Æ, Moggafólk, vanda sig!

Eins og þessi frásögn er annars um margt skemmtileg og kannski til fyrirmyndar fyrir fleiri að breyta eins og þessi hjón hafa gert, þá er nú heldur leiðinlegt þegar menn og það ekki í fyrsta sinn, fara ílla með okkar ástkæra móurmál í slíkum fréttaskrifum!
Hér á ég við upphafssetningu fréttarinnar, að öllum sé ekki fært "Að skipta um hest í miðri á"!?
Í bókstaflegri merkingu er það beinlínis röng ákvörðun og nokkuð sem menn gerðu alls ekki hér lengst af, að skipta um hest í miðri á! Og þegar svo er tekið til orða í dag, er merkingin því jafnan neikvæð, þ.e. til marks um ranga ákvörðun, en ekki að með því sé einhver að færa líf sitt með afgerandi hætti til betri vegar! (er svo væntanlega í tilfelli þessara hjóna!)
En að "Söðla um" eða já "Snúa við blaðinu" er á hinn bógin það sem betur átti hér við og réttar og kann vissulega ekki að vera á allra færi í lífsbröltinu.
SVona rétt eftir að Dagur íslenskrar tungu er liðin, mega blaðamenn ekki gera sig seka um slíkan skort á málskilning!

Hjónakorn í baki bein,
birtast okkur hér með sanni.
Eru nú á grænni grein,
gerðu hreint í sínum ranni!


mbl.is Á grænni grein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottur pistill og já ég hjó eftir þessu líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 18:23

2 identicon

hvað er móurmál?

(

hlekkur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 18:50

3 identicon

zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz.....áfram west*ham

Gringó (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 18:54

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega fyrir Jenný flotta!

Hinir tveir mega bara halda endilega áfram að hafa það gott í glensinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 20:36

5 identicon

"...og það ekki í fyrsta sinn, fara ílla með okkar ástkæra móurmál í slíkum fréttaskrifum!"

 Vanda sig! :)

Væriru ekki til í að leiðrétta þetta svo þú lítur ekki út eins og algjör hræsnari?

hlekkur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband