11.8.2008 | 23:48
Fram og til baka um fjölmiðlamenn!
Ég hef mest alla mína hunds- og kattartíð verið mjög áhugasamur um fjölmiðla, starfaði um margra ára skeið fyrir dagblað og hef auk þess kynnst útvarpsrekstri og verið með þætti í útvarpi fyrir margt löngu. Fjölmiðlafólkinu mörgu hefur maður svo kynnst og starfað með og fylgst með því mörgu til lengri tíma. Sl. mánuði hefur nokkur gerjun verið í stóru ljósvakafjölmiðlunum og það að mér finnst býsna merkileg hvað varðar starfsmenn. ER ég þar þá helst að tala um Sjónvarpið og STöð tvö! Þegar einokun RÚV var afnumin fyrir rúmum 20 árum fór sem kunnugt er mikil skriða í gang frá RÚV, fyrst á útvarpssviðinu er Bylgjan varð til og síðar er Stöð tvö var stofnuð. Þetta muna nú flestir sem komnir eru vel á fullorðinsár og muna þessa umbrotatíma. Ég fór nú um daginn aðeins að velta þessu fyrir mér vegna þess, að nú á síðustu misserum já með Sjónvarpið og STöð tvö sérstaklega hefur verið margtr merkilegt að gerast og það eiginlega alveg öfugt við það sem áður var. Oftar en ekki voru það yngri og sprækari fjölmiðlungarnir sem ákváðu að söðla um frá Sjónvarpinu til dæmis yfir á S2, nýjabrum, betri laun m.a. sem þar réði oftast ákvörðunum. En nú er öldin semsagt önnur, nefnilega hver ELDRI starfskrafturinn á fætur öðrum verið ráðin til Stöðvarinnar og þá eftir að hafa hætt áður vegna breytinganna á RÚV yfir í opinbert hlutafélag eða vera horfið fyrr til annara starfa. Það var þó endurkoma gamla poppblaðamannsins og umboðsmannsins Ómars Valdimarssonar í erlendar fréttir á S2 sem kom mér endanlega til að hugsa þetta, en hann er nú reyndar gamall starfsmaður beggja vegna borðsins, en hefur nú mörg undanfarin ár hins vegar unnið sem upplýsingafulltrúi hjá Rauða krossinum víða um heim!Og var reyndar smátíma að átta mig reyndar að þetta væri hinn eini sanni Ómar Vald. Nú, en dæmi um eldri og reyndari krafta sem komið hafa á stöðina, en mest hefur allavega áður verið þekkt fyrir sín störf hjá RÚV, eru Þorfinnur Ómarsson (sem var líka áður búin að vinna þarna á NFS, en þar áður lengilengi fyrir RÚV) Sigurlaug margrét Jónasdóttir (Jónassonar) og Katrín Pálsdóttir, er lengi var á fréttastofu bæði útvarps og svo Sjónvarps. Á hinn bógin hafa sem kunnugt er yngri kraftar farið á RÚV og þá ekki hvað síst í Kastljósið, Helgi SEljan, Jóhanna vilhjálmsdóttir og Brynja Þorgeirsdóttir, að ógleymdum "Stjóranum" sjálfum, Þórhalli Gunnarssyni, sem þó upphaflega sem margur annar, byrjaði sem fjölmiðlamaður í útvarpi, sennilega að þakka vini hans og félaga úr Kópavogi frá barnæsku, Fjalari Sigurðarsyni! En Þórhallur (sem auðvitað er leikari að upplagi og er núna einmitt í hlutverki í spennuleikriti Útvarpsleikhússins, Dauða trúðsins eftir Árna Þórarinsson) kom einmitt í hinum frægu skiptum er Logi Bergmann ákvað að söðla um. Nú tveir fyrrum íþróttastjórar hjá því sem nú heitir 365 miðlar, hafa hins vegar merkilegt nokk verið dregnir inn á RÚV, svona mótvægi við yngra liðið að mestu, þeir Snorri Sturluson og Valtýr B. Valtýsson og líkast til fyrir tilstilli fyrr sem nú æðsta yfirmanns þeirra, Páls Magnússonar!? Veit nú ekki satt best að segja hversu íþróttadeild RÚv hefur notið góðs af og held raunar lítt, þeir tveir þó ágætir strákar séu, ekki í hópi þeirra færustu í greininni satt best að segja! En hvað sem því líður, nokkuð merkileg þessi þróun sem orðið hefur á starfsmannahaldi þessara stóru ljósvakamiðla og hef ég kannski ekki talið allt, einherjum gleymt að líkindum.
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fram og til baka. Allir með öllum, stundum veit ég ekkert á hvaða stöð ég er stödd, þarf að gá. En þetta er svo skemmtilegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 00:02
Rétt hjá þér Jenný, ert ekki fyrsta manneskjan sem segir slíkt í mín eyru. En dálítið gaman að skoða þetta ferli.
Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 00:45
Já, þetta er merkilegt að skoða, var ekki búin að fatta hversu mikið þetta er fyrr en nú þegar ég les þetta hér. Skemmtilegt. -Svo er Thelma Tómasson komin aftur á skjáinn og Vala Matt í Ísland í dag. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 03:29
Góð samantekt hjá þér Magnús minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 11:55
Já mínar kæru kvinnur, þetta er nokkuð merkilegt og til viðbótar má nefna að þetta slær nokkuð svo á æskudýrkun sem mörgum hefur þótt vera yfirdrifin í ljósvakafjölmiðlunum oft á tíðum.
Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.