EM, dagur 3, riðill C, DAUÐARIÐILLINN!

Ég er bara sæmilega getspakur eftir fjóra fyrstu leikina í riðlum A og B, með fjóra rétta, en svosem ekki erfitt að giska á þessi úrslit!
Nú vandast hins vegar málið nokkuð þegar kemur að leikjum dagsins í C riðlinum ógurlega. Rúmenar og FRakkar mætast nú kl. 16 og síðan heimsmeistarar Ítala og Hollendingar í kvöld.
Hef áður sagt, að ég efist nokkuð um Frakkana, öfugt við margan spámannin, auk eþss sem mig grunar að Rúmenar geti komið á óvart í riðlinum. Svo er líka hitt, að kannski gætu þeir verið heppnari en til dæmis Pólverjar og Austurríkismenn voru í gær, að ekki sé nú talað um Svisslendinga í fyrradag gegn Tékkum.
Held að Rúmenar nái jafntefli í dag.
Vinur minn úr Liverpool, Dirk Kuyt og félagar munu hins vegar líkast til eiga erfitt uppdráttar gegn Ítölum, munu þó eflaust berjast vel, en held að heimsmeistararnir hafi þetta. En eins og ég hef áður sagt, yrði ég ekki mjög óglaður ef Ítalarnir myndu klikka hressilega, hafa lengi farið í taugarnar á mér og náð árangri þó lélegir væru og leiðinlegir!
mbl.is Thuram segir Mutu helstu ógn Rúmena
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vil að Frakkar og Hollendingar vinni sína leiki - og hananú! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

EF það rætist skal ég verðlauna þig kona!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.6.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband