Strákapör eða stórhætta á ferðum?

Þetta er nei ekkert grín að taka upp á slíku, en eins og fram kemur er á huldu hvað þessum tveimur herrum gekk eiginleg til!
En einmitt í ljósi þess, vekja orð Eyjólfs fulltrúa svolitla athygli, að jú skiljanlega líti löggæslan á vellinum þetta alvarlegum augum, en þetta geti jafnvel varðað allt að sex ára fangelsi?
VArla þótt alvarlegt sé, að hlaupa inn á brautina og þá kannski í einhverjum stráksskap og "ölgleði"?
Miðað við að alls kyns aumingjar sem berja náungan sundur og saman, jafnvel konur og börn, ræna mann og annan o.s.frv. en fá nokkra mánuða dóma kannski í mesta lagi fyrir, þá finnst mér nú undarlegt að fulltrúiinn sé svo þungorður áður en sannleikurinn kemur í ljós hvað mönnunum gekk til!
Sé hins vegar fleira sem hangir á spýtunni og öllu alvarlegra, þá má auðvitað fara að tala um hugsanlega þunga refsingu fyrir!

mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þótt blaðamönnum mbl.is sé á huldu hvað þeim gekk til, hafa flestir aðrir áttað sig nokkuð fljótt eins og sjá má ef þú lest bloggfærslurnar við fréttina enda voru fjölmiðlar upplýstir um það strax. Og nei, það var ekki vottur af stráksskap eða ölgleði með í spilinu. Þeim var fúlasta alvara. Og svo stoppaði vélin líka, þótt það væri ekki lengi, svo vonandi hefur Paul Ramses áttað sig á því að stjórnvöld á Íslandi hafa þjóðina ekki á bak við sig í þessu máli. Það var allavega einhver nógu hneykslaður til að reyna að gera eitthvað.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heyrðu mín ágæta, hvort sem allt er nú augljóst með það eða ekki, hvað gekk þarna á, þá átti nú samt að yfirheyra mennina og það voru orð fulltrúans, ekki blaðamannsins sem skrifaði fréttina. Því eru það sömuleiðis stór orð hjá sama manni að tala um athæfi sem gæti varðað allt að sex ára fangelsisdómi í hinu orðinu, þegar hann hefur í öðru sagt að ekki sé ljóst með málsatvikin.

Þetta var nú minn punktur og vonandi skilur þú það núna.

Magnús Geir Guðmundsson, 3.7.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skil hvað þú ert að fara MG, og auðvitað er þetta gróf leið til að mótmæla.  En ég skil þá samt þessa menn, hvað sem nú kemur út úr því.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 15:36

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka Jenfo, en þessi þungu orð fulltrúans um hugsanlegan dóm vöktu semsagt fyrst og síðast athygli mína í upphafi.

SVo getur fólk haft hinar og þessar skoðanir á mótmælum, hve langt á að ganga í þeim og með hvernig hætti þau duga best, en um það er ég ekkert að tjá mig hér og nú.

Magnús Geir Guðmundsson, 3.7.2008 kl. 17:20

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það má nú kannski segja að 6 ár séu fullmikil refsing, en auðvitað þarf fólk sem þetta að taka afleiðingum gjörða sinna.

Dómstólar munu vonandi ákveða sanngjarna refsingu fyrir þetta athæfi.

Jenný: Þú skilur þessa menn, sem vaða út á flugbraut, sjálfum sér og öðrum til stórhættu! Veistu hvað þú ert að tala um?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.7.2008 kl. 19:25

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sitt er nú hvað að stofna sér og öðrum í hættu GG! Augljóslega sjálfum sér fyrst og síðast í þessu tilfelli, en ég myndi nú ekki halda að "glæpurinn" kallaði einu sinni á eitthvert dómsorð, en það mun tíminn auðvitað leiða í ljós.

Magnús Geir Guðmundsson, 3.7.2008 kl. 23:24

7 identicon

Við skulum bara hafa eitt á hreinu. Ef ég væri nauðfluttur frá Nýja-Sjálandi frá eiginkonu og nýfæddri dóttur minni til Ítalíu þar sem hugsanlega væri verið að senda mig áleiðis "heim" þá myndi ég ekki fara þegjandi og hljóðlaust. Hver var eiginlega meiningin a bakvið þessa ákvörðun? Hver er ábyrgur fyrir þessu? Hleypum rúmenskum sígaunum inn í landið en manni sem hjálpar við uppbyggingu á skólum í Afríku er afþakkað takk fyrir.

Og fólk er að hneykslast á því að tveir menn hlaupa fyrir flugvél......

Nikki (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 23:59

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SVona er það já bara, Síðasti ræðumaður, sumt virðist skjóta skökku við!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.7.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband