Leiðindi, þreyta, vanþóknun!

Held að þessi þrjú orð að ofan geti sagt mikið um hvernig borgarbúum líður varðandi stjórnmálaástandið undanfarið og það endurspeglist vel í þessari könnun.
Einn viðsnúning sem mig grunar að um sé að ræða varðandi svona kannanir, við ég þó nefna. Áberandi munur er á þeim sem annars vegar gefa álit á nýja meirihlutanum, yfir 80% sýnist mér og á stuðningi við flokkana hins vegar, eða aðeins rúmlega 50% sem það gera. Stuðningsmenn D hafa alltaf þótt gefa sig rækilega upp á meðan miklu meir hefur verið um færslur á milli hinna flokkanna og kjósendur þeirra verið óákveðnir og ekki gefið sig upp, t.d. er það frægt með kjósendur B.
En nú held ég semsagt að stór hluti þeirra sem eru óákveðnir í þessari könnun og verða það að líkindum eitthvað áfram í könnunum er eiga eftir að birtast, séu að stórum hluta fólk sem alla jafna hefur kosið eða stutt D!
Ef til vill eitthvað sem stjórnmálafræðingar eiga eftir að skoða betur og greina.
Mikið lifandis ósköp er þetta þó skiljanlegt, ég tala nú ekki um þegar orðagjálfrið upphefst að nýju með þessum fjórða meirihluta um "Heilindi og traust, ánægju og nú verði aldeilis unnið í þágu borgarbúa" o.s.frv. o.s.frv....!
Reykvikingar hafa þegar kjörtímabilið er hálfnað, nefnilega upplifað þetta allt þveröfugt, svo ekki er skrítið að staðan í skoðanakinnun sé slík!
mbl.is 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Orð með fína merkingu eins og t.d. "heilindi" snúast upp í andhverfu sína í munni sumra.  Ég nefni engin nöfn, enda óþarfi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Jens Guð

  Sú var tíðin að íhaldið í Reykjavík gerði út á það sem kallað var festa og stöðugleiki.  Það hamraði á því að stuðningur við aðra flokka í Reykjavík myndi þýða glundroða,  hringlandahátt,  óstöðugleika og togstreitu.

  Þessi áróður virkaði í áratugi.  Fólk kaus festu og öryggi en forðaðist hringlandahátt og óstöðugleika.

  Nú hafa orðið kynslóðaskipti.  Við hefur tekið það sem kallað er klækjastjórnmál.  Klækjastjórnmál er reyndar of sakleysislegt orð yfir það sem á ófegruðu máli kallast svik,  óheilindi,  lygar og hnífastungur í bakið.

  Í dag er íhaldið í Reykjavík fyrst og fremst tákn fyrir ósvífni,  hringlandahátt,  svik,  pretti og taumlausa valdagræðgi.  Hugsa sér:  Núna á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hefur íhaldið í þrígang myndað meirihluta.  Og tímabilið rétt hálfnað. 

  Ég hef bæði séð það á bloggum sumra þeirra sem áður hafa alltaf kosið íhaldið og eins í samtölum við aðra með sömu fortíð að nú hefur Hanna Birna gengið rækilega fram af þeim.  Þetta fólk ætlar ekki að kvitta undir þennan nýja óheilindastíl með því að kjósa Hönnu Birnu í næstu kosningum.

Jens Guð, 17.8.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, sum orð með jákvæða merkingu gætu farið að snúast. En málfræðilega finnst mér oft verra, þegar neikvæð orð öðlast þveröfuga merkingu, til dæmis uppákomur í merkingu hversdagslegra viðburða. Og svo þetta hundleiðinlega þjóðernishreinsanir? þar er aftur öfugt orð með jákvæða merkingu látið öðlast neikvæða í vafasamri orðasamsetningu!

En skil hvað þú meinar frauka!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.8.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og það þótt hún sé að sögn snoppufríð svo af ber (samkvæmt t.d. dæmis vini vorum Seyðisfjarðar-Saxa!) og sé auk þess úr Hafnarfirði haha!?

En mergjað innlegg hjá þér félagi Jens og ugglaust mikið til í því! Sérstaklega góður punktur hjá þér, að nú má sannarlega halda því fram, að "gamla og góða" glundroðakenningin sé búin að hitta hugmyndasmið hennar sja´lfrar rækilega í fésið!

En með hinn sígilda "frasa" í huga, að "Vika sé langur tími í pólitík", þá má hamingjan vita hvernig þetta svo allt sem heldur áfram að þróast!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.8.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband