Fúsk og fégræðgi í byggingabransanum!

Ég varð satt best að segja alveg fokvondur yfir fréttatímanum á RÚV í kvöld og það ekki af ástæðulausu!
Annan daginn í röð var fréttaskýring um vægast sagt slæglega byggingastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu, sem æ fleiri sárasaklausir húkaupendur hafa orði fyrir barðinu á að undanförnu!
Í óðakapphlaupinu að byggja sem mest, sem hraðast og græða þar að leiðandi sem mest og hraðast, hafa fúsk og frágangsmistök orðið algengari og valdið húskaupendum ómældum óþægindum!
SEm slíkt eitt út af fyrir sig, hefði þessi frétt ekki angrað mig meir en margt miður gott í fréttum dagsins, nema hvað að fregnin í kvöld af fjölskyldu í Faxahvarfi í Kópavogi, snart mig persónulega, fimm manna fjölskyldan sem ítrekað hefur orðið fyrir leka vegna fúsks í frágangi verktakans á húsþakinu, er mér skyld!
Hákon snillingur Hrafn, sem þarna kom fram að sinni venjulegu röggsemi og útskýrði málið vel um leið og að segja frá dónaskap byggingaaðilans ofan í kaupið, er eiginmaður elstu bróðurdóttur minnar, Þórhöllu, auk þess að hafa verið góður félagi minn og vinur í lífsins rokk og róli! Fram kom hjá honum, að mikill tími og ómældur kosnaður væri fallin á þau út af þessu og fátt virtist eftir, kom sömuleiðis fram í fréttinni, en að stefna fúskurunum fyrir dóm! Þar væru þeir reyndar ekki ókunnir, hefðu nýlega fengið á sig dóm um skaðabætur af svipuðu tilefni!
Ég vona nú að þau þurfi ekki að fara alla þá leið, að viðunandi lausn fáist áður, en svona sjáum við birtast skuggahliðar þess hvað það getur kostað þegar framkvæmdagleiðin ber menn ofurliði og fégræðgin og flýtirinn er orðin alls ráðandi í þenslunni, þá kemur það niður á barnafólki,sem síst á skilið að lenda í slíkum hremningum né má við slíkum áföllum fjárhagslega!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Í þenslunni síðustu ár,  vegna Kárahnjúka og þess háttar,  hefur eftirspurn orðið meiri eftir iðnaðarmönnum en framboð.  Ótal fúskarar (ófaglærðir) hafa séð sér leik á borði og fyllt upp í eftirspurn.  Einnig hafa faglærðir ráðið til sín ófaglærða.  Þannig er það til að mynda með þakskiptin á raðhúslengju Hebba Guðmunds,  poppara.  Smiðurinn sem tók verkið að sér kemur ekki nálægt framkvæmdum.  Hann lætur tvo óvana unglingspilta vinna verkið.  Þeir föttuðu ekki einu sinni að járnbinda þegar slegið var upp litlum millivegg.  Það er allt búið að vera í klessu þarna vegna þess að guttarnir kunna ekki verklagið. 

Jens Guð, 3.9.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og var nú ekki á bætandi með ranglætið að þau Hebbi og frú þyrftu að greiða fyrir kæruleysið í hinum íbúðareigendunum, eftir að hafa haft hlutina í lagi hjá sér!

Þetta er einn stór leiðinda andskoti!

En svona fyrir utan það, þá er hann Hákon minn mikill rokkfrömuður, maðurinn á bak við hina stórmerku rokknýlendu, rokk.is!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.9.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband