Við Þorum, Viljum Ætlum og Getum!

Við skulum sannarlega vænta að franska stórskyttan fái "ósk" sína uppfyllta, Íslendingar leiki við Frakka um Olympíugullið!
Er reyndar ekkert viss um að þar verði endilega Frakkar sem komist í úrslitaleikin, Króatar sýndu gegn Dönum, að þeir eru fjári seigir og þeir eru jú ríkjandi Olympíumeistarar!
Ég er orðin það gamall, að ég man vel eftir bæði OL '92 og svo auðvitað EM í Svíþjóð tíu árum síðar er við komumst í undanúrslit líka. Þá voru jú vissulega væntingar og spenna um að komast lengra, en einvhern vegin var samt eitthvað í loftinu sem sagði manni að það myndi ekki takast. Ofurbjartsýni vantaði þó ekki hjá sumum. Nú hins vegar finnst mér þetta öðruvísi. Ekki bara vegna þess að keppnin er svo langt í burtu, heldur er tilfinningin bara betri einvhern vegin og það virkilega raunhæft að vona og gera kröfur um að sigra Spán! Þeir eru ekki með betra lið en Danir, Pólverjar eða Þjóðverjar, þetta snýst bara um formið og stemmninguna milli okkar og þessara þjóða hvernig fer og það sýna úrslitin glögglega hjá þessum þjóðum og fleiri sem eru á svipuðu styrkleikaróli, rússum t.d. og Kóreumönnum!
En eins og í öllum leikjunum á undan, þá getum við auðvitað líka hæglega tapað, en með sama leik og mestalla þessa keppni og sanngjarnri dómgæslu getum við sem best brotið Spánverjana á bak aftur og sigrað sannfærandi!
Svo er alveg nóg núna fyrir þá að hampa EM titlinum í fótbolta!

ÁFRAM ÍSLAND!!!


mbl.is Fernandes reiknar með spænskum sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband