Alveg hreint rosalegt mót!

Þarna í annars leiðinda "Rokrassgatinu" í Eyjum, fór eitthvert mest spennandi Íslandsmótið í manna minnum fram. Bæði umspil og bráðabani í karla- og kvennaflokki, gríðarleg spenna, en var nú samt spenntari fyrir eigin hönd 2000 er frændi minn Ingvar Karl var nálægt því að leika þennan sama leik og hinn ungi Kristján Þór gerði svo sannarlega í dag!
Ekki nokkrum einasta manni gat órað fyrir því sem gerðist í dag og skor þeirra tveggja sem lengstum börðust, Heiðars og Björgvins, á 16 holu, þeirri sjötugustu í mótinu, hlýtur að vera einsdæmi á slíkum tímapunkti í seinni tíð allavega, 11 hjá Heiðari og 8 hjá Björgvin!? Alveg hreint makalaust og alveg lýgilegt sömuleiðis eftir hina frábæru baráttu sem þá þegar hafði átt sér stað í kvennaflokknum, þar sem ríkjandi meistarinn og kasóléttur að auki, Nína varð að lokum að játa sig sigraða fyrir norðansnótinni Helenu!
Svona sannkallaður golftryllir verður vart endurtekin, það efast ég um!

En það sem þó mest gladdi um þessa heitu helgi hér norðan heiða sem víðar hvað golfið snertir, var að minn tæplega 15 ára bróðursonur, Ísak Kristinn, sýndi og sannaði í gær að sigurinn hans í öðrum flokki í klúbbsmóti G.A. var engin tilviljun! Gerði dengsi sér nefnilega lítið fyrir og sigraði í keppni með forgjöf á Remax Open á 68 höggum netto, kom inn á glæstu 80 högga skori með 12 í forgjöf. Dugði þetta skor honum einnig í áttunda sætið, sem er hreint frábært, en margir kylfingar eldri, reyndari og með mun lægri forgjöf urðu á eftir!


mbl.is Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með hann frænda þinn Magnús minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir mín elskulega, alltaf gott að fá hamingjuóskir. Og drengurinn tilheyrir blómlegri æsku sem jú erfa á landið!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.7.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband