Já, stolt er orðið!

Til áréttingar virðist lokaniðurstaðan vera sú, að Birgir Leifur endaði í 12 til 15 sæti! Hvert sæti þessara 30 getur skipt miklu máli upp á fjölda móta sem kappinn fær að taka þátt í nú á nýju tímabili!
Endaði ef ég man rétt í 25 sæti fyrir ári, svo mótin verða eitthvað fleiri sem hann fær kepnisrétt á núna!
SVo er það reyndar orðum aukið kannski í fréttinni að hann hafi verið nánast komin út úr myndinni eftir skramban á 7. holu, skorið hans þá líklega það sem dugði fyrir síðustu menn (-3)
Annars hafði ég mjög góða tilfinningu strax snemma í morgun fyrir gengi Birgis Leifs og var bara viss um að hann kæmist í gegn, golfið vissulega ein sveiflukenndasta íþrótt sem til er og dyntóttasta, en hin jafna og góða spilamennska á hringjunum fimm á undan, gaf bara sterka vísbendingu um að spurningin væri meir hvar meðal hinna 30 efstu hann myndi lenda, en ekki hvort hann næði einu af 30 efstu sætunum!
STOLT er því sannarlega orð dagsins í samræmi við tilfinningar kappans í viðtalinu.
Allir íþróttaáhugamenn og fleiri út fyrir raðir þeirra geta sannarlega verið stoltir af þessum ágæta afreksmanni!
Fyrir hann er nú svo bara að taka helstu reynslupunktana með sér yfir á nýja tímabilið og reyna að nýta þá svo vel, að hann nái árangri til að halda sæti sínu áfram er því líkur næsta haust í þessari "Meistaradeild Evrópu" golfsins!
Hamingjuósk til birgis Leifs og allra hans vina og ættingja!
mbl.is Birgir: „Ég hef aldrei verið eins stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband