SVarið við spurninguni er að sjálfsögðu JÁ!

SEm æðsta dómstig og það sem undantekningalítið hefur lokaorðið í dómsmálum, þá á að sjálfsögðu ekki að tíðkast einhver eftiráskýringahvöt eða að yfir höfuð þörf eigi að vera á slíku!Enda á dómsorð réttarins líka að vera það skýrt og skorinort, sem það örugglega yfirgnæfandi er! En auðvitað eru undantekningar, málum nokkrum verið skotið lengra, t.d. til Mannréttindadómsdómstólsins og þau sum fengist þar tekin fyrir og jafnvel á þann hátt að niðurstaðan hefur snúið við hæstaréttardómnum eða túlkunum hans. (mál Þorgeirs Þorgeirsonar rithöfundar með meiru og Jóns Kristinssonar leikhússmannns með meiru dæmi um það og svo auðvitað hinn nýlegi dómur varðandi fiskveiðistjórnunina)
Og þeir sem tapa málum eru svo auðvitað misáttir við það auk þess sem dómsorð sum hafa vakið furðu, samanber prófessorsma´lið fræga er ég nefndi í gær og á sinn þátt öðrum þræði allavega, að ritdeila Jóns Steinars og Eiríks tómassonar á sér stað!(auk þó auðvitað aðallega út af sératkvæði Jðons í öðru máli, er Eiríkur ritaði svo sína grein um og gagnrýndi.)
Er annars varðandi þetta mál svo mest sammála orðum Sigurðar Líndal og litlu við það að bæta, þó auðvitað sé sjálfsagt sé að umræður spinnist um dóma hæstaréttar, eins og fram kemur hjá sumum hinna lögspekinganna, en bara þá að hálfu annara en dómara sem fellt hafa sinn úrskurð.
Annars finnst mér svo dálítið skrítið hvernig ritari fréttarinnar hagar orðum sínum, talar um "Grafarþögn" og "Myrkviði" um tilhögun réttarins og starfshætti dómaranna, veit ekki hvaða erindi sem þau orð gefa óneitanlega til kynna hvað honum finnst, eiga við okkur lesendur?
En burtséð frá því, þá get ég í lokin ekki stillt mig um að pæla annars í því hvort hinum mikla rannsóknarblaðamanni Ólafi Teiti Guðnasyni á Viðskiptablaðinu, finnist þessi Moggafrétt ekki enn eitt dæmið um slæleg vinnubrögð í ljósi þess að allavega þrír þeirra sem leitað er álits hjá, hafa á einn eða annan hátt eldað grátt silfur við dómarann núverandi JS eða eru pólitískir andstæðingar hans!ER nokkuð að marka orð þeirra eða var einhver ástæða til að leita til þeirra?
Læt öðrum um að dæma í þeim efnum, nema hvað að minn hjartkæri bloggvinur og gamli sambæingur, Ingvar VAlgeirsson, (ingvarvalgeirs.blog.is) hefur verið duglegur að draga fram svipuð dæmi í fréttaflutningi frá skrifum ÓTG og þótt þau sýna vond vinnubrögð vægast sagt!
mbl.is Á Hæstiréttur aðeins að tjá sig í dómum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband