Þórarinn Borgarskáld!

Þórarinn skáld hér brosir já breitt,
Borgin sér hvatningu hafi nú veitt.
Sem aldrei fyrr nú skuli hann heitt,
hamra sitt fræga ELDJÁRNIÐ beitt!

En þurfti garpurinn nokkuð á þessu að halda? ER eða hefur örugglega verið á listamannalaunum og almennt notið velvildar og hylli landsmanna. En hvað veit ég, þetta er allavega heiður sem mörgum þykir mikill og ekki skemma nú krónurnar nei sem fylgja fyrir!
Hitt er svo annað, Moggamenn, Þórarinn er ÚTNEFNDUR Borgarlistamaður, ekki tilnefndur!


mbl.is Þórarinn Eldjárn tilnefndur borgarlistamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sagði ruv ekki líka "tilnefndur"?

ágústa (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Er nú mín elskulegasta með þessu nafni farin að kíkja á mig hérna? Veit ekki, nema hvað að þegar einn og aðeins EINN hlýtur einhver verðlaun og aðrir nefngreindir ekki til staðar sem hugsanlegir kandidatar líka, þá er ekki um neina tilnefningu að ræða, heldur útnefningu!

Fólk fleira en eitt, er semsagt tilnefnt sem hugsanlegir verðlaunahafa, en sá er hreppir verðlaunin er sá sem er útnefndur, eða útvalin!

Þannig er það nú víst að ég hygg, en heyrði nú ekki hvað þeir sögðu í útvarpinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta líkar mér.  Sko nýji borgarlistamaðurinn og vísukornið.

Gleðilega þjóðhátíðarrest.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sömuleiðis frú Jenný og takk fyrir hrósið!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband