sem reiknast á hverjum tíma og gildir á vaxtadegi. Held já að þetta sé misjafnt varðandi hina ýmsu reikninga og mismunandi peningastofnana, en hvet fólk eindregið til að kynna sér þetta vel upp á framtíðina að gera. Vaxtalækkun gildir nefnilega líka um innlánin, eignirnar okkar, ekki bara um útlánin, skuldirnar okkar!Allt þetta stóra þrengingadæmi gerir það auðvitað líka að verkum að bankarnir og aðrar fjármálastofnanir/fyrirtæki, eiga erfitt með að standa undir hárri ávöxtun, þegar tekjumöguleikar hans m.a. af lánastarfsemi minnkar með lægri gjöldum á útlánum.
Í þeim efnum situr þó verðtryggingin enn á sínum stað, en á afnám hennar hrópar nú margur í kreppunni!
Það dæmi er þó held ég mjög flókið mál og erfiðara að fást við en vaxtaumhverfið!


mbl.is 0-4% lægri ávöxtun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við sem borguðum í viðbótarlífeyrissparnað ættum kannski að fá að leysa hann út til að borga upp í lánin okkar.....það er að segja ef sparnaðurinn hefur ekki gufað upp.  Kveðja úr snjónum.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held ég bloggi um þetta líka

Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð gæskan!

Þig skortir ekki hugflæðið frekar en fyrri dagin, en vona sannarlega að málin skýrist sem fyrst, óvissan er ömurleg. Nú hefur það reyndar aldrei þótt ráðlegt að eyða sparnaði sínum í lán, heldur frekar til fjárfetinga eða eignakaupa. En þegar ástand myndast sem nú, þá er allt opið og hamingjan gefi að sparnaðurinn þinn sé ekki glataður!

Fer svo að kíkja á þig!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband