Sjómannadagur í sjötíu ár með hafnfirsku ívafi!

SEm sonur manns sem um árabil stundaði sjóin og bróðir fjögra annara sem meira og minna hafa sótt sitt viðurværi í áratugi um allan sjó að mestu leiti, eða með störfum tengdum sjávarútvegi, er Sjómannadagurinn merkilegur í mínu lífi! Frá því ég man eftir mér var þetta sannur hátíðisdagur og sem öll helgin miðaðist við er tímar liðu fram.En tímarnir breytast og mennirnir með, þar með talin sjómennskan og sjálfur hátíðisdagurinn. Eins og með marga aðra hátðiðisdaga hefur vægi hans því miður farið þverrandi á seinni árum, ekki sami glansinn yfir kappróðri við Pollinn eða koddaslag í sundlauginni. Þó gera sjómenn og þeirra aðstandendur sér enn glaðan dag, eða hafa það gott um þessa helgi og því ekki nema tilhlýðilegt að segja nú við þá sem aðra landsmenn,
Gleðilega hátíð í 70 ár!!

Og hinum hýra og fallega bæ Hafnarfirði er svo líka tilhlýðilegt að senda árnaðarósk í tilefni dagsins, bærinn heldur upp á 100 ára afmæli sitt í dag. og þar gera menn þetta með "Stæl" Sjómannadeginum gert sérstaklega hátt undir höfði!

Bær nú sínu besta tjaldar,
brosir kátt og hlær.
Hafnarfjörður heillar aldar,
hamingjuóskir fær!


mbl.is Helgistund á sjómannadegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sem dóttir manns sem hefur um árabil stundað sjóinn...fær EKKERT mig útúr húsi í dag!

Heiða Þórðar, 1.6.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ elsku skottan, held að veðrið sé nú fínt hjá þér sem hérna norðan heiða, sem væri næg ástæða til að skoppa út með litlu tátuna þína að kaupa kannski eins og einn ís eða svo!?

En syngurðu ekki kvæðið um Þórð sjóara þó að minnsta kosti í tilefni dagsins eða raular pabba gamla til heiðurs mín kæra?

Nema að hann hafi þá alltaf verið fullur og leiðinlegur?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.6.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vísu maðurinn er alltaf samur við sig í brilljansinum.  Bók?

Sjómannadagskveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega frú Jenný og sömuleiis hátíðarkveðjur til þín!

Vísan svona þokkaleg já.

Magnús Geir Guðmundsson, 1.6.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband