Hugljúf!

Einar Bragi Bragason - Skuggar.

Lög: 1. Móðir jörð. 2. Nú allt er svo hljótt. 3. Skuggar. 4. Saknaðarlag. 5.Kvöldljóð Andreu. 6. Vorkoma. 7. Tunglskinsnótt. 8. Litið um öxl. 9. Augnablik. 10. Glymur foss. 11. Á. B.E. 12. Örlagaþræðir.

Þegar ég heyrði fyrst af því fyrir nokkru, að skógabóndinn skeleggi og afburðahagyrðingurinn með meiru, Hákon Aðalsteinsson, hefði samþykkt að leyfa Einari Braga hinum margreynda saxafónleikara og fyrst og fremst "Stjórnarherra" (einn stofnandi Stjórnarinnar reyndar!) þá varð ég dálítið hissa, hélt nú að karlinn hefði lítin áhuga á að láta "poppa" kvæði sín og kviðlinga upp! Nema hvað, að svo fór ég nú að hugsa og þá ekki laust við með stríðnislegum hætti, að kannski hefði Hákon bara orði afbrýðisamur þarna fyrir tveimur eða þremur árum eða hvað það nú var, þegar heil plata með ljóðum eftir bróður hans, Ragnar INga, kom út og heil hljómsveit bara stofnuð í kringum það verkefni af engum öðrum en frænda þeirra bræðra, prakkaranum og ærslabelgnum með fjölmörgu fleiru, honum Haffa Helga! (sem reyndar tók upp á því eftir að hafa unnið samkeppni um afmælislag fyrir reykjavík, að nefna sig Bjarna Hafþór, svo að lengi vel vissu sambæingar hans hér í fagra höfuðstað norðursins, ekki hver sá maður væri!) En textar auðvitað áður birst á plötum hygg ég eftir höfðingjan í Húsum, svo hann hefur bara verið ánægður að finna frekari áhuga frá Einari Braga! Þann pilt hef ég nú í gegnum tíðina séð örugglega svona 1213 sinnum á sviði spila með hinum og þessum, einum og öðrum, manni og mönnum, með Stjórninni auðvitað, Sálinni, todmobile og fleirum! Í seinni tíð hefur hann hins vegar verið búsettur austur á Seyðisfirði, gengt þar stöðu skólastjóra tónlistarskólans m.a. Spilamennska þó aldrei lögð á hilluna og hefur m.a. í seinni tíð spilað með danshljómsveitinni Von. En semsagt, Einar fékk þessa hugmynd að klæða kvæði hans Konna í tónabúning og ég held bara eftir nokkra yfirlegu og hlustun, að "Saxanum" hafi tekist bara nokkuð vel upp þegar á heildina er litið! Heildarsvip plötunnar held ég að sé best lýst sem hugljúfum. Einar Bragi líkast til gert sér grein fyrir að ekki mætti fara hörðum höndum um þessar ljóðsmíðar Hákonar, þó vissulega sé á köflum smá rokkstígandi, t.a.m. í titillaginu, þar sem sópransöngkonan björt Sigfinns, syngur. Auk hennar syngja svo valin flokkur góðra söngkvenna flest hinna laganna, Alla Borgþórs, Sigga Beinteins,Erna Hrönn Ólafs og Alda sif Magnúsdóttir. Einnig syngja þrír herrar sitt lagið hver, Vilhjálmur Þ. Ólafsson, Steinar Gunnarsson og Helgi Georgsson.Ljóðið Örlagaþræði fer Hákon svo sjálfur með í lok plötunnar, að ógleymdu ósungnu lagi til minningar um látna dóttur! Einar Bragi spilar sjálfur auðvitað á Saxið auk þess að notast við hljóðsarp eða smala til strengjaframleiðslu m.a. Aðrir sem spila m.a. Jðón HHilmar gítarleikari, Jóhann Hjörleifs á trommum m.a. og áðurnefndur Helgi spilar auk söngs einnig á bassa og hljómborð m.a. Mér finnst hljómurinn á plötunni bara ansi fínn, sterkur og já býsna hreinn! Auðvitað hefði maður kannski vijað hafa öðruvísi hljóðfæraskipan í sumum laganna og útsetningar öðruvísi, en það er nú ekkert sem neitt pirrar eða skemmir svo fyrir. Fyrstu tvö lögin fóru strax einkar vel í mig, auk þess fimmta, þar sem laglínan er einkar hugljúf. Sjötta lagið sömuleiðis að vinna á og virðist að því mér skilst bara fara almennt vel í landann. SAknaðaróður Saxa til dótturinnar hornu er svo einkar smekklegt! Bara já alveg ágæt og settleg popptónlist með djass- og þjóðlagaívafi, eitthvað sem höfðar ekki hvað síst til fólks komið vel á fullorðinsár, er svo sömuleiis hlustar eftir textunum sem sungnir eru og þarf ekki að fjölyrða um hve góðir eru!

Bloggsíða Einars Braga:
http://saxi.blog.is/blog/saxi/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Maggi fínasta skífa, þó er ég ekki  hlynntur því að menn noti hljóðsarp eða smala við tónlistarframleiðslu en að öðru leiti notaleg plata.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 18:09

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það Bubbi góður!

Já, þessi plata hans Saxa fór mun betur í mig en ég átti von á fyrirfram!

Jamm, þetta er víst ekki óumdeilt að nota tæknina svo mjög til að skapa jafnvel heilu sinfóníuhljómsveitirnar, skiptar soðanir á þessu, en mér finnst það ekki skipta svo miklu he´rna, lögin mörg hver mjög fín og kvæðin hans Hákonar auðvitað afbragð!

Kom reyndar ekki fram í greininni, en ég á flestar ef ekki allar bækurnar hans auk bókarinnar sem Sigurdór Sigurdórsson skrifaði um hann!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.11.2007 kl. 19:18

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jamm, huggulegasta huggeríismúzzíg hjá Blásmann þarna & tilbreytíng líka í því fólkin að maður hlusti eftir textasmíðunum, frekar en að leiða þær vandræðalega hjá sér.

Steingrímur Helgason, 17.11.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, þetta er allt á "Hallelújíanótunum" hérna, þó rétt sé nú að halda því til haga, að ýmsir tónlistarmenn geta nú alveg samið fína texta og hafa gert, t.d. Stebbi Hilmars, björn Jörundur og Villi Naglbítur, þó þessir kappar hafi ekki endilega farið eftir bragreglum. Fleiri mætti nefna, Andreu Gylfa til dæmis, fín í orðaleikstextum stundum.

Og svo auðvitað má ekki Skerjafjarðarskáldinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.11.2007 kl. 22:38

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég þakka hólið......

Einar Bragi Bragason., 19.11.2007 kl. 01:07

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sömuleiðis Saxi fyrir innlitið!

Og þú nú "komin til Byggða" heyrist mér á heimaslóðum!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.11.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband