17.12.2007 | 09:32
Hefð sem halda á í!
Bara gott mál og ekki nokkur einasta ástæða til að breyta út af vananum, þeir sem þurfa vín yfir hátiðarnar verða bara að hafa vit á að kaupa veigarnar í tíma!
Barasta breytist það eigi,
blessunarlega ég segi.
áfram ei má
áfengan fá
Sopann á sunnudegi!
Ríkið lokað á Þorláksmessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem betur fer breytizt þetta þegar einkaleyfi ÁTVR verður afnumið...
Sigurjón, 17.12.2007 kl. 10:02
...góð vísa annars.
Sigurjón, 17.12.2007 kl. 10:02
Fín vísa, en trúir þú því í alvöru að það skipti nokkru einasta máli hvort ÁTVR sé opið á sunnudögum eða ekki upp á áfengisneyslu Íslendinga? Þetta er pínkupons bögg sem maður þarf bara að vita af fyrirfram. Eina leiðin til að þetta stoppi Íslendinga við að drekka einn einasta sopa af áfengi er ef þeir ætla sér að kaupa það í ríkinu á sunnudegi, og vita ekki að það sé lokað. Þetta er svona eins og að halda að það eigi eftir að stoppa morð að selja ekki hnífa í búðum á sunnudögum, bara hreint út sagt heimskulegt.
Og vel mælt, Sigurjón, ÞEGAR einkaleyfi ÁTVR verður afnumið. Það er bara spurning um tíma, vegn þess að samfélagið hefur tilhneigingu til að verða meira siðmenntað með tímanum, þvert á við það sem dómsdagstrúarmennirnir á Íslandi vilja gjarnan meina.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 10:15
´Jájá Brynja alveg rétt, eða bara sleppa þvðí!
Þakka ykkur Sigurjón og Helgi Hrafn fyrir hrósið, en þetta form kallast limra, svo því sé til skila haldið!
En hvað myndi sem betur fer breytast þegar og ef einkaréttur ÁTVR verður afnumin, Sigurjón?
Að opið yrði framvegis á Þorláksmessu þótt hana beri upp á sunnudegi?
Engin trygging er nú fyrir því.
Helgi Hrafn!
SAmanburður þinn er nú frekar ósmekklegur verð ég að segja og ekki meir um hann að segja. Ég nefndi að þetta væri góð hefð og það væri sannarlega ekki skref á framfarabraut til meiri siðmenntunar, að auka og auðvelda aðgengi að áfengi eins mikið og það er nú þegar í dag. Eiginlega bara hlægilegt að tengja hugsanlegt afnám einkasölu ÁTVR á áfengi við siðmennt þjóðfélagsins!
við Íslendingar eigum víst heimsmet í aukinni áfengisneyslu á sl. 25 árum, heil 65%!
ER virkilega mikil nauðsyn á að hafa opið á sunnudögum líka, hhvort sem það er ÁTVR eða einhver annar sem selur?
Magnús Geir Guðmundsson, 17.12.2007 kl. 11:09
Ég vil ekki fá áfengi í almennar verslanir. Það er líka út af því að ég vil þegar ég ákveð að kaupa mér rauðvín, eða hvítvín, þá vil ég hafa val, ekki bara eitthvað sem selst mest af í það og það skiptið, því þannig verður það á smærri stöðum. Það verður bara selt það sem flestir kaupa. Og svo verður þetta einfaldlega bara áreiti á þá sem eru veikir fyrir. Höldum áfengisverslunni sér. Það hefur ekkert með menningu að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 21:03
Skynsamlega orðað Ásthildur góð og ályktað held ég!
Margt fleira kemur svo til og ég hef fjallað um hér hjá mér, sem hefur leitt mig gallharðan að eirri niðurstöðu, að langtum meiri hagsmunum fyrir minni yrði fórnað við sölubreytinguna og eiginlega ekkert sem réttlætir hana!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.12.2007 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.