FjölnisogFimleikafélagshringavitleysan!

Ég verð nú hvorki oft orðlaus, né yfir mig hissa þótt ýmis vitleysan eigi sér stað og hinir og þessir geri sig jafnvel af fíflum.
En út af þessum "leik" sem farin er að stað í kjölfarið á öðrum og eðlilegri leik, sem lauk þó með öðrum hætti en marga grunaði, er mér næstum öllum lokið og er bara hálfhneykslaður!
Það er alveg með ólíkindum hvernig menn hafa brugðist við þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Fjölnir vann Fylki í undanúrslitum karlabikarsins og mæta þar með FH í úrslitaleiknum, en í röðum Fjölnis eru allavega þrír leikmenn í láni frá Fh!
Í lánssamningunum er skýrt tekið fram sem kunnugt er og margtuggið, að ef sú staða kæmi upp að liðin mættust, þá mættu þessir lánsmenn EKKI leika!
En Hvað hafa menn svo verið að tala um alla vikuna? Jú, hvernig hvort og hvenær ákvörðun verður tekin um að það sem stendur skýrt á blaði sé í raun eitthvað sem er að marka!?
til hvers í dauðanum setja menn slíkt í lánssamning, nema vegna þess að þótt ólíklegt sé, þá geti það gerst, eða hvað?
Og það hefur einmitt GERST, FH OG FJÖLNIR LEIKA TIL ÚRSLITA Í BIKARKEPPNI KSÍ!
Voru menn að setja þetta inn "Afþvíbarakannski", en svoekkertaðmarkaeftilkæmi?
Það mætti satt best að segja halda það eftir alla vitleysuna síðustu daga og blaður um það fram og til baka, hvort ekki verði fundað um "málið" hvort FH tæki ákvörðun fyrir helgi eða síðar af því þeir vildu sjá hvernig gengi að landa meistaratitlinum fjórða árið í röð og ég veit ekki bara hvað og hvað!
Ég spyr nú bara, sjá menn í alvöru ekki hvað þetta er heimskuleg umræða?
Í ofanálag eru svo formenn knattspyrnudeildanna dregnir í sjónvarpsviðtal, þar sem þeir sitja bara afskaplega vandræðalegir og geta fátt sagt annað en hvorkinéogkannskisé!

Hvurslags heimsinsheimskastaruglumræða er þetta eiginlega!?
Það virðast bara vera einhver álög á íslenskri knattspyrnu þessi misserin, að hvert ruglið á fætur öðru þurfi að koma upp!
Hringavitleysan sl. sumar með úrslitaleikinn milli Þórs/Ka og Ír um laust sæti í efstu deild og dæmalausa delluniðurstaðan í því máli er eitt, svo allur hneykslisfarsinn í sumar með Skagann og Keflavík og svo þetta til að kóróna allt saman!
Sjá menn í alvöru ekki hvað þetta er vitlaust, að tveir þrír eða jafnvel fleiri lánsmenn, spili gegn sínu eiginlega liði og það sjálfan úrslitaleik í bikarkeppninni?
´g spyr já bara enn og aftur, gjörsamlega gáttaður á þessu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband