Nei, hættið nú alveg, ekki fullyrða svona!

Með fullri virðingu fyrir trommaranum góða honum Gunnlaugi Briem og öllum hans hæfileikum, þá er það nú á hreinu ef hin laglega Aníta hefur sönghæfileika, þá koma þeir aldeilis EKKI frá honum og mætti nú ritari þessarar fregnar nú örlítið passa sig á fullyrðingagleðini!
En ef þeir hæfileikar koma já í ljós, þá hljóta þeir að vera frá móðurinni komnir frekar en hitt, en sú er engin önnur en hin geðsllega og ágæta söngkona til fjölda ára, ERNA ÞÓRARINSDÓTTIR!
Þeir sem eitthvað þekkja að ráði til íslenskrar popptónlistar, vita að ERna var m.a. söngkona bæði með Brunaliðinu og Snörunum, en kom auðvitað fyrst fram á sjónarsviðið í Menntaskólanum á Akureyri með stöllum sínum Evu Ásrúnu Albertsdóttur og Ernu Gunnarsdóttur í söngþríeykinu Hver!
BAra dálítið móðgaður fyrir hönd ERnu hérna, en tek nú fram samt, að mín litlu kynni af Gulla Briem eru fín.
En hérna mátti blaðamaðurinn vanda sig öllu meir.
mbl.is Anita semur og syngur sín eigin lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fyrir aðeins 5 árum fór ég á sveitaball með hljómsveitinni Hver......en þá voru þær stöllur fjarri góðu gamni

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 09:14

2 identicon

Sammála. Þetta er spurning um skort á vandvirkni hjá fréttamönnum og ekki eina dæmið.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:20

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, bara þing-húsvísk "innrás", en öfugt við aðrar slíkar, einkar ánægjuleg!

En þú segir það Hólmdís mín, voru þetta annars nokkuð skyld dæmi, hef sjálfur allavega ekki hugmynd um það!

Jamm Húnbogi, þetta stakk auðvitað í augu, ef hún Aníta býr yfir sönghæfileikum, þá eru þeir komnir frá mömmunni, henni Ernu úr Bárðardalnum, það er næsta víst!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 09:49

4 identicon

Erna er ekki úr Bárðardalnum, talandi um að vanda sig, og það getur engin sagt hvaðan hún hefur sönghæfileikana, þó megi leiða líkum að því.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 19:27

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mér er ljúft og skylt að leiðrétta, að ERna Þórarins er ekki úr Bárðardalnum að betur íhuguðu máli, það sem villti mér sýn þar, er sú vitneskja að systir hennar Aníta, hefur hins vegar búið þar lengi.

Itt sem fylgir hér hjá Bubba J, er aftur á móti því marki brentt að vera í þágu nöldurs og þrætugirni, sem ég nenni ekki að svara frekar.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Var Hver söngþríeyki? Mig minnti að það hefði verið heil hljómsveit með söngkonum. Gáfu þau/þær eitthvað út?

Ingvar Valgeirsson, 12.9.2008 kl. 22:30

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Karlinn minn góði Ingvar. Hver var auðvitað hljómsveit, Snorri Guðvarðar gamli kennari minn var t.d. í henni minnir mig, en fullyrði það ekki. Þær voru allavega nokkuð svo áberandi hygg ég með hver og svo það sé á hreinu, þá var ég að spá í hvort þetta gæti einmitt ekki bara verið önnur hljómsveit með öðru nafni, þegar ég var að svara henni Hólmdísi blessaðari hér að ofan. Man ekkert eftir útgáfum,en sja´lfsagt hafa þau tekið eitthvað upp sjálf á snældur eins og þá tíðkaðist . Annars finnst mér þetta svo langt síðan, að ég var vart eldri en svona 12 þegar þetta dæmi byrjaði.En ætli það hafi ekki verið enn fyrr sem stelpurnar komu fyrst fram sem Erna, Eva og ERna og þá kannski bara svona 16 til 18 ára gamlar kannski!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 14:14

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stórhljómsveitin Hver var MA hljómsveit.  Þeir spiluðu síðast í Fjósinu í Vogum í Mývatnssveit.   Erna býr reyndar þeirri sveit.  Hver gaf út eina litla plötu.   Minnir að annar textinn hafi hljómað einhvern veginn svona:  Viltu demantshringinn minn? já ég vil demantshringinn þinn..........

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 14:16

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

stöllurnar voru í MA hljómsveitinni...man ekki eftir Snorra.  Þau spiluðu á sveitaböllum úti um allt...

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 14:23

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir hólmdís mín fyrir þessa upprifjun hjá þér. Mig er að misminna þetta með Snorra, þó vel geti svo sem verið að hann hafi kannski eitthvað tengst sveitinni. En Hver var á ferð svona '77 - '78 eða eitthvað svoleiðis er það ekki eða kannski lengur?En eitt er alveg á hreinu, blessunin hún ERna "litla" varð svo fræg að kenna mér ensku í VMA í og það fleiri en einn áfanga á níunda áratugnum!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 15:35

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jahérna............asskoti eru þeir unglegir á myndunum....og nú rifjast textarnir heldur betur upp.  Helena ég fann þoig á götu í maí.......Maður þyrfti eiginlega að gera aér ferð í Mývó...held ég eigi plötuna einhvers staðar

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 17:24

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þig............................sér andskotans villur

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 17:24

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svo spilaði ég á bjöllutrommu með hljómsveitinni í Skúlagarði um árið

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 17:27

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkktakk félagi Eyjólfur fyrir hlekkinn!

Haha Hólmdís, ég hef bara komið þér á bullandi "Fortiðarflipp" með þessu blaðri mínu, en bara gaman að því! þarf að skoða þennan hlekk, kannski minnst á þig þar og frábæran bjölluleik!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 17:47

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hitti nú þessa fallegu stráka á Akureyri í sumar.....mér finnst gaman að einhver muni eftir þeim

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 18:02

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, muna já að þeir voru til sem sveit með stelpunum, en eftir þeim man ég auðvitað betur, enda sætar og fínar!Annars væri nú gaman fyrir strákana ef þeir læsu þetta, nema auðvitað að þeir viti auðvitað af tryggri aðdáun einnar meyjar í það minnsta enn haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 20:12

17 identicon

Ég var sautján ára þegar hljómsveitin Hver lék á Húsavík, að mig mynnir í lok árs 1977. Þessi hljómsveit þótti með þeim betri á þeim tíma. Söngkonurnar Erna, Eva og Erna. Eva er ættuð úr Reykjadalnum, eins og við Hólmdís. Strákarnir í sveitinni sungu líka. Pétur Hallgrímsson, mývetningur og seinna sveitarstjóri þar lék á bassa. Þar sáum við í fyrsta skipti notaða ljósatækni á sviði, til dæmis svokallað "black light", Þær voru flottar í hvítum bolum í þessu fjólubláa ljósi. við strákarnir (í testosteronvímu) höfðum á orði að þetta væri fallegasta hljómsveit landsins. Seinna fékk hljómsveitin, eftir eitthvað ferðalag um Ameríku, hina þeldökku söngkonu: Susan Cousey (ef ég man nafnið rétt) og fór meira út í funk og soul tónlist. Mér fanns hún ekki eins hrífandi eftir þær breytingar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 20:48

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk kærlega Húnbogi, gaman að heyra þetta og Hólmdísi, sem núna er á dúndurballogskralltjútti með starfsfélögunum, finnst þetta örugglega skemmtilegt líka þegar hún les þetta!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 23:01

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Man vel eftir þeim stöllum þá sérstaklega fyrir bakraddasöng í JÚRÓLÖGUNUM...E-IN þrjú voru alveg frábærar saman og í sundur líka.

Solla Guðjóns, 14.9.2008 kl. 00:56

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk Solla mín í höfn Þorláks, góð viðbót í Hver-sarpinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 04:02

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 17:50

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, leist þér ekki bara vel á þetta Hólmdís mín!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband