En hvað fær Björgúlfur í staðin?

Það er nú spurningin sem strax kemur upp í huga minn!?
Verður Landsbankinn í aukahlutverki eða bakgrunni í einverhju erkanna? Eða kannski Upton Park, heimavöllur fótboltaliðsins West Ham United, sem er í eigu björgúlfs, verði bara vettvangur einhvers glæpaleikrits skrifuðu af til dæmis Ævari Erni Jósepssyni?
Ég veit ekki, en þetta vekur óneitanlega athygli, að svona sé blásið sérstaklega í lúðra og um svo fastbundin samning við einn mann sé að ræða!
Nei, ætli verði ekki bara gerð almennileg fimm þátta sería um Haskipsmálið, þar sem ekkert verður dregið undan og óréttinum sem beitt var m.a. gegn björgúlfi þar sérstaklega gert hátt undir höfði!?
Mér litist bara vel á það og í raun og veru og í fullri alvöru, ætti kannski að vera löngu búið að gera slíka heimildarmynd og það án þess að ein króna kæmi frá björgúlfi eða Ragnari Kjartanssyni!
Hin hliðin á þessu er hins vegar sú, að spyrja má líka hvort svona samningur, langtímakostun á eyrnamerktu efni, sé ekki komin yfir strikið er varðar fjölmiðil í jú þrátt fyrir hlutafélagsvæðingu, eigu þjóðarinnar?
Nóg þykir þeim er standa í einkarekstrinum nú þegar um alla kostunina og auglýsingarnar hjá Sjónvarpinu, svo þeir eru áreiðanlega ekki mjög hýrir á brá með þetta gæti ég trúað!
Reyndar var svo fyrr á þessu ári ef ég man rétt, líka blásið í lúðra af svipuðu tilefni, en þá var það menntamálaráðherran sem var í sporum björgúlfs, að tilkynna samning ríkisins við RÚV og hann átti jú líka að tryggja fé til innlendrar dagskrárgerðar til einhvers lengri tíma!
Því finndist mér nú satt best að segja að hinir mörgu efnamenn landsins mættu nú alveg huga að Skjá einum og Stöð 2 núna, hafi þeir fleiri áhuga á að efla íslenska dagskrárgerð í fjölmiðlum!
ER mikill stuðningsmaður RÚv, en það eru og eiga að vera takmörk fyrir öllu!
mbl.is Björgólfur Guðmundsson leggur fram fé til framleiðslu sjónvarpmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég síðast flétti þá áttu nú Baugsgrísir stöð 2 og Bakkabræður Skjáinn...

glæsilegt framtak

Ólinn (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:35

2 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Mér finnst að þeir ættu að koma með almennilegt íslenskt raunveruleikasjónvarp fyrir þennan styrk. Svona íslenskt "The apprentice". Björgúlfur gæti krúnurakað sig og keypt sér ljóta hárkollu og tekið nokkra sjálfstæðisplebba upp á sína arma... mér detta nokkrir kandídatar í hug already

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 9.11.2007 kl. 15:37

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er nú sama Ól, á að vera takmörk fyrir því hverju menn ausa inn á RÚV fyrst það er enn í eigu landsmanna eða ríkisins.

Haha Jónína Sólborg, þú ert alltaf svo hress og skemmtileg, ekki síst þegar þú ert með herskáa tóninn!

EFast reyndar um að karlin vilji fá sér hárkollu, en hvaða plebba ertu með í huga og hvernig nánar skilgreinda raunveruleikaþætti haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband