Norðlenskt handboltahallæri!?

Já, eins og staðan er nú, er ástandið ekki rishátt á meistaraflokksliðum Akureyrar í handbolta karla og kvenna.
Þær fyrrnefndu neðstar í deildinni og karlarnir í næstneðsta, eins og fram kemur í fréttinni.
Hef sjálfur alltaf verið mótfallin sameiningu KA og Þórs á þessum forsendum, að meistaraflokkar séu svona einir og sér sameinaðir. Nær væri ef til vill að byrja neðar, en þar er þó vel að merkja öflugt starf hjá félögunum, sem enn hefur þó ekki skilað sér á þessu rúma eina keppnistímabili sem af er frá því sameiningin varð.
Hjá kvennþjóðinni í fótboltanum hefur þetta kannski gengið örlítið skár, en því miður ekki meir en það.
Eins og fram kemur í viðtalinu við rúnar, er afreksíþróttaútlitið almenn ekki rishátt, gengi karlaliðanna í fótboltanum slakt í 1. deildinni sl. sumar og líkt og í handboltanum með Akureyrarliðið, hefur Þórsliðið í körfunni valdið nokkrum vonbrigðum það sem af er vetri, búist við því mun sterkara en það hefur sýnt hingað til!
Hugmynd rúnars um að slíta handboltalið Akureyrar frá KA og Þór og láta það í staðin undir ÍBA þar sem svo Íþróttahöllin með smáendurbótum yrði miðstöð liðsins, er í sjálfu sér góðra gjalda verð og yrði þá eiginlega afturhvarf til þess forms er var á fótboltamálunum um langt skeið fyrr á árum, eða fram til 1975 að KA og Þór sendu eigin lið til keppni í 3. deild eftir að ÍBA liðið hafði fallið í 2. deild árið áður. (Sællar minningar afrekuðu þórsarar svo að fara rakleiðis upp í 1. deild á tveimur árum!)
Kannski myndi þetta eins og rúnar vonast til, hleypa nýju lífi í handboltan, ákveðnum ferskleika sem þá væntanlega myndi svo skila sér í betri árangri.
Skal sjálfur ekki fullyrða neitt, auðvitað söknuður eftir samkeppninni og vissa dýrðarljómanum er bæði KA og Þór áttu góð lið í efstu deild, raunar ekki svo langt síðan að svo var og upp undir 2000 manns fóru á frábæra leiki liðanna í Höllinni!
En tímarnir hafa breyst fljótt, áhugi minnkað e.t.v. og erfiðara til langs tíma að halda uppi þessum gæðum og fjármagna dæmið, því verður já einhvern vegin að bregðast við, eiginlega ekkert annað en handboltahallæri eða svo gott sem ella framundan!
mbl.is Gera verður Akureyrarliðið að sjálfstæðu félagi sem heyri beint undir ÍBA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband