Búið spil á báðum endum?

Það er allavega mjög freistandi núna að álykta sem svo, hef reyndar sagt það frá í vor að FH myndi verja titilinn, en trúði því ekki frekar en nokkur annar þá, að möguleiki yrði á að KR-ingar yrðu fastir á "hinum endanum"!
Þessi frammistaða þeirra utan við fyrstu mínútuna og að Fram er komið á skrið að því er virðist (og komið yfir gegn ÍBK þegar þetta er skrifað) þá lítur þetta æ verr út. HK tapaði að vísu fyrir Fylki og KR á eftir að mæta þeim auk Fram og Fylki, en staðan á liðinu er bara ekki þannig að hún gefi tilefni til bjartsýni!
Sé svo ekki að FH-ingar nái ekki 4 eða 5 stigum í leikjunum þremur sem eftir eru, til að ná titlinum enn, þurfa að vera miklir klaufar til þess!
mbl.is FH, Fylkir og ÍA höfðu sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Waage

Já þetta er ótrúlegt með KR, spurning hvort þeir verði ekki bara eins og "vinir" þeirra á Ítalíuskaganum í Juventus, fari niður, gangi frá 1.deildinni að ári og komi upp sterkari en áður, líkt og fuglinn Fönix. Margir hafa gert það áður, hví ekki þeir??
  Held að það sé bara gott fyrir þá að fara niður í eitt ár.

Skallinn

Jóhann Waage, 30.8.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Skalli og velkomin á svæðið!

hvernig sem fer, þá held ég að gengi Kr verði mesta rannsóknarefnið eftir mótið. Eitt virðist þó vera nokkuð rétt, sem einn velti upp hérna, eldri spilararnir í liðinu virðast bara meira og minna vera útbrunnir! Kannski reynistu samspár, en ef þeir fara niður, þurfa þeir þó ekki að byrja í mínus eins og "Fiatliðið" frá Torino!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.8.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 218308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband