EM 2008 - ÚRSLITALEIKURINN!!!

Megi betra liðið, SPÁNN, vinna!

Spennan að hlaðast upp jafnt og þétt, úrskurður kveðin upp eftir örfáa tíma, vherjir séu bestir, verði Evrópumeistarar 2008.
Spánverjar eru með betra lið, á því leikur ekki vafi í mínum huga og þeir hafa bæði unnið alla sína leiki og spilað betur í heild en Þjóðverjar.
EF Michael Ballac verður svo ekki með í þýska liðinu, verður það að teljast mjög erfitt fyrir þá og auka þar með enn meir sigurlíkur Spánverja!
En samt, þegar út í svona leik er komið, taugarnar spenntar til hins ýtrasta, þá er það ekkert endilega getan eða gæði boltans sem ræður úrslitum, heldur sigur- og baráttuviljin auk heppni sem kann að skilja á milli!
Ég vona þó innilega að það verði liðið sem sýnir betri leik og skapar sér fleiri færi sem vinni og þá auðvitað þeir spænsku!
Þjóðverjar hafa þegar unnið mótið þrívegis, síðast 1996 í Englandi gegn Tékkum þar sem Oliver Bierhoff skoraði gullmark í framlengingu, ef ég man rétt, en Spánverjarnir bara einu sinni, '64 eftir sigur á Sovétmönnum.
Casillas og félagar eiga með sínum lipra leik að geta klárað þetta með glans.
Megi svo verða!

Spá:

Spánn - Þýskaland 3-1.


mbl.is Væntingar í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Megi verra liðið Þýskaland tapa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, takk fyrir það frú Jenný! En maður veit samt aldrei, Lakari liðin vinna oft með baráttu og heppni í bland, slíkt gæti nú alveg gerst í kvöld, eða Þjóðverjarnir einfaldlega verið betri í leiknum og vinna verðskuldað!

En það vona ég nú að sé ekki málið.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband