John Fogerty er minn maður!

Hljómsveitir og tónlistarmenn sem ná frama og frægð, koma og fara líkt og allt annað í þessum heimi.
og allur gangur er á hversu hátt frægðarsólin rís og hversu lengi hún skín skært.
Og sumir öðlast frægð af litlum efnum, aðrir einfaldlega vegna þess að þeir verðskulda það fyllilega og margháttað.
Hafi hið síðastnefnda einhvern tíman átt vel við, þá gildir það sannarlega um John karlinn Fogerty, sem nú mun vera á sínu sextugasta og þriðja aldursári.
Frægðarsól hans reis auðvitað með miklum glæsibrag um og eftir 1970 er hann fór fremstur í flokki í hinni margrómuðu kántríblúsrokksveit, Credence Clearwater revival!
Hygg ég að enn þann dag í dag sé sú sveit að eignast nýja aðdáendur fyrst og fremst vegna þess að þar samdi Fogerty mörg af helstu gullkornum amerískrar rokktónlistar, lög sem vart teljast neitt minna en sígild, Have You Ever Seen The RAin, Who´ll Stop the Rain, Bad Moon RisingRock ´n´Roll Over The World (sem Status Qou gerðu reyndar að sínu) Proud Mary (sem Tina Turner vihélt frægð á) og svo mætti lengi telja!
Frægðin tók hins vegar sinn toll og harður innbyrðis ágreiningur Johns við aðra meðlimi, þ.m.t. við bróður hans, tom heitin, markaði endalok samstarfsins og hefur í raun ekki gróið um heilt upp frá því.
Málaferli og fleiri leiðindi komu síðar vegna notkunar á CCR nafninu svo eitthvað sé nefnt.
En 1973 hóf Fogerty sinn ansi hreint brokkgenga einherjaferil, sem fram á þennan dag, í 34 ár, hefur ekki skilað nema 8 hljóðversplötum auk einna tveggja tónleikaplata og ýmissa safnútgáfa.

Þögn í meira en áratug.

Eftir útgáfu fimmtu plötunnar undir eigin nafni, Eye Of A Zombie 1986, varð skyndilega langt og mikið hlé á ferli kappans. Hann hreinlega hvarf af sjónarsviðinu í ein 11 ár!
Þann tíma kom hins vegar í ljós er hann snéri svo sannarlega eftirminnilega til baka 1997, að hann hafði nýtt tíman vel, endurskipulagt allt sitt einkalíf og lagst í miklar tónlistarlegar pælingar m.a. á sviði gítarleiks!
Platan Full Moon Swampð reyndist einfaldlega vera ein allra eftirminnilegasta plata tíunda áratugarins og endurkoma hans þar með ein sú merkasta á seinni árum í ameriskri tónblistarsögu allavega!
Full Moon Swamp var samt auðvitað ekkert annað en "gamalt vín á nýjum belgjum" þannig séð, en innan kántrírokk og blús rammans með poppáhrifum sem kryddi, er Fogerty einfaldlega gefin snilligáfa að tvinna saman lagaperlur!
Krafturinn, spilagleðin og einfaldlega nýr og endurborin Fogerty gerði það svo að verkum, að þessi plata telst já alveg einstök!
Með DEja Vu All Over Again árið 2004, fylgdi hann Full Moon Swamðp af mínum dómi alveg bærilega eftir, þótt sú sífa væri mun poppaðari en forverin.
Fyrir skömmu kom svo áttunda plata meistarans undir eigin nafni af hljóðverstagi, Revival og þar bregst hann svo sannarlega ekki!

Meira Rokk!

ER skemmst frá því að segja, að nú er aftur sett í meiri rokkgír. Platan reyndar nokkuð skipt, meira um hefðbundnar kántrístemningar til að byrja með, en svo um miðbikið er heldur betur gefið í!
Eins og nafnið gefur til kynna er áhrifa allt aftur til CCR áranna að gæta, en þó ekki með beinum tilvitnunum í texta og í sumar laglínur hreinlega eins og hann lék sér nokkuð að á Deja vu..! (að ég hygg!)
En fyrst og síðast hvernig sem lögin eru í forminu, um enn og aftur framúrskarandi góðar lagasmíðar sem fá mann til að hristast og skekjast af SANNRI ánægju og gleði!
Ætla hér ekkert annars að nefna einhver lög sérstaklega, þetta er bara svona plata þar sem engan sérstakan daufan punkt er að finna og lögin skiptast bara á að vera í uppáhaldi!
John Fogerty sannar þarna enn og aftur lagasmíðasnilli sína sem og enn og aftur hversu góður til dæmis gítarleikari hann er og það með meiru.
Raunar er vart það hljóðfæri til sem hann spilar ekki á, auk gítars og söngs hefur hann gripið í t.d. munnhörpu, hljómborð, saxafón og fiðlu á plötum sínum!
Hann er einfaldlega stórkostlegur tónlistarmaður, en hefur með persónulegum skapsmunum og öðrum erfiðleikum í samstarfi við aðra, þó mikið spillt fyrir ferli sínum!
Að mörgu leiti eru hann og Neil young, kanadíski meistarinn mikli, líkir um margt!
Stórkostlegir tónlistarmenn á allan hátt, báðir mjög pólitískir baráttuhundar í orði jafnt sem æði, en sömuleiðis afskaplega sérlundaðir og oft erfiðir að vinna með!
og svo hafa báðir átt það mjög erfitt í einkalífinu, en ekki orð um það meir!
Revival er semsagt ekkert nema sönn tónlistarleg ánægja, sem ég mun lengi lifa á!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fogerty mætti borða svolítið meiri krít, eins og úlfurinn í Kiðlingunum sjö gerði með góðum árangri. Það er svo assgoti gott í hálsinn .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:33

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú ert vel að þér í gömlum barnaævintýrum Guðmundur, en kannski ekki eins vel í Fogertyfræðum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 13:13

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég fór greinilega ekki nógu langt inní plötuna. Mér fannst hún of kántrýleg fyrir minn smekk og setti hana til hliðar og gleymdi henni! Þarf að grafa hana fram aftur og hlusta betur

Kristján Kristjánsson, 30.11.2007 kl. 15:21

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já Kiddi, frá svona lagi 6 gefur karlinn virkilega í! EF þú hefur fallið fyrir Full Mooon Swamp er þessi litlu síðri, er að komast á þá skoðun eftir að hafa átt plötuna í nokkrar vikur!

En Kiddi minn,´þú ert farin að líkjast Ása ískyggilega mikið hvað varðar gleymsku, engan lista hef ég fengið!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 16:06

5 identicon

Því miður er þetta nú bara miðlungsplata hjá kallinum að mínum dómi, búinn að hlusta dálítið á hana, vissulega góðir sprettir en hann hefur vissulega gert þetta allt mikið betur áður, þannig að þetta virkar stundum frekar þreytt hjá kallinum og fyrri hlutinn er full halló fyrir minn smekk en platan endar þokkalega

Bubbi j. (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:33

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Maggi minn það gerist alltaf á áhveðnum tíma ársins þá fáum við bransafólk Alzsemir Ég þar aðeins að snyrta listann til og sendi hann á morgun

Kristján Kristjánsson, 30.11.2007 kl. 19:43

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bubbi gamli, ertu nokkuð dottin í það!?

Ætla nú rétt að vona að svo sé ekki, en það er engu líkara en þú sért að "frussa" þessu út úr þér með hraði?

Hingað til höfum við nú hygg ég verið sammála um að dálítil hlustun sé nú ekki nægjanleg til að kveða upp dóma, en þú hefur kannski breytt um afstöðu í því og þá ekkert við því að segja. Núnú, svo breytist líka álit þitt með tímanum, þannig að kannski verður þú hressari eftir svona mánuð með gripinn. En hvaða "Full halló" blaður er þetta, eitthvert unglingamál kannski sem þú eilífðarunglingurinn varst að læra af einhverjum frændanum?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 19:46

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm Kiddi, vona bara að þetta sé ekki að færast af skömmu tímabili yfir á varanlegt!

En tek þetta ekkert nærri mér og fyrirgef þér. En svo fer nú að koma að því innan tíðar að þið getið bara fengið bólusetningu við þessu og það sem meira er, alvöru Alzheimersjúklingar eiga víst von innan ekki langs tíma að sagt er, að einhver lækning komi.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 19:53

9 identicon

Ég var svosem ekkert að kveða upp endanlegan dóm um Fogerty, enda eru þeir sjálfsagt ekki til, en ég er búinn að hlusta af og til í einn og hálfan mánuð og þetta er nú ekki ein af þeim plötum sem vinna á, enda sé ég ekki að við þurfum að vera sammála um þetta, sennilega lítið atriði fyrir hvorugan. Halló var nú notað þegar ég var í skóla fyrir hartnær 33 árum síðan og þykir vafalaust halló í dag á því sést að kallinn er ekki sérlega nýjunga gjarn. Þetta með áfengið er ekki svaravert.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:14

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá Bubbi minn, allt í góðu með þetta, ekki verða móðgaður þótt ég spyrði í forundran hvort þú værir dottin, textin já eins og þú hefðir verið að flýta þér að skrifa.

Við verðum þá bara hjartanlega sammála um að vera ósammála, hið besta mál!

En áttu þessa tónleikaplötu hans frá sl. ári, sendi þér póst í gær. Vpri gaman ef þú ættir hana að fá hana einvhern daginn að láni!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 22:35

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og til að undirstrika, þá kom það skýrt fram hjá mér í greininni að þetta væri reyndar "Gamalt vín á nýjum belgjum" hjá J.F.!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 22:36

12 identicon

Nei Maggi ég á ekki þessa hljómleikaskífu ennþá að minstakosti, og það var rétt til getið hjá þér að ég var að flýta mér.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:34

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það gamli félagi!

En veistu til þess að hún sé til einhvers staðar? Skil ekki hví hún hefur farið framhjá mér.

Magnús Geir Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 00:48

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nú verður Meistarinn reiður ...mér finnst lögin hans alltaf betri með einhverjum öðrum en honum sjálfum......td er prod mary snilld hjá Tinu Turner.

Einar Bragi Bragason., 1.12.2007 kl. 01:02

15 identicon

Maggi hún var til í Pennanum. Einar Bragi: er það virkilega ástæða til að verða reiður ef einhver hefur annan smekk en maður sjálfur, það hefur mér ekki fundist... þá væri maður endalaust reiður og það er sko ekki gott.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 01:17

16 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

já það er rétt Bubbi tók bara svona til orða

Einar Bragi Bragason., 1.12.2007 kl. 01:25

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Enda varð ég ekkert reiður, en þú lætur kannski falshettuna hans fara sérstaklega í taugarnar á þér Saxi? En hvað sem líður okkar mismunandi smekk, þá skiptir það í sjálfu sér engu, Fogerty er einfaldlega tónlistarlegt stórmenni, um það verður ekki deilt!

Akk fyrir fyrir svarið Bubbi minn!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 01:51

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afsakið, einu "fyrir" of mikið, haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 02:13

19 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já ég er sammála því ....

Einar Bragi Bragason., 1.12.2007 kl. 10:04

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, þú ert sammála Saxi, að Fogerty sé stórmenni, að falshettan sé leiðinleg og einu "Fyrir" hafi verið of mikið, ekki satt haha!?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 16:14

21 identicon

Er falshetta ekki gölluð getnaðarvörn

Bubbi (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 16:39

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neineinei, alveg örugg getnaðarvörn og er til sölu!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband