Ekki byrjar það nú vel!

Nei, ekki byrjar það nú vel á fysta degi nýs ritstjóra á Mogganum hvað varðar þessa frétt!
Að 57% landsmanna hafi líst yfir stuðningi við Hönnu birnu sem næsta borgarstjóra í þessari könnun er auðvitað út í hött og furðulegt sattt best að segja að viðkomandi blaðamaður skuli setja þetta svona fram, vitandi að þetta er kolrangt!
Það kemur eins og fólk sér þegar það les fréttina, skýrt fram að spurt er um hvern D á að velja sér þegar og ef listin tekur við borgarstjórastólnum aftur eftir ár og í hjali dagsins getur maður og annar svosem svarað því.
En Hví svo STöð 2 er að eyða peningum í landskönnun um þetta einangraða val D, er svo aftur önnur spurning, því ekki verðurkosið um embættið svo ég viti, hvorki meðal almennra félagsmanna í D, hvað þá á landsvísu.
Kannski gæti þó formaður flokksins þurft að skipta sér af þegar og ef, fræg dæmi um lsíkt í fortíðinni, en það er og verður þá sem ég segi, innanbúðarvandamál flokksins.
mbl.is Vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála Magnús, þetta er vægast sagt villandi fréttaflutningur og furðuleg spurning hjá Stöð 2.  Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.6.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm og því miður sjást hinar og þessar villur allt of oft.

Takk fyrir innlitið, minn ágæti Listgyðjugumi!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.6.2008 kl. 16:12

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Já Magnús minn Geir, Ég hjó einmitt eftir þessu líka.  Þó að mér lítist reyndar ágætlega á Hönnu Birnu var þarna vægast sagt villandi framsetning á ferðinni og svoleiðis lagað pirrar mig alltaf.

Hvað varðar færsluna, sem þú saknar af síðunni minni, þá tók ég hana út t.þ.a. að geta skoðað hana betur og velt fyrir mér í ró og næði -ekki af hræðslu við neina "kalla"...  Ákvað fyrir löngu að lífið væri of stutt fyrir hræðslu af slíku tagi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband