Eftirsjá í glæstri konu og góðum forseta!

Ég hef margoft sagt það áður og tek ekkert fyrir að endurtaka, að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, hefur átt aðdáun mína í mörg ár og er einfaldlega yndisleg kona!
Hefur staðið sig með afbragðssóma í embættinu og er sannarlega eftirsjá af henni!
ER já svo sem margur annar mjög forvitin að sjá hver hreppir embættið í hennar stað, hinn mjög svo sérstaki athafnamaður, bassaleikari pops og hagyrðingurinn með meiru Óttar Felix, eða hinn nýkrýndi atskákmeistari Íslands og frændi minn, Björn Þorfinnsson!
HHvor þeirra sem sigrar, vonar maður að sátt verði um kjörið og báðir vinni áfram fyrir skáksambandið!

En um Guðfríði Lilju, sem ég get líka bætt við að er tvímælalaust formannsefni hjá VG ef hún bara vill það og flokkurinn hefur vit á að veita henni brautargengi, vil ég svo bara að lokum segja þetta!

Feikna dugleg, fágæt slík,
full af sönnum vilja.
Greind og fáguð, gifturík,
Guðfríður er Lilja!

Hef reyndar áður ort í svipuðum dúr um "Drottninguna", en finnst það bara allt í lagi!


mbl.is Guðfríður Lilja lætur af embætti forseta Skáksambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lángfremsta valkyrja Vinsti Grænna að mínu mati, ókynbundið, en stórefa að nægt vit sé í flokknum til að hann beri þá gæfu, frekar en einhverja aðra.

Flaggað er þar frekar einhverjum kolbrúnum sóleyjum & þeirra bjánamálum.

Steingrímur Helgason, 2.5.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, tæki nú ekki alveg svona sterkt til orða, en við blaðrararnir tveir erum ekki einir um gott álit á Guðfríði. SVo situr reyndar Kata hin spaka fyrir á formannsvarastóli, ekki má gleyma henni, en ég veit ekki!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.5.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Tek undir og kvitta hér með, mun sakna valkirjunnar úr Skáksambandinu. Hún stendur sig allstaðar vel drottningin.

Eva Benjamínsdóttir, 3.5.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já sannarlega Eva mín, auðvelt að hrífast af konum á borð við Guðfríði Lilju. Því má annars svo ekki gleyma, að áfram verður hún í skákeldlínunni, sem forseti skáksambands norðurlanda.

Þakka þér kærlega fyrir innlitið.

Magnús Geir Guðmundsson, 3.5.2008 kl. 16:13

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Lilja er algert hörkutól og alveg yndisleg stelpa, ég kynntist henni fyrir 15-20 árum þegar ég hélt ennþá að ég kynni að tefla og tók þátt í mótum. Ég á ennþá póstkort sem hún sendi mér frá Harvard og mér þykir vænt um það eins og sendandann. Mér finnst bara að hún sé ekki alveg í réttum stjórnmálaflokki.. en það er nú allt önnur saga.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.5.2008 kl. 16:59

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ber mikla virðingu fyrir GL, bæði á skáksviðinu og eins hvernig hún gengur til allra verka.

Kveðja norður yfir heiðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mínar fallegu og frómu vinkonur!

Já, þetta er allt í sama dúr. Ég hef ekki heyrt neitt nema gott um hana. Get í sjálfu sér verið sammála þér Nottsdúlla að ég er ekki æstur aðdáandi pólitískra stoðanna hennar margra hverja, en það kemur málinu bara ekkert við!

Takk kærlega Jenný mín sömuleiðis, góðar kveðjur alltaf vel þegnar!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.5.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband