Nú árið er liðið... - Bloggafmæli!

J'a góðir hálsar, ótrúlegt en satt, er þessi dagur er á enda runnin, sem stutt er í, er liðið HEILT ÁR frá því þessi blessaða bloggsíða hóf göngu sína! Engin sérstakur fögnuður á sér stað af þessu tilefni, en bloggvinum og öðrum er nú samt velkomið að kasta á mig kveðju! Tilgangurinn var nú mest að blaðra eitthvað um til dæmis íþróttir, pólitík og músík, auk þess að fá annars lagið útrás fyrir þessi ósköp sem ég er gæddur, að geta hnoðað saman alls kyns leir og lostaríkum hendingum og mörgu þar á milli! Held ég að það hafi gengið bærilega, allavega er ég sáttur svona í það heila og hyggst hanga í þessu eitthvað lengur mér og kannski einna helst stelpunum í bloggvinahópnum, til yndisauka! Það hefur ekki verið svo ýkja margt sem komið hefur mér "gamla hundinum" á óvart þetta ár, nema kannski helst hve hið neikvæða og oftar en ekki dapurlega verður stundum ríkjandi í bloggheimum.Ætla nú ekki að fara djúpt í þá sálma, en ljóst er að sum efni og raunar sumt fólk á ekkert erindi í þennan heim, en þetta er jú "opin og frjáls" vettvangur, eða nokkuð svo, þannig að lítið er hægt að segja meir við því auk þess sem að um það gildir hið fornkveðna, að "einhvers staðar verði jú vondir (vont) að vera"! En hvað um það, þá get ég ekki kvartað undan sæmilegustu undirtektum við mínum mismunandi merkilegu pælingum, með eða án tenginga við fréttir, flettingar komnar vel yfir 90000 á þessu heila ári og meðan ég nennti enn að fylgjast með vinsældalistanum, sem ég geri sjaldan eða aldrei lengur, þá náði ég nú hæst í sæti 12, sem bara var fínt! Og ekki hvað síst var það gaman vegna þess, að þessu 12 sæti náði ég einmitt 12. ágúst sl. á afmælisdegi vinkonu minnar Gurríar í Himnaríkinu á Akranesi! Hún hefur þó hingað til neitað að sjá örlagatenginguna í þessu hingað til, en segist reyndar halda að hún elski mig blessunin! Annars á ég upp til hópa fína bloggvini, sem auðvitað eru manni mismikið hugstæðir og nánir, en skemmtilegir hver á sinn hátt, gamlir sem nýjir! Má liðið semsagt sem fyrr sagði bara kíkja inn ef það nennir og eru knús, faðmlög og kossar, jefnvel djúpir og blautir, vel þegnir og þakkaðir takk!
Heila árið hef ég nú,
hérna stanslaust malað.
Gasprað já í góðri trú,
þó geti varla talað!

Þakka annars öllum, bloggvinum sem öðrum, fyrir að nena að heimsækja mig og fylgjast með mér reglulega. Án þess væri þetta brölt nú ekki til mikils!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til lukku, til lukku.  Heilt ár er flott úthald.   Knús, knús og knús.  (Afhverju er ég í því að endurtaka mig hérna? Aldurinn?).

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir Blúskúnstner!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe Jenný, þú ert bara svona feimin við afmælisbarnið!

En knúsknús til baka og karlmannlegt faðmlag sömuleiðis fyrir hrósyrðin!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með áfangann og hérna færðu

Solla Guðjóns, 12.6.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Úhú, takktakk Solla, ég þykist vita að þetta hafi komið beint frá hjartanu!

Kveðja þvert yfir landið!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 00:03

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með afmælið! Takk fyrir bloggvináttuna og allar vísurnar á þessum tíma.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Dona, dona.  Einn blautur ammælizkozz frá mér til þín, margfróði meistari vízunnar.

Án tungu, samt.

Steingrímur Helgason, 13.6.2008 kl. 00:10

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkktakk mín elskulega Himnaríkisdrottning, hin eina og sanna!

En þetta er nú bara lítilræði!

Hahaha STeingrímur, þigg þennan blauta með þökkum!

Og takk fyrir allt of mikið hrós!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 00:32

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til lukku með árið, Magnús minn Geir. Ég var að telja og kom sjálfri mér á óvart. Búin að bloggerast í rúma 7 mánuði. Rosalega sem tíminn er fljótur að líða!

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.6.2008 kl. 01:48

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bestu þakkir Lára Hanna og mikið rétt já, Tíminn gerist ærið sprettharður og kenningar eru reyndar um það,að fyrirbærið sem við skynjum og köllum svo, líði einfaldlega hraðar, hvernig sem svo hægt er að skilgreina það na´nar!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 07:44

11 Smámynd: arnar valgeirsson

kveðja úr borginni, kallinn minn, en engir faðmar eða kossar...

gaman að kíkja á þig og ef það verður áfram tónlist, pólítik og fótbolti þá ertu save.

Áfram KA og Leeds.

arnar valgeirsson, 13.6.2008 kl. 12:39

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkktakk Svarfdælingur, verður örugglega nóg af þessu þrennu og meira til já áfram.

Tek annars ofan fyrir þér að þora að nefna nafn viss íþróttafélags í fögrum bæ, í ljósi þess að afmælisbarnið hérna er fætt inn í HITT félagið í sama bæ!

En bæði eru hins vegar svo aumkunarverð þessa dagana, að það er varla hægt ógrátandi að nefna þau á nafn!

Vissar samúðartilfinningar hef ég aftur til Leeds og þeir eiga eftir að koma upp aftur.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband