28.8.2008 | 18:25
Flest orkar tvímælis þá gert er!
Sem ég var í rólegheitum að ryksuga fyrr í dag (já stelpur, ég er einn af þessum "sjáldgæfu hvítu hröfnum og eftirsóknarverðu sem gera það með glöðu geði) raulandi eitt af svona á að giska eitt af fimmhundruð vinsælustu rokklögunum mínum, Ridin' On The Wind með Judas Priest, fór ég um leið að hugsa djúpt og í fullkomnu samræmi við lagið, um handboltaævintýrið okkar og allt hafaríið fyrir og eftir og á meðan það stóð!
Til dæmis um þetta sem elsku drengurinn hann Ingvar er að nöldra um hjá sér.
http://ingvarvalgeirs.blog.is/blog/ingvarvalgeirs/entry/625409/
Þetta er nú svona svolítið gömul tugga þarna á ferð, um að "menn eigi nú að borga fyrir áhugam´l sín sjálfir" og svo í athugasendum frá honum sjálfum og skoðanabróður til dæmis að "fé sem sett er í slíkt sé mest frá þeim sem vildu að peningarnir færu í annað" og "að það jafngilti nær þjófnaði þegar peningum með þessum hætti væri úthlutað" að setja þessar fimmtíu millur í HSÍ í tilefni að silfrinu í Kína!
og nú þegar harnaði í ári og vissulega væru stéttir eins og Lögreglan og Ljósmæður óánægðar m.a. með sín kjör, þá væri þetta enn frekar ekki forsvaranlegt.
Það er auðvitað sjónarmið sem á rétt á sér, að gera þurfi vel við þessar stéttir og fleiri sem leika lykilhlutverk í samfélaginu okkar. En að spyrða þessa fjárveitingu á stund þjóðarfagnaðar við það, finnst mér nú ekki alveg við hæfi.
Um svo einstakan viðburð er að ræða, að mér finnst þessi peningur þótt fimmtíu milljónir ekki nema sjálfsagður viðurkenningarvottur fyrir hönd þjóðarinnar. En auðvitað geta einstakir þegnar líka sett í púkkið til viðbótar og það hafa þeir gert, sem og stórir styrktaraðilar landsliðsins, m.a. Kaupþing.
Þessa stjórnarviðurkenningu til HSÍ er ekkert hægt að eyrnamerkja sem einvherja "Hoppýstyrkingu" og jafnvel þó svo væri, þá væri það í mínum huga allt í lagi, ríkið stendur hvort sem er í slíkum fjárveitingum út og suður og við það margt gera engir athugasendir.
Það er líka staðreynd, sem menn verða nú að horfast í augu við, að afskaplega erfitt eða nær ómögulegt er að reka menningar- lista- og íþróttastarfsemi án aðkomu hins opinbera, það viðurkenna held ég flestir nema kannski helst hægriharðlínuhausar!?
Væri ekki alveg eins lag, að hætta þeirri stefnu að borga fólki fyrir að eiga börnin sín? Það stundar nú margur maðurinn og konan að búa til börn, en er ekkert sem skildar til þess, en er þó gert til ánægju- og hamingjuauka. En hví að borga fólki bætur fyrir það og af væntanlega mínum sköttum, sem ég vildi miklu frekar að færu í annað!?
En eins og segir í fyrirsögninni, þá orkar auðvitað flest (ef ekki bara næstum allt?) tvímælis þá gert er, ekki bannað að gagnrýna þessa fjárveitingu frekar en aðrar, en svolítið finnst mér samt fyndið að á sama tíma og menn vilja gagnrýna þetta, þegja menn þunnu hljóði yfir meintu bruðli Íþróttamálaráðherrans upp á 5 eða 6 millur samtals í eigin þágu, maka og ráðuneytisstjóra, í formi tveggja ferða til Kína!
Ingvar minn elskulegi virtist ekki einu sinni kannast við þessar millur er ég minntist á þær hjá honum!?
Látum nú vera að hún hafi farið í hið fyrra skipti, en að geysast út aftur og það eins og venjulega þegar hún hefur gert slíkt áður, bara til að sjá handboltaliðið tapa!Það hefur nefnilega svo ég man, na´nast undantekningarlaust verið raunin er hún hefur spókað sig með Kristjáni sínum á fremsta bekk, að liðið hefur tapað í slíkum stórleikjum!
Nú, svo gæti ég bætt við frekari vangaveltum og leiðindum þeim sem sérstaklega nokkrar konur hafa verið með á blogginu um hana Dorrit forsetafrú, leyft sér til dæmis að líkja henni saman við ógæfusnótina Paris Hilton (sem t.d. hefur orðið uppvís að mikilli vímuefnaneyslu og lögbrotum) og kallað hana athyglissjúka án minstu ábyrgðar fyrir að láta tilfinningar sýnar og gleði í ljós á handboltaleikjunum m.a., en nenni því varla meir, nema hvað að það er þeim til skammar í sumum tilfellum.
Enda virðist líka svo vera, að fjarvera hennar á heimkomuhátíinni í gær vakti mikla athygli og var frúarinnar sárt saknað!
Kannski kom hún ekki með til Íslands eða eitthvað, veit ekki, en eins og svo herleigheitin komu fyrir, þá var þetta svona og svona held ég og má já alveg deila um, sem og þetta Fálkaorðudæmi,s sem ég sjálfur veit ekki alveg hvort er í raun svo mikils virði.En nenni heldur ekki að röfla mikið meir um það, skiptir mig heldur ekki svo miklu.
Að lokum vil ég þó að eitt komi skýrt fram að gefnu tilefni.
Mikið var víst um kossa sumra kvenna þar og þótti skilst mér sumum allavega nóg um.
ÉG hefði samt ekkert á móti því að fá einn vænan hjá þórunni Svinbjarnar og það miklu frekar en frá öðrum tveimur ónefndum sem lögðu sig víst mikið fram við þetta þarna á sviðinu.
Af hverju?
Það kemur ykkur ekkert við!
Beðið eftir strákunum okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Íþróttir, Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég held bara að það ætti að setja Þorgerði Katrínu í landsleikjabann, því það er morgunljóst að við værum ólympíu meistarar í dag hefði hún ekki álpast út í annað sinn.....ja hérna hér... og kannski við hæfi að minna fólk á að Ísland tapaði úrslitaleiknum á móti Frökkum og það þý'ðir ekkert að þykjast hafa unnið eins og þetta kemur mér fyrir sjónir.
Bubbi J. (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 23:56
Sko, góður pistill og til hamingju með að vera hvítur hrafn í ryksugudeildinni.
En.. Menntamálaráðherra réði uppstillingunni þarna á pallinum og makar fengu ekki að vera með. Eins og forsetafrúin sé í hóp með ráðherramökum. Auðvitað átti hún að vera þarna. Það er ekki eðlilegt þetta hatur sjálfsæðisforkólfa á Ólafi Ragnari og öllu sem honum tengist.
Ég sé ekkert að því að hið opinbera styrki íþróttastarfsemi enda eru íþróttir eitt það besta forvarnarstarf sem börnum er boðið uppá. Það má hins vegar dreifast betur í neðri deildir. En að þessu sinni þar sem handboltastrákarnir voru að skrá söguna finnst mér þeir vel að styrknum komnir.
Ég sé hins vegar enga ástæðu til að eyða milljónum á milljónum ofan í snobbferðir fyrir ráðherra, maka, ráðuneytisstjóra og hvað þetta heitir allt saman. Seinni ferðin sem farin var átti þetta fólk að borga sjáft.
Andskotans spilling.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2008 kl. 10:34
Allavega tapast leikirnir yfirleitt þegar hún hendist út í snarhasti eftir að hafa auglýst það rækilega fyrst. Hún má reyndar fara á alla leiki sem hún vill, en á líkt og í seinna tilfellinu núna, að borga það þá sjálf, nú eða láta kallinn bjóða sér, hann hafði víst samkvæmt tekjuáætlun um litlar 20 m. á mánuði á sl. ári!Og sjálf hefur hún alveg þokkaleg laun.
Magnús Geir Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 10:35
Takk Jenný mín skorinorða, nokkurn vegin á sömu lund þín skoðun og mín, en bara munur á orðalaginu! pældi annars lítið í þessum heimkomufagnaði, en sumt orkaði já tvímælis þar sem fyrr sagði og hvað borgarstjórin var að trana sér þarna fram er t.d. umhugsunarvert.Annars leiðinlegt að allt þetta nöldur og röfl þurfi að gylgja með í allri gleðinni, en svona er það bara.Reyndar ekki út í bláin hjá bubba, að halda mæ´tti að þjóðin hafi í raun unnið OLtitilinn, en þetta var jú samt "næstum því" og sömuleiðis einstakur árangur, þjóð með svo fáa íbúa hefur aldrei unnið slík verðlaun í flokkaíþrótt fyrr, ef ég man það rétt.
Magnús Geir Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.