Hinn flotti Óður Soundspell!

Soundspell - An Ode To The Umbrella.

Alexsander Briem - Söngur.
Áskell Harðarsson - Bassi.
Sigurður Ásgeir Árnason - Pianó.
Jón Gunnar ÓLafsson - Gítar.
Bernharð Þórsson - Trommur.

Það teljast reyndar ekki mikil tíðindi núorðið, að 17 til 18 ára strákar gefi út plötu, tæknin og útgáfan sem slík orðin það auðveld og um margt ódýr.
En þær plötur eru hins vegar ekki alltaf mjög þroskaðar og bera unggæðinu oftar en ekki vitni og svo sem ekkert nema gott um það að segja.
En í tilfelli strákanna fimm í Soundspell og fyrstu plötunnar þeirra, An Ode to The Umbrella, gegnir dálítið öðru máli.
þeir eiga sér þó ekki nema rúmlega árs tilveru að baki sem alvörusveit, en í mai 2006 sigruðu þeir í hljómsveitarkeppni sem Samfylgingin stóð að.
En halda mætti að miklu lengri tími og reynsla byggi semsagt að baki, platan nefnilega furðu þroskað og heilsteypt verk hjá þessum strákum, sem dags daglega eru annars mennta- og framhaldsskólanemar!
Framsækið en jafnframt dreymandi popprokk, sem getur í senn eða sitt á hvað, minnt á Sigurrós, Cold Play eða margt annað í bresku popprokki, er lýsingin sem í grófum dráttum er hægt að gefa tónlistinni, þar sem annars vegar bjartur og fallegur söngur Alexsanders og nettur og stílhreinn pianóleikur Sigurðar, eru að mestu meginlínurnar.
Um áhrif frá nefndum sveitum og fleiri er já óneitanlega að ræða finnst mér, en þó alls ekki um neinar beinar stælingar að ræða.
Og ég er bara býsna heillaður af mörgu þarna,en samtals geymir platan tíu lög.
Þó ekki mjög sanngjarnt að fara að gera mikið upp á milli laganna, en fyrstu tvö lögin heilla mig mest þessa stundina, Her Favourite Colour Is Blue og Pound, en það síðarnefnda er einna rokkaðast af lögum plötunnar.
Ég segi bara að strákarnir eigi alla athygli skilið og þá jákvæðu dóma sem þeir hafa fengið hingað til séu vel verðskuldaðir. Vonandi tekur landinn svo vel við sér og kaupir plötuna!
Útgáfutónleikar í kvöld!
Formleg útgáfa An Ode to The Umbrella, var nú um síðustu mánaðarmót, og hafa strákarnir aðeins verið að spila í framhaldskólunum að undanförnu til að kynna gripinn. Nú í kvöld verður hins vegar blásið til formlegra útgáfutónleika og verða þeir í gamla Austurbæjarbiói, sem nú kallast Austurbær!
Hefjast þeir kl. 21.00 og þar eiga allir bara að mæta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú ert ánægður með plötuna, Magnús minn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 19:15

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki hafa frekari orð á því, stolti faðir!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.9.2007 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband