Jújú, Þingeyingar "Framsýnir" í FRAMSÝN, en..!

Hún var vissulega bráðskemmtileg fregnin í hádegisfréttum Útvarpsins áðan, að Framsýn,verkalýðsfélagið í Þingeyjarsýslum, greiði nú meðlimum sínum 50000 krónur fyrir að stunda fjörugri bólfarir í barneignaskyni!Að sögn formannsins knáa á Húsavík, Aðalsteins Baldurssonar, er þetta komið "á fulla ferð" og árangur þegar farin að koma í ljós!
Ég er nú sjálfur að stórum hluta Þingeyingur og finnst þetta því hið besta mál, að fjölga sem mest og best "kynstofninum"!
Nema hvað, að rétt áðan þyngdist brúnin þó aðeins og ánægjan minnkaði heldur, því það rifjaðist nefnilega upp fyrir mér að þetta er ekkert nýtt framtak og það sem heldur verra er, aðrir gerðu mun betur í hvatningarskyni hinu samam!?
Og hverjir skildu það svo hafa verið nema engir aðrir en þeir er teljast einmitt á háfleygum stundum allavega, "Mestu drykkju, kvenna, og hestamenn landsins",

SKAGFIRÐINGAR!

Og ekki nóg með það, því yfirvaldið í Akrahreppi, þar sem slík hvatning átti sér stað með sama hætti,ef mig misminnir ekki, bauð ekki bara góða umbun fyrir aukið ástalíf og fleiri börn, heldur MIKLU BETUR en Framsýnarfélagið nú.
Heilar 100000 kúlur takk fyrir!
Og hvernig má þá túlka þetta með Þingeyingana?
Jú, það þótt tiltækið sé sem fyrr sagði gott og skemmtilegt...

...Að Þingeyingar séu HÁLFDRÆTTINGAR Á VIÐ SKAGFIRÐINGA!?

Ja, svei mér þá, ef ekki hún Helga Guðrún bloggvinkona mín í Englandi og skagfirska sveitapían eldfjöruga, hlær sig ekki ma´ttlausa núna er hún heyrir þetta eða les!
Og það gildir sjálfsagt um fleiri sveitunga hennar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Já,  mér varð líka á að hlæja.

Jens Guð, 22.6.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Enda annar góður Skagfirðingur.  Frábær færsla hjá þér Maggi og skemmtilega skrifuð! Mér fannst það þó vonum seinna að einhverjir tækju upp þetta bráðsnjalla ráð okkar Skagfirðinganna. Það var reyndar einungis hreppsnefnd Akrahrepps sem svona vel bauð, en það var líka ágætleg vel til fundið því þar býr gott fólk og skemmtilegt og einstakir hagyrðingar og söngmenn.

En ég trúi því varla að óreyndu að Þyngeyingarnir ætli ekki í það minnsta að jafna margra ára gamla "innleggsnótu" nágranna sinna.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.6.2008 kl. 16:12

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

En hvernig fylgjast þeir með aukiningunni.  Þarf ekki bevís upp á fjörugri samskipti í hjónarúminu?  Þarf konan að vera bomm til að fá greitt út?  Spurningarnar eru margar enda málefnið margflókið.

Hm......

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 17:28

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er alls ekkert flókið; sveitarfélagið greiðir foreldrum 100.000 krónur við fæðingu hvers barns í hreppnum. Auðvitað var þetta tilefni glettni og gamanmála og t.d. heyrðist gjarna stuttu eftir að þetta var í "hreppsbækur skráð og staðfest" að sumir Heimisfélagar austan vatna létu sig orðið vanta á æfingar vegna þess að þeir væru uppteknir við að búa til hundraðþúsundkallinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.6.2008 kl. 17:44

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, gott að vekja hlátur góðra Skagfirðinga, eins og ég sagði þá grunaði mig að ðþeim yrði stórum skemmt!

Þetta var í hádegisfréttunum á RÚV mín kæra Helga Guðrún og talan var "bara" 50000 sem nefnd var! Ætli þetta sé ekki augljóst tákn um minnimáttarkennd Þingeyinga gagnvart Skagfirðingum hehe!?

En takk fyrir hrósið og innlitið öll, HG svaraði þessu ágætlega held ég Jenný mín sem þú spurðir um, ég hef nú ekkert vit á þessu strákhvolpurinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.6.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband