Krútt mánaðarins!

Eitt af því sem ég almennt met hvað mest í fari fólk, þar með talið og ekki síst hjá þeim er tjá sig mikið, er hvað viðkomandi mæla eða láta skoðanir sínar í ljós af einlægni og augljósri ´hugsjón!
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/483118/#comments
Hún Lára Hanna Einarsdóttir er ein mín nýjasta bloggvinkona og er víst óhætt að segja að hún sé Bloggari af lífi sál, berir skoðanir sínar umbúðalaust á borð og þeim fylgi sannarlega bæði hugur og hjarta!
Ég er kannski ekki alltaf alveg sammála innihaldinu sem hún fjallar um eða er það kannski, en hefjði kannski nálgast málið öðruvísi sjálfur, en það bara er aukaatriði, hún er bara svo einörð og garáttuglöð með sinn "penna" að vopni, (eða lyklaborð öllu heldur) að ég dáist að henni og er auðvitað líka á góðri leið með að verða bálskotin í henni líkt og reyndar flestum mínum bloggvinkonum!
Nema hvað, nema hvað, á slóðinni að ofan, setti ég lítið vísukorn svona rétt til að tjá hug minn, eins og ég geri stundum í athugasendum. Er ekki að orðlengja að baráttukonan glæsta brást snögg við og útnefndi mi....

KRÚTT MÁNAÐARINS!!!

Hvorki meira né minna góðir hálsar og ég?
Jú, ég hef ´senn verið í sæluvímu, en jafnframt sjokki! Og hver væri það nú ekki í mínum sporum?
Enenen, vel að merkja, jú bara fimm dagar eftir af marsmánuði, hahaha!
Vísukornið var annars svona.

Lára Hanna, kona keik,
kröftug veður eld og reyk.
Stílvopni í stríðsins leik,
stöðugt beitir, hvergi smeyk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott vísa. Þú ert vel að titlinum kominn...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þið flæsilegu fljóðin farið nú langleiðina með mig í gröfina Auður mín, ef þið farið nú að keppast við að kjassa mig svona mikið og bara fyrir þessa vísugarma!

En þú ert alltaf ljúf og yndæl sjálf, ekki vantar það!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.3.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Passaðu þig bara...  Næst gætirðu orðið dúllurass mánaðarins! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.3.2008 kl. 22:21

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahahaha, þá væri líka fokið í flest skjólin!

Takktakk Lára Hanna góð!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.3.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ERT krútt Magnús minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, lengi getur gott batnað,!

Og bíddu bara mín hlýja Cesil, mun sæta fyrsta færis, að fá að hjúfra mig í fangi þínu sem besta krútti sæmir!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.3.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 218308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband