Hillary er skásti kosturinn!

Fyrirfram og frá sjónarhóli heimsins, trúi ég því að Hillary yrði skásti kosturinn sem næsti forseti Bandaríkjanna, auk þess sem blað yrði brotið í sögu heimsveldisins, kona yrði í fyrsta skiptið forseti!
Það er auðvelt að hrífast af henni, hefur mikla persónutöfra, eins og eiginmaðurinn fór nú langt á auk þess að hafa mikla andlega burði að því er virðist!
En þótt margt myndi eflaust breytast og þá vonandi flest til batnaðar, samband Bandaríkjanna til dæmis batna gagnvart öðrum ríkjum svo friðvænlegrar að vonum myndi horfa, þá er samt ekki ástæða til að hefja frúna alfarið til skýjana sem nýr Frelsari í kvennlíki væri!
Sú staðreynd að Hillary er með sitt höfuðvígi í New York, þar sem hún er Öldungadeildarþingmaður og þar sem gyðingar standa hvað sterkast í landinu, gefur ekki endilega ástæðu til bjartsýni hvað varðar að því er virðist eilífðarósóman er viðgengst í Palestínu!
Og ef mál reyndar þróast svo, að Duuliani verði hennar andstæðingur í forsetakosningum (að því gefnu auðvitað eins og ég hef lagt út af hingað til, að hún sigri í forvali Demokrata) er alveg gefið að hún þurfi að hafa sig alla við og stíga varlega til jarðar í öllu er varðar deilur Ísrael og Palestínu, hann jú fyrrum gríðarlega vinsæll borgarstjóri í New York!
En fyrirfram semsagt er það heillandi tilhugsun að frú Hillary nái takmarkinu stóra, örugglega bera margir til hennar von í brjósti um friðsamari og betri Bandaríki ef hún yrði kosin forseti!
mbl.is Clinton og Giuliani njóta enn mests stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er ekkert bandarískt forsetaefni líklegt til afreka í málefnum Ísraels og Palestínu, alla vega ekkert af þeim sem eru líkleg. Ég hef enga sérstaka trú á Hillary í þeim efnum, en í mörgum öðrum málaflokkum er hún efnileg og ég vona innilega að Bandaríkjamenn hafi vit á því að kjósa hana sem forseta.

Svala Jónsdóttir, 19.9.2007 kl. 15:10

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þá meina ég auðvitað "ekkert af þeim sem eru líkleg" til að hljóta útnefningu.

Svala Jónsdóttir, 19.9.2007 kl. 15:10

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl SVala og kærar þakkir fyrir að kíkja inn!

Þú endurómar já nokkurn vegin það sem ég var að hugsa með þessum línum, ekki tilviljun að ég setti "Skásti kosturinn" í fyrirsögnina, hef hlustað það oft á hana til að vita, að hún líkt og fleiri ameriskir stjórnmálamenn, draga mjög taum Ísraels, svo já, í þeim efnum getum við víst ekki annað en vonað það besta, að jafnvel á þessum yfirgengilega önurleika sem í Palestínu hefur viðgengst, geti einn góðan veðurdag fundist lausn á!Í þeirri gæti svo aftur legið lykillinn að alsherjarlausn á allri geðveikinni sem nú er uppi milli að minnsta kosti í orði, mismunandi trúarsamfélaga!

Nær hversdagslöngunum manns sjálfs, er svo bara að ef frú Hillary yrði valin, þá yrði sömuleiðis meir aðlaðandi vonandi og freistandi að heimsæ´kja gnægtalandið Ameríku! Geta skellt sér til dæmis á lokkandi flugtilboð þangað sem bjóðast núna á 40000 kall, skella sér í nokkra daga í búðir (plötubúðir einkum og sér í lagi auðvitað haha!) fara kannski á tónleika eða eitthvað slíkt, en hugur stendur takmarkað til þess, þegar ástandið er eins og það er núna, þú þarft nánast að láta þitt "Innra Sjálf" af hendi til að komast inn í landið!?

En burtséð frá vonum og væntingum, þá er ég bara mjög áhugasamur og forvitin að sjá Hillary ná alla leið, auk þess sem auðvitað það yrðu svo mikil tímamót!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 16:35

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Líst þér bara ekkert á frúna, félagi Hlynur, eða viltu kannski bara fá "Lögfræðingsleikaralarfinn" þarna í boston Legal, eða hvað þetta heitir, svona nýjan RR?

En það væri nú eftir öðru ef hann yrði ofan á! (í kosningunum, ekki Hillary!)

Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband