D Riðill, flottur spænskur Flamengo eða brjálaður rússneksur Björn!?

Fyrst vil ég nú segja, að þetta er nú orðin leiðinlegasta "Lopateygja" aldarinnar, þetta röfl um Ronaldo og ekki orð um það meir!
En riðlakeppninni á EM, fyrstu umferð, líkur í dag með leikjum Spánverja og rússa annars vegar og ríkjandi Evrópumeistara Grikkja og Svía hins vegar!
Enn einn gangin er við miklu búist af hinum spænsku og ég held að það hljóti að vera frumkrafa hjá þeim sjálfum að vinna þennan riðil.
rússar eru með ungt og óreynt lið, held ég með lægsta meðalaldurinn í keppninni. Leikgleði og viss "gredda" gæti að sönnu hjálpað þeim eitthvað í dag, barátta frá fyrstu mínútu, en getumunurinn á þó að vera Spánverjum nægur til að sigra.
Þeir eru líka minir menn í þessari keppni, en með fyrri reynslu í huga, þá gerir ég alveg eins ráð fyrir því, að þeir geti samt bara dottið út í 8 liða úrslitunum!
Og minir minir menn auðvitað vegna þess að fjórir "Púlarar" eru í hópnum, þar að líkast til tveir sem munu byrja inn á í dag, Sabi Alonso og Fernando Torres!
Í hinn leikin frekar erfit að ráða, enn þann dag í dag þykir mörgum með ólíkindum að Grikkjum skildi takast að vinna keppnina fyrir fjórum árum. Þar sannaðist þó líklega sem aldrei fyrr, að fótbolti er LIÐSÍÞRÓTT en ekki einstaklings!
Þeirra gengi hefur hins vegar verið upp og ofan eftir EM 2004 og sama má segja um Svíana, sem mér kæmi nú samt ekki á óvart að næðu bærilegum árangri,færu upp úr riðlinum og gætu jafnvel farið lengra!
Veit ekki með úrslitin hins vegar í þessum leik, ætla þó fyrir vinarhug að spá sænskum sigri, en jafntefli eru kannski líklegustu úrslitin!?
mbl.is Calderon: United getur ekkert sannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Já þú segir það karlinn....

Hvað á ég svosem að segja um fótbolta

Solla Guðjóns, 11.6.2008 kl. 11:40

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

BAra allt gott mín elsku besta og blessað líka haha!

TAkk fyrir innlitið til karlsins!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband