Kolbrún kostum hlaðin!

ER afskaplega kátur með nýjustu bloggvinkonu mína og aldeilis nei ekki a ástæðulausu!
Hún Kolbrún Stefánsdóttir er nei sko ekkert "slor" og það þótt hún sé nú ættuð frá því þekkta sjávarplássi Raufarhöfn!
Ekki bara myndarkona á besta aldri, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, heldur er hún útivistarfrík, hagyrðingur og síðast en ekki síst GOLFARI! (auk margs annars auðvitað, til dæmis stóra systir trommara Utangarðsmanna, nafna mmíns Magnúsar, ef mér skjátlast þá ekki þeim mun meir!?)
Kalla ég þetta já að vera kostum hlaðin!
Nema hvað, að Kolbrún var í sinni nýjustu færslu á blogginu sínu, kolbrunerin.blog.is, að segja frá frægðarför sinni á "strigaskóm einum" um hina þekktu Leggjarbrjótsleið í Borgarfirði, sem liggur alla leið að hinum stórfenglega Glym, hæsta fossi landsins!
Brá ég að því tilefni undir mig "Betri bragfætinum" og orti til hennar eitthvað sem að upplagi heitir jú Hringhenda, en er nokkuð dýrt kveðin sem sagt er, alrímuð, það er rímorðin öll eins!

Viljug snót ei vílar hót,
valsar skjót um urð og grjót.
Léttum fót hún lagði mót,
Leggjarbrjót að fossins rót!

Heldur betur góð og hressandi heilaleikfimi að yrkja svona "Hendu"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur ertu Magnús minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, er það ekki bara og sér í lagi upp á kvennhöndina hvað varðar ykkur dömurnar í FF!?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þessi var með þeim betri!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.7.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm elskan, enda nokkuð lagt í hana svo sæmilega vel hljómaði!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2008 kl. 22:36

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús. Þú ert snillingur það verð ég að segja og góður húmor í þessari færslu. Ég verð að hryggja þig með því að ég var nú bara að lýsa fótabúnaði mínum fábreyttum en var annars í stuttbuxum og bol með sólgleraugu en gott samt að grínast með þetta. Ég læri seint að vanda orðalagið og lenti á dögunum í skemmtilegum hasar við sjómenn út af svona "flýtileið". Þeir sáu nú engan húmor í því karlagreyin sem von var.  Magnús Stefánsson trymbill með meiru er bróðir minn og uppáhalds meira að segja. Ég er stolt af því og tel það til minna bestu kosta. Takk fyrir fallega færslu í minn garð og gangi þér allt mega vel.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 22:45

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er nú líkast til lítið að þakka Kolla góð,reyni að vera ekki mjög sorgmæddur, nema hvað ég hlýt auðvitað að vera smá öfundsjúkur að vera ekki í fylgdarliði þínu upp að fossinum, alltaf heiður að vera í samfloti le´ttklæddra meyja haha!

Gott að mig minnti þetta rétt, heyrði einhvern tíman viðtal við þig hjá Jónasi J. líklega þar sem þetta bar á góma meðal annars og ég man líka að hann sjalfur talaði svo fallega um þig.

Og takk sömuleiðis fyrir "hlaðnar" óskir me´r til handa, en varla á ég þó skilið að kallast snillingur!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2008 kl. 23:53

7 Smámynd: Guðmundur Hall Ólafsson

Sæll Magnús Geir,ég má til með að undrast með þér um atorkustúlkuna Kolbrúnu Stefánsd,þar sem ég kannast aðeins við fljóðið þó lítið sé. Hún hefur einhvern ofur-yfirnáttúrulegan vilja og kraft til að lifa lífinu,til viðbótar því sem þú telur upp sem þá stundar hún sænskunámskeið og dans af miklum móð,þó aðallega að vetri til,hún er hörkudansari og svo má ekki gleyma pólitíkinni sem hún gefur mikinn tíma. Ég held að það sé erfitt að hemja þennan ofurhuga, svo mikill er krafturinn.Það má kanski segja að eftirfarandi eigi vel við þegar Kolbrún er annars vegar: Lífið er skemmtikraftur,lífið er hamingja og hlátur. Lifðu heill,kv Guðmundur

Guðmundur Hall Ólafsson, 13.7.2008 kl. 22:32

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Guðmundur Hall og þakka þér fyrir gott innlegg!

Já, Kolbrún greinilega mikil atorkukona og á sér sýnist mér aðdáendur víða.

Henni þykir áreiðanlega vænt um þín viðurkenningarorð ef hún les þau!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 00:34

9 Smámynd: Guðmundur Hall Ólafsson

Það er bara soonna,ég bara að falla henni í geð með skrifum mínum,heldur þú það?  þú varst bara svo hrifinn af baráttukrafti hennar að mér virtist svo mér fannst bara sjálfsagt að fræða þig um hana betur um það "litla" sem ég veit um gyðjuna Kolbrúnu,annað var það nú ekki,ekki það að ég sé að vona eftir hennar yfirlestri til að fá einhverja viðurkenningu frá henni. kv. lifðu heill Guðmundur Ha.

Guðmundur Hall Ólafsson, 14.7.2008 kl. 16:22

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég var ekki að ætla þér neitt sérstaklega með þessum orðum Guðmundur, sagði einungis að henni myndi eflaust þykja vænt um góð orð í hennar garð, annað ekki.

Núna kallar þú hana ekki minna en gyðju, svo ætla mætti nú að henni sem öðrum konum þætti nokkuð til koma ef hún læsi eða heyrði!?

TAkk aftur fyrir innlitið.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 18:05

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk strákar þetta er að verða ágætt.. ég gengst við því að vera óhemja og auðvitað þykir mér hólið gott en óverðskuldað án þess að ég ætli nú að falla í gryfju lítillætis og hógværðar eins og við ræddum áður Magnús í þjóðvísunni frægu. Svo þarf nú varla að hæla fólki sem gerir það sem því finnst gaman af. Er það ekki eins og þegar fólk fær fálkaorðuna fyrir vinnuna sína. Ég er hinsvegar óumræðanlega stolt af því að hafa komið tveimur ungum konum "til manns" eins og það er kallað og fengið auk þess afburða falleg, heilbrigð  og góð barnabörn. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.7.2008 kl. 20:28

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir Kolbrún mín,skal einmitt virða hið fornkveðna, að "Hætta ber leik þá hæst stendur" haha, en viðurkenni að leikur sá er mér nú samt ansi kær, að skjalla og dufla við meyjarnar ungu og það á öllum aldri!

En þetta er nú eitthvað aðeins meir há þér heillin en að "vinna bara vinnuna þína" svo kannski færðu aldrei neina fálkaorðu!?

(og langar sjálfsagt að ofansögðu ekkert í hana!)

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 22:59

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 sæll vertu Magnús. Ég get ekki ímyndað  mér að mig eigi eftir að  langa í fálkaorðu eða neitt álíka en haltu endilega áfram að daðra við dömurnar, það er nefnilega eitt af því sem íslenskir karlmenn kunna svo illa ( ekki bara mín reynsla) en gerir bæði þá og lífið skemmtilegra. kveðja til þín skemmtilegi bloggvinur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.7.2008 kl. 17:12

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Passaðu þig nú bara mín kæra, að einvher tilnefni þig ekki bara og orðunni verði skellt á þig hvort sem þér líkar betur eða verr. Annað eins hefur nú gerst!

En haha, þið lítið nú misjöfnum augum á strákana, þið stelpurnar mínar í FF! Hún Helga Guðrún margyfirlýsta stuðningsstelpa FF, hafði nú aðra sögu að segja á blogginu sínu um daginn um íslenksa karla, en "sínum augum lítur hver á silfrið" eða þannig!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.7.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband