Íslenskar plötur sem glöddu mitt gamla hjarta á árinu 2007 og gera enn!

Jæja, hér kemur þá loksins samsuða af þeim plötum sem já glöddu mitt hjarta eitthvað á nýliðnu ári, gældu eigi svo ílla við mín annars leiðinlegu og viðkvæmu eyru!
Kýs nú sem oftast í seinni tíð að vera ekki með neitt "besta" kjaftæði, né að raða plötunum þar að leiðandi í einhverja tölusetta röð. Þið sem lesið reynið bara að hafa gaman af sem víðar þar sem slíkur plötusöfnuður er settur á blað, eruð þá einvhers vísari um þennan garm hérna og hans tónlistarsmekk.

Ólöf Arnalds - Við og Við.
Klassart - Klassart.
Soundspell - An Ode To The Umbrella.

Þessar þrjár eiga það sameiginlegt að vera afskaplega góð og vel heppnuð byrjendaverk, fyrir mér eru þetta allavega nýjir listamenn í fínni flóru annars margra ungra og efnilegra íslenskra tónlistarmanna!
Um menntaskólastrákana í Soundspell og systkinasveitina frá Sandgerði Klassart skrifaði ég sérgreinar og lofaði báðar plöturnar mikið.
Ólöf með sína sterku og sérstöku rödd með kassagítarnum sem meginhljóðfæri, hefur nú aldeilis notið hljómgrunns hjá þjóðinni og líkt og Klassart reyndar líka fylgt vel og dyggilega í fótspor dívunnar miklu Lay Low, sem sló svo rækilega í gegn 2006 og mun áreiðanlega halda sínu striki á nýju væntanlegu plötunni með tónlistinni úr umtöluðu sýningu Leikfélags Akureyrar, Ökutímar!
(Og rétt að nefna það hér að stúlkan hefur af fádæma rausnarskap ánafnað væntanlegum ágóða af sölu plötunnar til systursamtaka Stígamóta á Akureyri, Aflinu!)
Semsagt afar ánægður með þessar byrjendaskífur.

Einar Bragi - Skuggar.

Saxi karlinn, eins og hann nefnir sig í bloggheimum, gerði þessa mjög svo fínu og fallegu poppplötu við ljóð og texta skógarbóndans og skáldsins góða, Hákonar Aðalsteinssonar!
Fjallaði vel um plötuna á sínum tíma, ekki s´síst flottur kvennasöngur áberandi við þessar margar ágætu lagasmíðar,plata sem kom mér nokkuð svo á óvart!

Mínus - The Great Northen Whalekill.
Fjallaði sömuleiðis vel um þessa sannkölluðu ROKKSPRENGJU!
Hafði mínar efasendir um að Krummi og kumpánar gætu fylgt eftir svo vel væri Halldór Laxness plötunni, eiginlega engu síðri skífa fyrir mína parta!
Og bull ef einhver hefur svo haldið því fram að vanti grípandi laglínur, eru vel fyrir hendi!

Villi (Naglbítur) - The Midnight Circus.
Fjallaði líka sérstaklega um þessa mjög svo hrífandi en nokkuð svo líka dökku plötu hans Vilhelms Antons. VArð betri og betri við hverja hlustun.
Get þó vissulega tekið undir með Bubba mínum gamla félaga, að Villi hefði alveg átt að hafa textana á íslensku!
ER annars viss um að þessi plata drengsins á eftir að eldast vel!

Gunnar Gunnarsson - Húm.
Fyrir þá sem ekki vita, þá er Gunnar dagsdaglega organisti, en hefur um langt árabil getið sér gott orð í tónlistarbransanum, var í sínum gamla heimabæ m.a. í hljómsveit Ingimars Eydal og svo með Ingu Eydal, hefur gert plötur með Sigurði Flosa saxafónleikara með meru og Önnu pálínu heitinni, þeirri dásamlegu söngkonu, sem ég og svo margir aðrir eflaust sakna sáran!
Bara hugljúf skífa sem aðrar slíkar pianóplötur Gunnars.

Elísa - Empire Fall.
Afskaplega lítið farið fyrir þessari að mér finnst bráðgóðu skífu rokkdívunnar Elísu, fyrrum söngkonu Kolrössu k´rókríðandi/Bellatrix og Universal (minnir að alþjóðasveitin hennar heiti eða hafi heitið það!?)
Fínasta blanda kraftrokks og rólegri laglína, sem hrifu mig bara ansi vel!

Blái hnefinn - Sögur úr Klandurbæ.
Einn mesti gleðigjafi ársins og sannarlega gjöf, frá áðurnefndum gamla félaga mínum honum bubba!
Einfaldlega -Pönk beint í æð- úr texta- og tónsmiðju Guðmundar nokkurs E. erlendssonar, sem þarna hefur fengið til liðs við sig þrautreynda garpa úr rokklífi höfuðstaðar norðurlands, þá Rögga (landsþekktur m.a. sem Rögnvaldur gáfaði háðfugl!) á bassa félaga hans úr Hvanndalsbræðrum Val á trommum og svo höfðingjan og fjöllistamannin Kristján pétur, sem á langan og mikin feril að baki m.a. í hinum fornfrægu Kamarorghestum LOST, Hún andar (ásamt reyndar Rögga líka) Skrokkabandinu og Norðanpiltum svo eitthvað sé nefnt!
Guðmundur sem er fyrrum frambjóðandi fyrir D-listan, baunar satt best segja á allt og alla þarna, eins og nafnið gefur aðeins í skyn, til dæmis á stjórnmálamenn í belg og biðu m.a. Bæjarstýruna og umdeilt tjaldsvæðismál, á Vinstri-græna, skipulagsmál og margt fleira!
Pönk á jólum bara svei mér yndislegt!

Múgison - múgiboogie.
Hef auðvitað lúmskt gaman af þessum rokk og blúsmettaða bræðing frá "besta syni Ísafjarðar" honum múgison!
Tilþrifamikil og hávær á köflum og kosin allavega á einum stað skilst mér sú besta á árinu.

Regína Ósk - Ef væri ég.
Þriðja platan hennar, er að hlusta á hana nokkuð sl. daga, hefur öfugt hinum tveimur, Regínu og í djúpum dal, ekki farið svo hátt finnst mér.
Reyndar hafa líka sumir ekki verið mjög jákvæðir, en mér lðíkar betur við plötuna því meir sem ég hlusta, róleg lög sem vinna á.Um sönghæfileikana þarf svo ekki að fjölyrða um!

Aðrar söngkvennaskífur á borð við Dísellu, Siggu Beinteins og Ellenu eflaust líka, verða svo meir og meir til spilunar, hef bara ekki gefið mér tíma til að hlusta svo neinu nemur á þær enn.
Það gildir svo líka um Rafnssynina og félaga í Sign, en nýja platan þeirra er að mörgum sögð mjög fín og talin sömuleiðis af gagnrýnendum ein sú besta á árinu 2007!

Og þar hafið þið það elskurnar mínar!
Megið svo alveg lofa mig eða lasta í athugasendakerfinu ef þið viljið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf gaman að gera upp árið og velta þessu fyrir sér, en eins og áður hefur komið fram þá er ég nú á útivelli í sambandi við þetta íslenska dót. En ég get þó mælt með pönkurunum í Bláa hnefanum, já og Skuggunum hans Saxa sem er þokkaleg.Ég ákvað ég í gær að hrista af mér sliðruorðið í sambandi við íslenska tónlist og kynna mér eitthvað af þessu sem kom út á árinu. Ég fékk lánaðar á bókasafninu Mínus og I adapt þar sem ég hélt kanski að það myndi einna helst höfða til mín, nú er ég búinn að hlusta þrjár umferðir í gegnum hvorn disk. Hjá báðum sveitunum er spilamenska og þéttleiki til fyrirmyndar, auk þess allt í lagi með hljóminn, en veikasti púnturinn eru mónótískar lagasmíðar auk þess er söngurinn þannig að manni finnst maður alltaf vera að hlusta á sama lagið, þó er þetta mun betra hjá I adapt, en sennilega er ég orðinn of gamall fyrir svona greddu. þess má geta að I adapt minna mig á sumt af því besta sem ég hlustaði dálítið á fyrir nokkrum árum frá Bandarísku hardcore útgáfunni Victory, já eru sennilega betri en flestir þar á bæ. Veit annars ekki hvort ég nenni að eyða meiri tíma í þessa hávaðaseggi, það er þetta með ellina já eða þroskann.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þarf að tékka á Regínu

Einar Bragi Bragason., 5.1.2008 kl. 01:03

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

TAKK

Einar Bragi Bragason., 5.1.2008 kl. 01:03

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir þessa ágætu hugleiðingu Bubbi!

Tja, einhver breyting eða vatnaskil eru þetta allavega, ef kraftmikið og hart rokk hættir að höfða til þín, íslenskt eða ekki!

En í ljósi reynslunnar þá er nú best að alhæfa lítt, fæst orð hafa jú minnsta ábyrgð í þessu sem öðru og vel að merkja, þá er blái hnefinn ekki beinlínis lágvær né kraftlítil tónaframreiðsla, þó mín vegna heðfi mátt hafa upptökuna í meiri styrk og þéttleika!

En talandi um bókasafnið, man nú eftir því frá líklegast sl. ári, þ.e. 2006, að þú fannst þar skífu með Skúla Sverris bassasnilling m.a. (nú verður Saxi auðvitað hissa haha!) sem þér líkaði ansi vel minnir mig og var þó ekki hávær rokktónlist á ferðinni!

Og já Saxi, athugaðu stelpuna, en ég er ekkert viss um að hún hfði samt mikið til þín, ekki mjög "krydduð" tónlistin!

En ekkert að þakka!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.1.2008 kl. 02:56

5 identicon

Nei ég er ekkert hættur að hlusta á hart rokk, guð forði mér frá því, en það er þetta með áherslurnar, það er ekki sama hart rokk og hart rokk, sumstaðar eru melódíurnar sterkari en annarsstaðar, sumt grípur maður annað ekki. Það er nú það skemmtilega við þetta allt saman.

Ég er nú ekki viss um að Saxi mundi fíla diskinn með Skúla Sverris, en þar syngur einmitt Ólöf Arnalds sem þú nefnir hér að ofan í nokkrum lögum, enda er þetta ekki tónlist fyrir hvern sem er, en Saxi er nú ekki hver sem er hehehe...

Bubbi J. (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:42

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nákvæmlega, þú minn hláturmildi bubbi, hann "blæs" að minnsta kosti meir en margur fleiri, ekki "hver sem er" í þeim efnum!

En talaðir sja´lfur um einvherja hávaðasellu þarna að ofan, hélt þá í þessu samhengi við aldurinn og þroskan, að þú meintir þetta bókstaflega með þ.a.l. harða rokkið!

En, hverjir voru nú skástir á þessu Victorymerki, man eftir nafninu en ekki sveitunum á því, rifjaðu það upp ef þú nennir fyrir me´r.

En við erum greinilega alveg ósammála um Mínus og þú sömuleiðis ósammála mörgum fleiri um þá og sönginn hans Krumma, stra´ksi allavega nógu góður til að syngja sjálfan Jesús í borgarleikúsinu þessa dagana við þokkalegan orðstír skilst mér!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.1.2008 kl. 17:15

7 identicon

Fór og rifjaði upp þetta stöff, þetta voru bönd eins og Blood for Blood, Hatebreed og Earth Crisis svo einhver nöfn séu nefnd, engar stórsveitir þarna Heatbreed kanski gert það einna best. Annars er ég að reyna að hlusta á Mínus og það er ekkert að gerast, alltaf þegar líða fer á plötuna er ég búinn að fá nóg, mér finnst eitthvað mikið vanta til að grípa mig og umvefja, fer ekki ofan af því að það vantar stórlega grípandi meódíur þarna hvað sem hver segir, því ég hef alveg smekk fyrir svona rokki, þetta er nefnilega ágætisband. Krummi syngur Jesú í Borgarleikhúsinu, sá í einhverju blaði að sýningin fékk slaka dóma, las samt ekki dóminn og veit því ekki hvernig hann stóð sig, ég held nú að hann geti alveg sungið strákurinn, er ágætur í dúettinum með pabba sínum, man ekki hvað lagið heitir. En svona upplifi ég þetta Maggi minn, en ég hef nú fílað ýmislegt skrítið og óaðlandi í gegnum tíðina eins og þú kanski veist, en þarna vantar þetta "eitthvað" sem maður veit ekki alltaf hvað er, þó ég þykist vita það í þessu tilfelli.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 00:36

8 identicon

Það á að standa óaðlaðandi þarna

Bubbi J. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 00:39

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm Bubbi, eins og ég sagði, sínum augum lítur hver á silfrið... gamall sannleikur og nýr, þó eins og ég sömuleiðis minntist á, höfum við nu verið mun oftar á sömu línu um rokkið, að ég tali nú ekki um blúsinn, en hitt!

Okkar ágæti Kiddi skrifaði um sýninguna um daginn, þú hefur áreiðanlega lesið þær línur, get nú alveg tekið mark á honum þótt einhver annar sé ekki sammála. En vel að merkja, ahnn er ekki heldur á sömu línu og þú með Mínus og og hina sveitina, hvað þá þessa Arcade Fire, sem ég veit nú ekki einu sinni hvernig hljómar!

Man nú ekkert í fljótu bragði eftir þessum hardcoresveitum, en geri það kannski með meiri heilabrotum.

Og samsöngur feðgana kom mér einmitt líka í hug, mjög flott lag og var býsna vinsælt þarna á dúettaplöotunni hans Bo, lagið sönglar í hausnum á mér, en nafnið kemur ekki en´n. Á þessa plötu og líka hina á undan. Hehe, veit að þú átt allavega þá fyrri!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.1.2008 kl. 01:01

10 identicon

You belong to me minnir mig að lagið heiti, já Kiddi var ánægður með Jesú Súperstjörnu, en Kiddi er nú alltaf svo jákvæður og hress, það mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar hvað það snertir.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:36

11 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er skemmtileg og áhugaverð umræða.  Ég var að henda inn færslu um Bob Dylan.  Það væri gaman að fá frá ykkur "comment" á hana. 

Jens Guð, 6.1.2008 kl. 02:56

12 identicon

Dylan er magnaður

Bubbi J. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 12:13

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Dylan er dýrlegur og goðsögn í lifanda lífi!

Þú bara segir ekki G.V.!?

Magnús Geir Guðmundsson, 6.1.2008 kl. 22:47

14 Smámynd: Jens Guð

  Af því að Victory barst í tal þá man ég ekki betur en Mínus hafi farið á samning hjá því merki um tíma.

  Arcade Fire hljómar eins og Hjaltalín.  Eða kannski er það öfugt.

Jens Guð, 7.1.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband