Hefð sem halda á í!

Bara gott mál og ekki nokkur einasta ástæða til að breyta út af vananum, þeir sem þurfa vín yfir hátiðarnar verða bara að hafa vit á að kaupa veigarnar í tíma!

Barasta breytist það eigi,
blessunarlega ég segi.
áfram ei má
áfengan fá
Sopann á sunnudegi!


mbl.is Ríkið lokað á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sem betur fer breytizt þetta þegar einkaleyfi ÁTVR verður afnumið...

Sigurjón, 17.12.2007 kl. 10:02

2 Smámynd: Sigurjón

...góð vísa annars.

Sigurjón, 17.12.2007 kl. 10:02

3 identicon

Fín vísa, en trúir þú því í alvöru að það skipti nokkru einasta máli hvort ÁTVR sé opið á sunnudögum eða ekki upp á áfengisneyslu Íslendinga? Þetta er pínkupons bögg sem maður þarf bara að vita af fyrirfram. Eina leiðin til að þetta stoppi Íslendinga við að drekka einn einasta sopa af áfengi er ef þeir ætla sér að kaupa það í ríkinu á sunnudegi, og vita ekki að það sé lokað. Þetta er svona eins og að halda að það eigi eftir að stoppa morð að selja ekki hnífa í búðum á sunnudögum, bara hreint út sagt heimskulegt.

Og vel mælt, Sigurjón, ÞEGAR einkaleyfi ÁTVR verður afnumið. Það er bara spurning um tíma, vegn þess að samfélagið hefur tilhneigingu til að verða meira siðmenntað með tímanum, þvert á við það sem dómsdagstrúarmennirnir á Íslandi vilja gjarnan meina.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 10:15

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

´Jájá Brynja alveg rétt, eða bara sleppa þvðí!

Þakka ykkur Sigurjón og Helgi Hrafn fyrir hrósið, en þetta form kallast limra, svo því sé til skila haldið!

En hvað myndi sem betur fer breytast þegar og ef einkaréttur ÁTVR verður afnumin, Sigurjón?

Að opið yrði framvegis á Þorláksmessu þótt hana beri upp á sunnudegi?

Engin trygging er nú fyrir því.

Helgi Hrafn!

SAmanburður þinn er nú frekar ósmekklegur verð ég að segja og ekki meir um hann að segja. Ég nefndi að þetta væri góð hefð og það væri sannarlega ekki skref á framfarabraut til meiri siðmenntunar, að auka og auðvelda aðgengi að áfengi eins mikið og það er nú þegar í dag. Eiginlega bara hlægilegt að tengja hugsanlegt afnám einkasölu ÁTVR á áfengi við siðmennt þjóðfélagsins!

við Íslendingar eigum víst heimsmet í aukinni áfengisneyslu á sl. 25 árum, heil 65%!

ER virkilega mikil nauðsyn á að hafa opið á sunnudögum líka, hhvort sem það er ÁTVR eða einhver annar sem selur?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.12.2007 kl. 11:09

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil ekki fá áfengi í almennar verslanir.  Það er líka út af því að ég vil þegar ég ákveð að kaupa mér rauðvín, eða hvítvín, þá vil ég hafa val, ekki bara eitthvað sem selst mest af í það og það skiptið, því þannig verður það á smærri stöðum.  Það verður bara selt það sem flestir kaupa.  Og svo verður þetta einfaldlega bara áreiti á þá sem eru veikir fyrir.  Höldum áfengisverslunni sér.  Það hefur ekkert með menningu að gera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 21:03

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skynsamlega orðað Ásthildur góð og ályktað held ég!

Margt fleira kemur svo til og ég hef fjallað um hér hjá mér, sem hefur leitt mig gallharðan að eirri niðurstöðu, að langtum meiri hagsmunum fyrir minni yrði fórnað við sölubreytinguna og eiginlega ekkert sem réttlætir hana!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.12.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband