EM, D riðill, Svíar áfram. Spánverjar mæta veikara liði Ítalíu.

Hljómar auðvitað brattur hann Pirlo og vissulega er það rétt hjá honum að maður kemur í manns stað. En fjarvera hans og Gattuso held ég líka, verður þó án efa til að veikja ítalska liðið töluvert í leiknum gegn Spánverjum í 8 liða úrslitunum!
Hins vegar kæmi ekkert sérstaklega á óvart ef þeim ítölsku tækist samt að slá hina spænsku út, sagan segir okkur jú að þeir eru oft andskotanum seigari "Stígvélalandsbúarnir"!
En Spánverjarnir hafa einfaldlega verið betri í keppninni og eiga meir skilið að fara lengra. Um það verður aftur á móti ekki spurt er á hólmin verður komið, sanngirni í fótbolta og íþróttum almennt vart eða ekki til!
Held annars í dag, að þeir spænsku leiki sama leik og bæði Hollendingar og Króatar hafa gert, vinni Grikkina og fari þar með í 8 liða úrslitin með fullt hús stiga. Allar líkur líka á að vinir mínir í Liverpool, Peppe Reina, Alvaro Ardeloa og Sabi Alonso leiki, svo sigur á að vinnast.
Spennan er hins vegar öll í leik Svía og rússa, þar sem hinum fyrrnefndu dugir jafntefli. Oft hættulegt að hafa það í undirmeðvitundinni, að jafntefli dugi, lið oft orðið værukær og tapað. Held þó að Larson, Ibrahimovic og félagar falli ekki í þá gryfju og nái allavega jafntefli ef þá ekki sigri, gegn annars ágætu rússnesku liði, en reynslulitlu.
Það yrðu allavega meiriháttar tíðindi ef Svíarnir klúðruðu þessu.
8 liða úrslitin ættu því að líta svona út ef þetta gengur eftir.

Portúgal - Þýskaland
Króatía - Tyrkland
Spánn - Ítalía
Holland - Svíþjóð?

Bíð nú aðeins með að spá í þessa leiki.


mbl.is Pirlo sér ekki eftir neinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ítalaskammirnar & þeirra dettukeddlíngafótbolti, megi allt þeirra ríki fá fótswepp.

Steingrímur Helgason, 18.6.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: arnar valgeirsson

vona að bara að leikur svía og rússa verði farkíng frábær. maður veit ekkert hvernig fer.

vona þó eiginlega að svíar hafi þetta, þeir komast hvort sem er ekki lengra en í 8 liða úrslitin.

spanjólar drulla alltaf upp á bak í stórkeppnum og gera það núna aftur, hvort sem þeir lenda á móti ítalíu eða hollandi. held reyndar að þeir reyni að vinna og sleppa við holland sko.

en rúmenía vinnur þetta ekki. deginum ljósara maður. sjitt

arnar valgeirsson, 18.6.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Held með Svíum en er ekki bjartsýnn á þeirra gengi

Einar Bragi Bragason., 18.6.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe STeingrímur, allavega vona ég að þeir verði svo slappir gegn mínum mönnum að þeir tapi. Ósköp ertu eitthvað orðskarpur í dag ARnar minn, nema hvað að Rússarnir að vinna Svíana er komið er leikhlé! Annars einhver misskilningur hjá þér í gangi varðandi 8 liða úrslitin, Spánn búin að vinna D riðilinn nú þegar og því mæta þeir liðinu í öðru sæti í C riðlinum, Ítölum! Bara spurningin núna hvort það verða Svíar eða rússar sem mæta Hollendingum! Átt nú að vita þetta Arnar minn!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.6.2008 kl. 19:43

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei Einar minn, það lítur heldur ekki vel út hjá þeim, eru að tapa óvænt þykir mér fyrir rússunum!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.6.2008 kl. 20:25

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2008 kl. 01:13

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk Ásthildur hin fróma, en farðu nú að fá áhuga á fótboltanum, svo hollt og gott!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.6.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband