Smá kveðskapur að kvöldi sunnudags!

Kveðskapur hefur já töluvert verið til umfjöllunar í bloggheimum víðum síðustu daga og þá ekki hvað síst vegna "ekki fréttar" um að líklega hefðu fundist elsti kveðskapur er til væri frá hendi Nóbelskáldsins Halldórs Laxness, tvö vísukorn páruð í minningarbók hjá vinkonu frá því 1914!
Ekki virðist nú svo vera, allavega er önnur vísan ekki eftir hann. Nema hvað að ég sjálfur er alltaf eitthvað að kúldrast með kveðskap hér og þar, m.a. þennan á sl. dögum.

Davíð Oddson kom við sögu í vikunni vegna umtalaðs viðtals, sem m.a. varð vinkonu minni knáu, Láru Hönnu Einarsdóttur, að umfjöllunarefni. Ég hafði nú ekkert um það að segja, annað en þessa litlu vísu sem ég setti inn sem athugasend hjá henni.

Að tjá sig þykir mér þreytt,
um þennan blessaða mann.
Orð því alls ekki neitt,
ætla að segja um hann!

Rut Sumarliðadóttir er bloggverja sem ég hef stundum rekist á í athugasendakerfum, m.a. hjá bloggvini mínum honum Gulla litla í Danaveldi. Hún setti þar hjá honum um daginn inn margfræga "Nýja vögguvísu" Káins, en örlítið á annan veg en ég hafði kunnað vísuna í háa herrans tíð.Okkar samskipti voru þó alveg ágæt og enduðu með því að hún fékk vísnabók Káins lánaða á bókasafni að minni tillögu og sagði mér svo "að Káin færi með henni í rúmið um kvöldið"! Lét galgopin ég þetta tækifæri ekki úr greipum ganga og sendi henni eftirfarandi.

N'u þegar steypist yfir haustsins húmið,
héld ég sé nei ekki út í bláin.
Að velja sér já réttan mann í rúmið,
Rímnaskáld á borð við sjálfan Káin!

Svo var ég sem oftar að heimsækja mína hagmæltu vinkonu fyrir vestan, Ólínu Þorvarðar og sá þá að hún var að leita eftir höfundum af tveimur vísum. Þeir fundust nú fljótt og vel, en um leið spannst skemmtileg umræða í athugasendunum um kveðskap m.a. Í lokin birtist svo gamall umsjónarkennari Ólínu frá Gagnfrægaskólaárum með síðbúna afnæliskveðju og lét þess meðal annars getið að hún væri nú enn svo ung, skildi ekkert í þessum aldri, en nú væri þó Ólína orðin "roskin og ráðsett"! Þetta varð tilefni að eftirfarandi glensi.

Ólína, þannig er þroskinn,
þú breyttist úr svanna í kelli.
Nú ertu ráðsett og roskin,
og rambar á barmi elli!

SVo að lokum þetta. Hef stundum verið spurður hversu mikið ég hafi ort eða hve margar vísur! Hefur þá oftast orðið lítið um svör, hef satt best að segja litla hugmynd um það, en þetta fæddist einvhern tíman við slíkar vangaveltur.

Ef til vill mér reiknaðist rétt,
er rýndi snöggvast í gær.
ÉG vísur hafi saman sett,
svona þúsund og tvær!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er eitthvað skárra en fótboltabullið

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Gulli litli

Sammála.......ekkert fótboltaeitthvað!

Gulli litli, 22.9.2008 kl. 08:15

3 Smámynd: Rannveig H

Ekki bara skárra heldur mikið betra en fótboltaklikkið. Áfram svona Meistari

Rannveig H, 23.9.2008 kl. 09:11

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, þakka ykkur kærlega, skal reyna að fara eftir þessu..stundum! En héðan hefur nú horfið svar einhverra hluta vegna sem ég hafði sett inn fyrr, strax á eftir þér góða HH, en horfið er veg allrar veraldar!?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband