Um hvað er Björn að biðja?

EF staðhæfingar Kjartans Ólafssonar fv. ritstjóra og alþingismanns eru sannar og réttar, hygg ég já að það væri lágmarkskrafa að fara fram á afsökunarbeiðni og þó ekki væri meira!
Hvernig sem á þetta er litið, er skömm fólgin í og já er SVARTUR BLETTUR á lýðveldissögunni!
Og það er bara rangt hjá dómsmálaráðherranum núverandi að þetta snúist bara um lög og rétt og þar eigi bara að útkljá þetta ef einstaklingum finnst hafa verið á sér brotið. Þetta snýst um stolt og reisn ungs lýðveldis, sem vill helst að yfirvaldið sé sanngjarnt og réttlátt og þjóni þegnum sínum með sann!
Og það er út í hött að ætla að fara nú sérstaklega að æskja þess að menn skoðið þetta í ljósi aðstæðna og tíðaranda, brot eða ólögmæt breytni yfirvalda verður ALDREI ALDREI réttlætt með slíkum afsökunum og rökleysu!
Meintar hleranir hér og njósnir yfirvalda um þegna sína, verða í mínum huga engu betur réttlættar með slíku, frekar en MacCarthyofsóknirnar í Bandaríkjunum eða njósnirnar í A-Evrópu á dögum Kalda stríðsins!
En hvað er BB í raun að fara fram á með þessum orðum.
Að honum sjálfum verði stefnt fyrir dóm sem núverandi dómsmálaráðherra, sem STAÐGENGLI fyrir löngu látin föður hans, sem að líkum átti þarna m.a. stóran þátt!?
Mér finnst afskaplega lítil reisn yfir þessum málflutningi og vona sannarlega að þarna sé ekki túlkuð afstaða ríkisstjórnarinnar í heild!
mbl.is Engin afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er það ekki dæmigert fyrir hrokann í íhaldinu (BB þar ekki barnanna bestur) að telja sig ekki þurfa að biðjast afsökunar á að njósna um samborgarana af því þeir kusu ekki rétt.

Andskotans fasismi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Úhú, ert hvöss á brún í dag!

En reyndar eiga sumt af þessu fólki að hafa verið í eða tengst D líka , ef ég tók rétt eftir.

En það breytir engu finnst mér um alvarleika málsins!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.5.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband