Heim í heiðardalinn!

Gríðarlega ánægjuleg tíðindi fyrir handboltan hér nyrðra, Árni sem kunnugt er góð örvhent skytta sem gerði það líka gott með Haukum áður en hann hélt í víking til útlanda.
Sem kunnugt er, þá er Árni yngri bróðir Rúnars þjálfara og fv. landsliðskempu og var hann í hinu gríðargóða u18 ára liði er vann Evrópumeistaratitil fyrir nokkrum árum, en meðal annara góðra leikmanna í því voru t.d. einmitt nýja markmannsstjarnan okkar hann Björgvin Páll Gústafsson og leikstjórnandi Haukanna, Andri Stefan minnir mig!
Þeir bræður eru svo synir hinnar þrælgóðu skyttu í Þór í gamla daga, Sygtryggs Guðlaugssonar, eða Bolla eins og hann var jafnan kallaður!
Með þessum liðstyrk vonumst við sannarlega til góðs árangurs og þá betri kannski en raunin varð á sl. vetur.

Merkileg staðreynd, flestir bestu og eftirminnilegustu handboltamenn landsins örvhentir!

EFtir að öldurnar tók að lægja aðeins nú frá ævintýrinu á OL, fór ég aðeins að velta því fyrir mér hversu merkilegt það væri hve marga góða örvhenta leikmenn við ættum og þá ekki hvað síst í seinni tíð þegar slíkir leikmenn og þá helst skyttur hægra megin, eru vandfundnir í heiminum.
Hef fylgst með handboltanum frá því ég var smápatti og man því að fyrir þetta 30- 40 árum voru oftar en ekki rétthentir í hægri skyttustöðunni, en svo komu fram á sjónarsviðið menn á borð við Ágúst Svavarsson, "Lurkurinn" og Gunnar Einarsson, sem svo eigi mjög löngu síðar höfðu markað spor fyrir hvern snillingin á fætur öðrum, m.a. viggó Sigurðsson, SigurðSVeinsson, Kristján ARason og Magnús Sigurðsson auk svo seinni tíma hetja á borð við Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og örlítið áður fyrir þann líkast til besta og sérstakasta af öllum, Ólaf stefánsson!
Hornamennirnir, sem svo líka hafa sumir að minnsta kosti líka brugðið sér í skyttustöðuna, eru svo líka nokkrir sem talist hafa í hópi allrabestu leikmanna landsins og víðar, meðal annara Bjarni Guðmundsson, Valdimar Grímsson,nú síðast Alexsander Petterson (sem auðvitað er ekki íslenksur að upplagi, en er hafður samt með) og svo auðvitað hann Bjarki Sigurðsson úr Víkingi, sem ásamt Guðjóni Val er einhver okkar skemmtilegasti handboltamaður á seinni árum!
Ekki tæmandi upptalning og kannski er ég að gleyma einhverjum, en þetta er enn ein sönnunin á hve við erum merkileg þjóð hvað varðar þessa flokkaíþrótt handboltann!


mbl.is Árni Þór genginn til liðs við Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Sem betur fer bjargaði áfengið mér alveg frá íþrótta bölinu...

Gulli litli, 3.9.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe og seisei Gulli, sem betur fer bjargaði hvorki brennivínið né boltin mér frfrá hinu, sygldist bara aðlengi vel, en hið fyrrnefnda fékk samt að róa fyrir mörgum árum.

Magnús Geir Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Allt er þetta rétt hjá þér.Hrifnust var ég alltaf af skotum Sigga Sveins....en allir þessir kappar og hinir sem spiluðu með þeim voru virkilega skemmtilegir leikmenn...Minnisstæðar eru líka fléttur Þorgils Óttars og Kristjáns Ara...Guðm.Guðmundsson var í séstöku upp á haldi hjá mér.

ég gæti lengi talið.....handbolti er  mín upp á halds íþrótt.

Solla Guðjóns, 3.9.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er á nákvæmlega sama stigi og Solla í handboltanum... hefði nefnt þessi sömu nöfn og meira að segja skotin hans Sigga Sveins - sem voru með því flottara sem sést hefur í handbolta. Guðmundur var uppáhaldið hennar mömmu, hún hreinlega dýrkaði strákinn og sá ekki sólina fyrir honum.

En til hamingju með að fá þinn mann heim, Magnús minn Geir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka ykkur kærlega mínar ágætu. Þið eruð auðvitað heldur ekki einar um þessa aðdáun á Sigga SVeins eða samvinnu FH-inganna, að ég tali nú ekki um Guðmund "litla" í vinstra horninu,hann þótti já höfða mjög til móðurtilfinninga, svona sætur og minnstur á vellinum, þó held ég að hann sé ekkert sérstaklega lágvaxin, núverandi landsliðsþjálfarinn, eða á að giska 1.74.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 15:39

6 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Ég kann nöfnin á flestum spilurum íslenska landsliðsins núverandi, og horfi á alla leiki og tek úrslit þeirra leikja mjög nærri mér. En ég verð að viðurkenna að ég hef ekki guðmund um hvar þeir spila annars. Fyrir mér eru þeir bara leikmenn íslenska landsliðsins, og búið. Frekar leiðinlegt, þar sem að þeir eru örugglega miklu meira en "bara" það.

Annars bara góða helgi, og gott að vita að einhver er með staðreyndirnar á hreinu

Bestu kveðjur, 

Sunna Guðlaugsdóttir, 4.9.2008 kl. 21:29

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð Sunna Gulla-litladóttir og takk fyrir skemmtilegt innlit!

EF þú veist eitthvað líka um strákana í danska liðinu, veist t.d. að einn þeirra er reyndar íslenskur í húð og hár, Hans eitthvað,þá er það þannig með þá íslensku líka, að þeir spila flestir með liðum í Þýskalandi. En þrír af þeim spila þó reyndar þarna í DAnnmörku allavega, þeir Snorri STeinn og Ásgeir Örn hjá GOG og Arnór Atlason hjá Kaupmannahafnarliðinu. Þú veist þetta þó sjálfsagt líka.

En gaman að heyra að þú fylgist með og sömuleiðis góða helgi til þín.

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband