Sitt lítið af hverju á sumarkveldinu blíða!

Margt hefur já flogið gegnum hugan á þessum drottins dýrðardegi og makalaust hlýja um allt land! Finnst það mjög merkilegt fyrir það fyrsta og na´nast einsdæmi, að hitin hefur nánast verið sá sami nyrst sem syðst í Eyjarfirðinum fagra, 20 stig + allt frá Siglufirði inn að torfum! Eins og þetta er já gott, læðist þó örlítil efasemd að líka, er þetta merki um sögulega umbreytingu í veðurfarinu, erum við að færast meir og meir í átt til þess að verða með Miðjarðarhafsloftslag, með vissulega hlýrri veðráttu, en jafnframt dynttóttari, eins og við þekkjum þaðan frá? Margt sem bendir til þess, breytingar í hafinu og koma nýrra fuglategunda í ríkara mæli auk aðskotadýra af minni gerðinni sumstaðar að minnsta kosti. Vonum þó það besta, þetta skelli ekki æ meira á og hraðar þannig að til dæmis þurkar og þar að leiðandi vatnsskortur verði vaxandi vandamál! Og vel að merkja, þessi pæling byrjaði einmitt að kvikna er ég lítt meir klæddur en í suttbuxum og sumarskyrtu var fyrr í dag að nota ofangreind ómetanlegu gæði, vatnið úr garðsslöngunni til að vökva húslóðina stóru! Ómælt magn fer í þetta og hófst raunar í gær á vökvun “Skúlagarðs” matjurta- og blómareits í horni lóðarinnar. Auðvitað gert í þágu skrælnandi plantanna, en samt finn ég til svolítillar skammar líka, mikil sóun sjálfsagt um leið líka á vatnsgæðunum! Meira brasið þetta með bloggbilunina og má lesa milli línanna frá umsjónarmönnum blog.is, að mikill taugatitringur hefur átt sér stað vegna bilunarinnar og er sjálfsagt enn fyrir hendi, ekki víst nema að myndir til dæmis og annað geti hafa tapast eftir allt saman. Ein ónefnd bloggvinkona kom mér garminum til hjálpar við að lappa upp á mitt annars fáfenglega blogg og kann ég henni bestu þakkir og rúnlega það fyrir. Hún er góð og glæsileg kona og þekkt, en segi nú ekki meir. Svona á hásumri og það í lsíkri blíðu sem raun ber vitni, er maður nú ekki beinlínis að mæla með hangsi yfir sjónvarpi, en vil þó vekja athygli á þáttum á RÚV á eftir, að loknum tíu fréttum, um Blómabyltinguna margfrægu og kallast þættirnir sem verða víst fjórir, Sumarið ’67! Verð að segja, að ég kem bara “sæmilega undan Hr. Skatti”, ofgreiddi þónokkra þúsundkalla of mikið, svo örlítið betur útlitandi bankareikningur verður staðreynd á föstudaginn! Vona að slíkt hið sama sé upp á teningnum hjá ykkur sem flestum! Einhverjar uppástungur um hvernig verja á krónunum, sukka kannski fyrir þær!? Einu sinni sem oftar datt ég inn á áður ókunna bloggsíðu, í þetta sinn hjá kvennskörungnum Matthildi Helgadóttur á Ísafirði. Þar var hún í gær að segja frá meðal annars svonefndu Lágmenningarkvöldi, sem nú stendur einmitt yfir og átti að verða ansi krassandi sem nafnið gefur til kynna. Litla hagyrðingnum varð þá á að lauma einni “bröndu” í athugasendakerfið og hljómaði svona í sinni annars lítt merkilegu mynd: Fyrir vestan, já flestar lífsins hvatir,
Nú fá að njóta sín og öllu tjalda.
Á Lágmenningarkvöldi LIGGJA FLATIR,
Líkast til því allir myndi ég halda!?

Ég er mikið ólíkindatól þegar kemur að tónlist og það er engin lýgi að ég fer langt með að geta í alvöru kallast ALÆTA! Þessar eftirfarandi skífur hafa ratað undir geislan að undanförnu eða eru rétt á leiðinni þangað. Naglarnir fjórir hans Bubba. -Er alveg sammála þveim mörgu sem hrósað hafa kallinum, plata sem vissulega þarfnast góðrar hlustunar, en vinnur mjög á og er fín! Náði aldrei almennilega að stulla migg inn á “Skilnaðarplöturnar” tvær, á bara eftir að sökkva mér í þær með tíð og tíma. Land með Týr. -Skrifaði jú sérstaka grein um þessa plötu á dögunum, en er enn við höndina og ítreka að um hörkufína kraftrokksskífu er að ræða, sem þó á sameiginlegt með margræðri rokk- og poppáhrifaplötu Bubba, að gefa þarf henni góðan tíma. Draumar Einars Braga (saxi.blog.is) -Bloggvinur minn hann einar Bragi byrjaði nú minnir mig bara í vor að gefa forsmekkin af þessu djasskennda balletverki sínu, stendur undir nafni og á ég eiginlega eftir að hlusta almennilega á þennan “Seyðisfjarðarseyð”! Hope Radio með ronnie Earl & The Broadcasters. -Ronnie er einfaldlega snillingur með gígjuna, kenndur við Texasblúsinn fyrst og síðast þar sem hann hefur lengst af þróast og mótast, en er þó reyndar upprunnin frá Queenshverfinu í New york! Á rúmlega 20 ára ferli sent frá sér dýrðlegar plötur sem einkennst hafa af blús með sterkum djass og S-Amerískum áhrifum. Sumpart ekki svo ólíkt og hjá Santana, en miklu áhrifameiri finnst mér nú, þó viðlíka stjarna sé Ronnie ekki né verði nokkurn tíman á heimsvísu!Hef reyndar verið með ótal fleiri hans skífur í takinu undanfarið, alveg yndislegur tónlistarmaður! Tvöfalda safnið með hinum látna tenórsnilling Lucianno Pavarotti hefur svo líka ratað undir geislan auk margs fleira ónefnds, en á leiðinni undir hann eru svo til dæmis Ástarplatan hans Palla poppstjörnu frá sl. Jólavertíð, (já, alveg satt hef ekki hlustað og það þótt ég hafi alltaf haft lúmst gaman af stráknum!) glæný plata með Kvennakór Akureyrar og plata með dáðadrengnum Halla reynis, Fjögra manna far! -Að Birkir Ívar handboltamarkvörður kæmist ekki í lokahópin fyrir OL, var ein af þeim litlu fréttum undanfarina daga sem komu mér á óvart! En þá er loksins tími björgvins páls komin, en hann hefur margsinnis þurft að bíta í hið súra epli að detta út á síðustu stundu!Var nú í ársbyrjun enn talin okkar besti markvörður, en svona geta nú fljótt skipast veður í lofti! Á annars ekki von á neinu í keppninni, geri alveg ráð fyrir að við komumst ekki áfram úr riðlinum! Ætli Mel Gibson sé góður í golfi? Kemur nú fyrir bestu menn að týna boltum, rétt að taka það fram fyrir þá sem ekki eru innvígðir og innmúraðir í listinni!Ef einvher skildi vita forgjöfina má hann segja mér frá! Hættur þessu bulli, enda klukkan orðin tíu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband