Þróttur og þessi tvö fara upp!

Fjölnir missti þarna af möguleika á að gulltryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni, en þótt þetta stórtap hafi átt sér stað, hygg ég að Ása hans Arnars Guðlaugs sómamanns og lærisveinum hans, takist að stíga lokaskrefið bara í næstu umferð!
Grindvíkingar hafa verið nokkuð sveiflukenndir í síðustu umferðum, en sönnuðu þarna held ég að þeir hafa á að skipa besta liðinu í deildinni, hvort þeir svo sanna það endanlega í lok móts eða ekki!?
mbl.is Grindavík á toppinn í 1. deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn eru tvær umferðir eftir.. hef trú á því að það verði úrslitaleikur í Eyjum 28 sept.. milli ÍBV og Fjölnis um hvort liðið fari upp um deild...... og vona ég svo sannarlega að það verði mitt lið

Eyjasnót (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fallegt að kalla sig Eyjasnót, en samt engin ástæða til að fela sig!

EF þetta á að ganga eftir verða Fjölnismenn að tapa í næstu umferð og Eyjamenn að vinna, þá fyrst verður möguleiki hjá þínum mönnum!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 20:19

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Fjölnir gerir jafntefli við Þór og við Eyjamenn vinnum þrótt og Fjölni og ÍBV fer upp

Gísli Foster Hjartarson, 19.9.2007 kl. 20:23

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltaf gott að vera bjartsýnn með góða von í brjósti Gísli, en sem hlutlausum áhorfenda á þessa annars fjörugu toppbaráttu held ég að Eyjamenn verði að bíða allavega eitt ár enn!En í fótboltanum og mörgum öðrum íþróttum hefur það þó margsinnis sýnt sig, að ekkert er ómögulegt!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 20:40

5 identicon

Ekkert er ómögulegt en í fyrsta skipti í sumar er komin pressa á Fjölni og þeir hafa ekki allt að vinna.  Áhrifin virðast góð.  2-5 tap og skjálfandi hné.  Ef ekki verður annar dómaraskandall í Grafarvoginum(eins og síðustu helgi gegn Þrótti) um helgina gæti Þór krækt í stig.  Vonum það besta, áfram ÍBV !

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 21:29

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mínir menn hér fyrir norðan munu auðvitað ekkert gefa eftir, en að ég hygg nokkuð lausir við falldraugin, hygg ég líka að keppnisskapið verði ekki mikið ef þeir til dæmis lenda snemma undir!svo þykir okkur vænt um hann Ása, meginhluta síns ágæta ferils var hann leikmaður Þórs, en Eyjamenn góðir, farið samt ekki að smíða neinar samsæriskenningar!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband