21.9.2007 | 16:25
Kaldhæðnislegt, ekki satt!?
Já, finnst ykkur það ekki að minnsta kosti í aðra röndina?
Það hygg ég að fleiri en einn og fleiri en tveir Íslendingar hafi upplifað þegar þeir hafa skýrt frá því hvaðan þeir koma, að svarið til baka hafi verið í formi annarar spurningar "Er það í x-fylki?" eða í svipuðum dúr! Bandaríkjamenn hugsa nefnilega margir ekki lengra en út fyrir fylkið sem þeir búa í og ferðalag út úr því ku vera líkt og fyrir okkur að fara til útlanda!
En auðvitað vita þeir að heimurinn er stærri og sumir þeirra hafna jafnvel landi sínu er þeim finnst tilveru sinni og framtíð ógnað, eins og virðist hér vera á ferðinni!?
Og kannski er það ekki tilviljun að þetta fólk leitar til Finnlands, landið lenti minnir mig fyrir skömmu á toppnum yfir hagsælustu og bestu staðina til að búa á í heiminum, eða eitthvað í þá áttina!
Og þar lenti Ísland í öðru sæti, svo kannski koma Kanarnir hingað næst!?
Það hygg ég að fleiri en einn og fleiri en tveir Íslendingar hafi upplifað þegar þeir hafa skýrt frá því hvaðan þeir koma, að svarið til baka hafi verið í formi annarar spurningar "Er það í x-fylki?" eða í svipuðum dúr! Bandaríkjamenn hugsa nefnilega margir ekki lengra en út fyrir fylkið sem þeir búa í og ferðalag út úr því ku vera líkt og fyrir okkur að fara til útlanda!
En auðvitað vita þeir að heimurinn er stærri og sumir þeirra hafna jafnvel landi sínu er þeim finnst tilveru sinni og framtíð ógnað, eins og virðist hér vera á ferðinni!?
Og kannski er það ekki tilviljun að þetta fólk leitar til Finnlands, landið lenti minnir mig fyrir skömmu á toppnum yfir hagsælustu og bestu staðina til að búa á í heiminum, eða eitthvað í þá áttina!
Og þar lenti Ísland í öðru sæti, svo kannski koma Kanarnir hingað næst!?
Bandarísk fjölskylda óskar eftir pólitísku hæli í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get ekki sagt að ég hafi nokkurn tíma hlotið nefnd viðbrögð og þó hef ég búið í BNA í 13 ár. Langalgengast er: "Wow! That's cool!"
Annars held ég að Evrópubúar (þ.m.t. Íslendingar) séu ekki mikið betur að sér í bandarískri landafræði, en Bandaríkjamenn í evrópskri. Hvað ætli margir Íslendingar gætu bent nokkurn veginn á hvar stærsta Columbus-borg í Bandaríkjunum er, ef þeir fengju tómt kort með útlínum allra ríkjanna? Það búa nú 1,5-2 milljónir manns hérna. Eða hvað ætli margir gætu svarað því hver er höfuðborg Vermont-ríkis? Eða hvaða ríki er best þekkt fyrir kartöflurækt?
Kristján Magnús Arason, 21.9.2007 kl. 18:27
Tja er ekki Írland það ríki sem er mest þekkt sem kartöfluræktandi ?
Gunnar (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 19:06
Blessaður Maggi. Samkvæmt því sem ég lærði í skóla eru engin fylki í Bandaríkjunum, þar eru ríki enda heitir þetta svæði Bandaríkin en ekki Bandafylkin
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 19:24
Ágæti Kristján, takk fyrir innlitið.
Fínt að þú hafir ekki fengið þessi viðbrögð, en það hafa bara aðrir, bæði sem ég þekki og fleiri tjáð sig um í mín eyru! Þú þarft ekkert að vera viðkvæmur fyrir hönd Ameríkana, þetta er alkunn staðreynd að þeir þekkja margir ekki mikið í Landafræði en sem nemur þeirra eigin.Og hér var ég ekkert að meina nein smáatriði eins og þú ert að tíunda. HIns vegar misskilur Gunnar sem he´rna tjáir sig líka, hlutina aðeins eða er að spauga, þú varst að spyrja um helsta framleiðsluríkið í Bandaríkjunum.
Heill og sæll bubbi, gaman og gott að vita þig lífs og við sama heygarðshornið sem stundum fyrr!
Reyndi að heilsa upp á þig fyrr í sumar, sendi þér til dæmis póst minnir mig, en ekkert kom til baka við því.
Þú hefur væntanlega haft það gott og ert kannski bara á leið með fleirum á Rush og Dream theatertónleika í London?
Magnús Geir Guðmundsson, 21.9.2007 kl. 20:42
Það var reyndar Noregur sem lenti í efsta sæti yfir helstu velmegunarþjóðirnar. Finnar lentu í 9 á svipuðum slóðum og Kanaveldið!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.9.2007 kl. 20:45
Vel valið þvi ef þessi fjölsk hefði leitað til islands þá hefðu islensk stjórnvöld sent þau til baka
vidir kristjasson (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 21:25
Ein leiðinlegasta setning sem ég þekki er: "Það er alkunn staðreynd...." Alltaf þegar ég sé þessa setningu þá grunar mig að viðkomandi viti minna en hann vill vera láta og sé að reyna að drepa önnur viðhorf. Hvernig væri að segja "Margar rannsóknir sýna" Ég verð að segja að í ferðum mínum til BNA sem eru ekki fáar þá eru oftast sömu viðbrögð þegar ég segist vera frá Íslandi að það sé áhugavert og flestir minnast á að Ísland sé rangnefni og Ísland sé grænt og Grænland hvítt og hvort víkingarnir hafi verið að reyna að villa fyrir óvinum sínum. Ástæðan fyrir því að það eru fáir flóttamenn frá BNA er einföld. Ef þér líkar þar ekki þá flytur þú í burtu, það er þín eigin ákvörðun rétt eins og Íslendingar flytja til Svíþjóðar, Englands eða Eystrasaltslanda. Ef þetta eru hermenn þá skil ég málið þar sem þau eru samningsbundin til að sinna herþjónustu hvar sem þeirra er þörf en jafnvel í því tilviki geta þau farið fram á að vera conscientious objectors og sjá hvort það sé samþykkt.
Anton (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 02:59
Þér ferst ágæti Anton, að fara að segja öðrum til hvernig þeir eiga að haga orðum sínum!
Reyndar í góðu lagi min vegna að þú takir ekki mark á fólki sem notar þetta orðalag, en þú ættir sjálfur að íhuga hvort margir taki mark á þér sem getur ekki sett nokkrar setningar á blað, án þess að sletta ensku!?
Síðasta dæmið um ameríkana sem brást við í þessum dúr, sá ég á bloggsíðu útvarpmannsins Ragga Palla, sem nú er einmitt búsettur í Bandaríkjunum. Færsla frá 7.9. farðu nú þangað ágæti Anton og kíktu!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.9.2007 kl. 16:44
Ágæti Magnús
Þú ert eflaust vel lesinn, umburðarlyndur og víðsýnn en svör þín við mínum athugasemdum og þeim frá Kristjáni að ekki sé allt einsleitt hvað varðar landafræðiþekkingu Bandaríkjamanna mættu vera gestrisnari. Ekki var tilgangurinn að gera lítið úr þér á nokkurn hátt. Ég þakka fyrir að hafa fengið að setja athugasemd á þína bloggsíðu. Mér finnst bara alhæfingar alltaf leiðinlegar og engum til sóma. "Conscientious objector" er ákveðinn staðall sem hermenn geta sótt um í Bandaríkjunum og sloppið við að bera vopn og þýðist illa yfir á íslensku. Mér þætti vænt um ef þú gætir hjálpað mér að snúa því yfir á okkar ástkæra ylhýra svo vel að það viðhaldi sinni merkingu og þeir sem slysast til að lesa þessa athugasemd mína skilji hvað ég á við. Að lokum, hef ég fundið "heimska" (í upprunalegri merkingu þess orðs) einstaklinga í BNA? Vissulega, sem og í öðrum löndum. Oftast nær finnur maður það sem maður vill finna og getur þá litið fram hjá öðru ef það hentar manni. Að lokum, þá er það alveg rétt hjá þér að tala um fylki í BNA, það er íslensk málvenja.
Anton (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 22:02
Anton!
Öllu rólegri tónn hjá þér nú og er það vel. En ég get nú samt ekki samþykkt að mig hafi skort gestrisni við ykkar beggja innlit, þvert á móti þakkaði ég honum fyrir innlitið, en taldi hann vera viðkvæman að óþörfu fyrir hönd Bandaríkjamanna. Og ef þú lest þetta aftur bæði það stendur í pistlinum og hitt um "alkunnu staðreyndinni" þá sérðu að ég segi margir, sem eru þá væntanlega ekki allir eða hvað!? Og sagði líka í pistlinum, að þeir vissu auðvitað þrátt fyrir hitt að heimurinn væri auðvitað stærri, en þeir, og aftur segi ég margir, hugsa bara ekkert lengra en kannski til næsta sumardvalarstaðar hvað landafræðina áhærir! og þetta leyfi ég mér alveg að setja fram sem alkunna staðreynd! En hvers vegna ég leyfi mér það og tel mig þar aðleiðandi vita, það er bara annar handleggur og ekki til opinberrar umræðu hér!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.9.2007 kl. 23:24
Þarna þekki ég hinn dæmigerða Magnús Geir, í þrætu og getur ekki unnt öðrum að hafa rétt fyrir sér.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 10:54
VArstu að segja eitthvað Bubbi minn?Já, þú varst að fetta fingur út í fylki. Einhver hérna að ofan er ekki sammála þér!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.9.2007 kl. 15:35
Það er í góðu lagi, betra að hafa rangt fyrir sér og vera hamingjusamur.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 16:21
Guð lætur gott af vita! Ágætt að heyra að þú sért hamingjusamur, en eitthvað ertu samt neikvæður í allri hamingjunni!?
Magnús Geir Guðmundsson, 23.9.2007 kl. 17:55
Ég var í eitt ár í BNA og það verður að segjast eins og er að landafræðikunnátta þeirra var almennt afskaplega bágborin, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.
En þetta voru líka almennt vænstu skinn. Og mjög vingjarnleg.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.9.2007 kl. 19:12
Hallóhalló göfuga Helga Guðrún!
Tek nú alveg undir það, hef ekkert nema gott um eigin samskipti við Kana að segja, byrjaði til dæmis fyrir um 20 árum að flytja inn þaðan plötur og fleira, örugglega yfir 90% ekkert nema gott um þau viðskipti að segja, sömuleiðis sem viðkynning í návígi hefur reynst hin besta, svo lengi sem trú og pólitík hefur verið haldið utan við!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.9.2007 kl. 20:49
Þér hefur þá tekist að "plata" þá.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.9.2007 kl. 23:22
Hvaða, hvaða. Maður fer bara í frí yfir helgi og þá fer allt í háaloft!
Kæri Magnús. Ég hef ekkert við viðbrögð þín að athuga. Það er sjálfsagt breytilegt eftir svæðum hvernig Bandaríkjamenn bregðast við því að hitta Íslending. Ég set ekkert út á staðhæfingu þína að Bandaríkjamenn séu almennt tiltölulega fáfróðir um landafræði Evrópu (eða annarra heimshluta). Ég tel að ástæða þess sé að hluta til að Bandaríkin eru svo stór og fjölbreytileg að það er af nógu að taka að læra um það allt saman. Það sem ég var að reyna að benda á var að Íslendingar (og Evrópubúar) eru almennt fáfróðir um landafræði Bandaríkjanna, þannig að þetta á kannski við í báðar áttir.
Hins vegar spilar kannski einhver hroki inn í þetta líka. Ég deili ekki um það að sumir Bandaríkjamenn koma fyrir sem nokkuð hrokafullir. Allt er best og stærst í Bandaríkjunum! En þar sem ég bý verð ég ekki svo mikið var við þennan hugsanagang og að mestu leyti er þetta bara indælasta fólk, að mörgu leyti indælla og vinsamlegra en margir Íslendingar.
Kristján Magnús Arason, 24.9.2007 kl. 13:19
Ætla bara að bæta smávegis við hérna.
Ég veit nú ekki hvort þessar landafræðispurningar sem ég setti fram hafi verið um einhver smáatriði. Jú, margir Bandaríkjamenn myndu eiga í erfiðleikum með að nefna höfuðborg Vermont-ríkis, en konan mín (bandarísk) gat það þó þegar ég spurði hana. Það held ég að mun fleiri Íslendingar (miðað við höfðatölu a.m.k.) en Bandaríkjamenn gætu nefnt höfuðborg Albaníu. Eða bent á nokkurn veginn hvar einhver útvalin tveggja milljóna borg í Evrópu er staðsett.
Ég tala alltaf um ríki hérna en sé ekkert athugavert að tala um fylki. Merkingin er alveg augljós hvort eð er.
Svo fannst mér þetta engin sletta hjá Antoni. Hann setti orðin í gæsalappir þannig að ljóst mátti vera að um erlend orð var að ræða. Verra þykir mér þegar fólk reynir að íslenska erlendu orðin og fallbeygja þau.
Kristján Magnús Arason, 24.9.2007 kl. 13:36
Sæll aftur Kristján með þetta líka fallega millinafn Magnús!
Þakka þér aftur fyrir innlitið.
Ég misskildi þig nú ekki, en fannst þú aðeins á móti misskilja þá kaldhæðni sem ég var með. VAr ekki þar með með þessu að fullyrða neitt um visku Evrópubúa á móti, en þegar ég las þetta fréttakorn kom upp púkinn í mér auk þess sem ég hef bara þessa reynslu af viðbrögðum þeirra er Ísland hefur borið á góma og hef heyrt marga segja svipaða sögu! Þetta snérist bara um þessa einu landfræðilegu staðreynd um hvar og þá eiginlega hvað Ísland væri, þess vegna fanst mér þú helst til viðkvæmur fyrir hönd Kana og þegar ég sagði smáatriði, átti ég ekki við að það væri lítilvægt að vita um hvar kartöfluframleiðsa væri mest, heldur að um flóknari hluti og augljóslega erfiðari vitneskju að þekkja væri að ræða!Já, Þjóðernislegur hroki, sem færist svo niður á við til einstakra fylkja (nú eða ríkja ef Bubba gamla félaga mínum, sem lá mikið á hjarta um það hér ofar í athugasendunum) er alveg til í dæminu hvað þetta varðar, þú þekkir áreiðanlega slíkar sögur um til dæmis Texasbúa hvað "stærst og best" varðar!?
En varðandi slettur eða ekki, þá eiga menn að mínum dómi frekar að reyna að útskýra hlutina almennt frekar en að kasta enskunni fram, engin réttlæting á því finnst mér þótt viðkomandi geti ekki þýtt hugsun sína beint!
Annars eruð þið Anton og aðrir sem hingað kíkja inn, velkomnir aftur, en öllum sem það gera svara ég líka með þeim hætti sem mér finnst hæfa!
Helga Guðrún mín!
Plataði þá nú ekkert svo mjög, enda gekk alveg þokkalega í þessum innflutningsbrölti mínu! En til gamans, þá græddi ég einu sinni heila ársútgáfu hjá einni Blúsútgáfunni (að vísu ekki stórri) Fékk upphaflega kolranga sendingu frá henni, sem smá bras var svo að endursenda, þannig að í sárabætur fékk ég rétta pöntun og allt annað útgefið það árið til baka!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.9.2007 kl. 17:24
Get alveg tekið undir það, að þegar menn taka upp ensk orð hrá í seinni tíð og reyna að aðlaga þau íslenskunni, hljómar það oftar en ekki ílla. Eldri tilraunir sem svo hafa slípast og aðlagast malinu eru þó fyrir hendi, t.d. ýmis staðarnöfn og borgarheiti, Kaupmannahöfn og Hróarskelda í Danaveldi.
Og svo bara bestu kveðjur til þinnar bráðskörpu eiginkonu!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.9.2007 kl. 17:35
Ég ætlaði nú ekkert endilega að verja Bandaríkjamenn, en tók það ekki sérstaklega fram, þannig að þetta kom svona út hjá mér.
Jú, jú, ég hef heyrt sögur um Texas-búa. Einn slíkur sagði mér að það væri talsvert af fólki í Texas sem sárnaði enn að Bandaríkin hefðu eignast Alaska, því þá var Texas ekki lengur stærsta ríkið.
Þakka fyrir kurteisleg samskipti Magnús. Þú átt áreiðanlega eftir að heyra frá mér síðar.
Kristján Magnús Arason, 24.9.2007 kl. 18:09
Þakka þér sömuleiðis Kristján Magnús!
ERt að sjálfsögðu velkomin og ætla svo sjálfur að skoða þitt svæði áður en dagur er allur!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.9.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.