Ætla menn áfram að berja höfðinu við steininn?

Að undanförnu hef ég lagt mig fram í umræðu í bloggheimum gegn frumvarpinu um lögleiðingu á sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum.
Bent á fjölmörg rök sem beinast gegn slíkri breytingu og reynt til hins ítrasta að leiða hinum ýmsu fylgjendum fyrir sjónir, að í raun og sannleik eru engir hafsmunir fyrir viðkomandi í húfi, heldur þvert á móti sé hætta á verra ástandi á allan hátt í áfengismálum landsins og þykir þó alveg nóg um!
Þessar tölur koma nú ekki beinlinis á óvart er til dæmis kom í ljós árið 2004, að bjórneyslan ein og sér hafði áratugin á undan aukist úr 30 lítrum á hvern landsmann að meðaltali í hvorki meirra né minna en 67, sem manni fannst að hlyti að slá nærri heimsmeti!?
Þessi neysla og heildarneyslan þá var þó ekki nema á ssvipuðu róli og hjá Svíum (sem merkilegt nokk hafa verið strangir í þessum málum eins og við!) og Norðmönnum, en langtlangt á eftir neyslu Dana og Finna, sem í "frelsinu" hafa drukkið meir en tvöfalt ef ekki hátt í þrefalt meir að meðaltali!
En með þessa nýju staðreynd á borðinu, hvergi hafi neyslan aukist eins mikið og hér sl. 25 ár, hvað hyggjast ýmsir fulltrúar á hinu háa alþingi gera?
Halda áfram að berja hausnum við steininn, að það sé bara og það -afþvíbara- nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta keypt léttvín og bjór sem nemur allt að 22% styrkleika í matvörubúðum!?
Langar þessu fólki kannski endilega að sjá töluna 100% aukningu á neyslunni, er tölur verða kannski birtar næst 2122 eða eitthvað, eftir að þessi stórhættulega breyting hefur verið knúin í gegn og staðið í þessi ár?
Væri ekki nær að fara að skoða frekar hvort aðgengið sé ekki nú þegar of MIKIÐ, fræðslan sé e.t.v. ekki næg o.s.frv. um leið og að kannski starfsemi ÁTVR verði skoðuð og rannsóknir gerðar á hverju þar mætti breyta til batnaðar varðandi til dæmis þjónustuna úti á landi!

Meira hangir á spýtunni!

Það sem svo hefur ekki farið of hátt í þessari léttvíns og bjórs matvörubúðavæðingu nú, er að ef þessi breyting nær í gegn mun hún að öllum líkindum þýða endalok ÁTVR í núverandi mynd!
hlutfall sterkra vína hefur allt frá lögleiðingu bjórsins 1989, farið niður á við og er nú komin vel niður fyrir 10% af heildarneyslunni!
Það segir sig því sjálft að grundvöllur þeirra um 40 verslanna ÁTVR sem reknar eru víða út um land í dag, (flestar þó auðvitað á höfuðborgarsvæðinu!) brestur og varla verður möguleiki á rekstri nema kannski örfárra búða með einungis sterk vín í boði!
Og ætli blessðuð landsbyggðin myndi ekki helst gjalda fyrir það, þarf varla að ræða það frekar!
Og þá yrði lausnin að koma brennda víninu bara líka í matvörubúðirnar ekki satt sem menn nú segja af og frá!
Það læðist auðvitað að manni grunur um hreina hræsni ofan á allt annað í þessu mali öllu, en í ljósi sögunnar vill maður þó frekar kenna um ofurkappi við að halda í atkvæði sín, frekar en hinu.
En hversu oft hafa alþingismenn ekki einmitt orðið uppvísir af vondum og vanhugsuðum vinnubrögðum við lagasetningar, við slík og svipuð tækifæri, sem svo hefur síðar þurft að leiðrétta eða jafnvel hnekkja fyrir dómi!?
Öryrkja- og kvótalagasetning, að ekki sé nú minnst á eftirlaunafrumvarp og fjölmiðlalögin alræmdu, nægir vel og rúmlega það, til að skilja hvað við er átt!
Best væri að kasta þessu bara í ruslið sem fyrst og snúa sér þess í stað einhverju sem í raun og sann er þjóðinni til gagns og heilla!


mbl.is Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Svo þætti mér gaman að sjá hvort þyrfti ekki líka að "fela" þetta löglega fíkniefni eins og sígaretturnar.... en líklega yrði tvískinnungurinn algjör enn eina ferðina þegar kemur að áfengi vs. sígarettum. Áfengið er svo háheilagt að það mundi þykja hinn mesti tepruskapur að fela ÞAÐ.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 14.11.2007 kl. 19:06

2 identicon

Magnús Geir, Árni Helgason og Helgi Seljan:) hin heilaga þrenning..

Bubbi (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 20:22

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá J'onína Sólborg góð!

Og eitt einkenni þeirra sem ánetjast hafa víndrykkjunni, er að í þeim býr samt viss skömm og hræðsla, þannig að þeir reyna einmitt að fela bokkuna, svo "Engin fatti neitt" en átta sig oft ekki á að hefðunin og svo auðvitað lyktin leyna ekki því sem fram fer!

Annars finnst mér þetta vera enn eitt dæmið um hve þetta forræðishyggju- og helsistal, "banna fullornu fólki að ráða sér sjálft" er innihaldslítið þegar á reynir, engin haldbær rök í raun og veru sem standast skoðun!

Þessi annars pólitíska þræta um hlutverk ríkisins, hér að þetta sé betur komið í höndum einkaaðila/matvörukaupmanna, finnst mér bara að verða galin, óbeinar og eiginlega beinar auglýsingar hafa meira og minna verið látnar óáreittar,t.d. með því að framleiðendur hafa fengið að vera styrktaraðilar af ýmsu sjónvarpsefni,meira að segja íþróttaefni, sem mér finnst til háborinnar skammar auk "Snilldarinnar" að læða agnarlitlu "létt" merki inn á auglýsingar í sjónvarpi sem augljóslega eru að fjalla um sterkan bjór, en sem bara vill svo til, að líka er framleiddur líka sem léttöl undir sama nafni!

Væri ekki frekar nær að fara að skoða þennan pakka allan og þá annað hvort koma þessum málum í beinskeyttara og betra form, með lögum sem yrðu betur virt, eða bara á hinn vegin vera alveg heiarlegir, vera ekki með þetta meinfallaða frumvarp í vinsældaskyni, með öllum þeim göllum sem fylgja og gefa þetta bara allt frjálst!? Bara allt vín, auglýsingar löglegar og lækka áfengiskaupaaldurinn niður í 18 til samræmis við sjálfsforræðið, giftingaraldurinn o.s.frv.!?

Veit að það hljómar út í hött og sem mesta rugl sjálfsagt fyrir flesta, en mér fyndist það eiginlega meira heiðarlegra pólitískt séð, eins og malum er kkomið nú!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.11.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka hlý orð í minn garð sem stundum áður frá honum Bubba, Birni Jónssyni! Mikill heiður að vera nefndur í sömu mund og þessir herramenn, en ekki vegna þess gamli minn, að þeir voru (Árni Helgason er nú örugglega látin fyrir nokkru held ég, en biðst forláts ef það er rangt!) og eru bindindisfrömuðir, heldur vegna þess að hagmælska var báðum í blóð borin svo um munaði!

Bindindisfrömuður er ég hins vegar engin og hef aldrei í mínum skrifum nefnt einu orði, að BANNA ætti nokkrum manni að neyta áfengis eða nokkurs annars!

Myndi frekar vilja nefna mig svolítin "Skynsemisfrömuð" með þessu brölti, er að reyna með rökum að leiða fólki fyrir sjónir að nákvæmlega engin þörf er á að auka aðgengi að áfenginu og eins og málið er sett fram, er það óraunhægt og boðar stórhættu heim á enn meiri neyslu með tilheyrandi slæmum afleiðingum og gríðarkosnaði fyrir samfélagið!

Aðgengið þegar meir í stórum dráttum en nóg, sem og auglýsingin!

Og loks varðandi forræðishyggjuna "ógurlegu" sem í núverandi kerfi á að felast, þá geta menn alveg gleymt því ef þeir halda að þessi sölubreyting skipti einhverju máli í raun.

Það er nefnilega þannig, að meðan við ákveðum að búa í lýðræðisríki þar sem þrískipting valdsins gildir, verða alltaf sett einhver lög og reglur, sem menn á þessum forsendum sem þetta mál, geta aldrei annað kallað en forræðishyggju!

SVo er aftur annað mál, sem menn deila um í stjórnmalunum, milli flokka og jafnvel innan þeirra, hversu lítil eða mikil meinta forræðishyggjan á að ganga!

En hún verður alltaf já til!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.11.2007 kl. 21:21

5 identicon

Maggi minn þetta var ekkert illa meint, og eins og þú segir heiður að vera líkt við þessa sóma menn. Þú mátt nú eiga það að þú hefur fært helvíti góð rök fyrir þínu máli í þessari umræðu allri og ert ekkert að tala útí bláinn, annað en það sem hefur komið úr hinni áttinni, ég á nú ekkert sérlega auðvelt með að viðurkenna að þú ert nánast búinn að snúa mér í þessu máli og geri aðrir betur. Hafðu þökk fyrir.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 23:23

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eins og alltaf gamli félagi, hlý orð og góð frá þér eru vel þegin!

Tók þessu heldur ekkert ílla frekari en margri annari "hægverskri kerskni" þinni, en eins og þú drepur aðeins á og ég hef haldið fram, þá eru mótrökin oft heldur loftkennd og fólk ekki getað með almennilegum hætti staðið við þau þegar þess hefur verið krafist.

Ég hef bara lagt hausin í bleyti, reynt að kynna mér helstu staðreyndir t.d. um neysluna sl. áratugi og samanburð við norðurlöndin m.a. Eitt sem ég hef ekki nefnt, en veit að margir trúa ekki, er að á síðustu 5 árunum fyrir lögleiðingu bjórsins, hafði neyslan MINNKAÐ töluvert, en sprenging varð hins vegar sem kunnugt er þarna í vetrarbyrjun ´89!

Hvet þig bara Bubbi, af því þú hefur löngum verið fróðleiksfús, að lesa um þetta sjálfur, finna SÁA síðuna og hjá Lýðheilsustöð t.d.

En auðvitað þarf margt að laga, þessar tölur í fréttinni segja nú allt um það. En að fara svo nú að kynda bara betur undir? BILUN! Geri nú ekki kröfu um að ég snúi þér eitt eða neitt, en er ánægður að heyra þig taka mark á þessum staðreyndum, mjög ánægður, en yrði þó enn ánægðari m.a. í ljósi þessa, að þeir sem trúa að einhver "menning" hafi skapast eða hvað þá batnað? endurskoði þá dellu!

Nú getur auðvitað vel verið að fleiri hausar til dæmis, drekki bara eitt glas af hvít- eða rauðvíni með mat eða einn bjór tvisvar í viku, en þá eru líka fleiri eða færri þá eftir atvikum farnir að drekka meir oftar, VERR!

Haha, svona er hægt að halda endalaust áfram!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.11.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband