25.8.2007 | 14:58
En hvað um "Innihaldið"?
Þetta er nú gott og blessað, þó ég sé ekki endilega alveg viss um að 85% krakkanna vilji þetta þar með, en látum það vera.
Brosi annars út í annað er ég heyri þetta kallað "baráttumál" hjá stjórnmálamönnum á borð við þann sem hér um ræðir, man nú ekki betur en það sé hún Margrét Pála og hennar Hjallastefna, sem í raun hafi komið þessu inn hjá fólki í leikskólageiranum og lengi býr jú að fyrstu gerð!
En látum það nú vera líka!
Það sem ég staldra helst við hér, er hvort menn hugi jafn vel að því sem öllu meira máli skiptir en að allir séu eins klæddir, eða sem flestir. Það er að já "innihaldinu" ef svo má að orði komast, hinum mismunandi persónugerðum, þar sem sumir skera sig úr meira en aðrir, eru það mikið öðruvísi að þeir lenda oftar en ekki í einelti!
Er til að mynda þessi skóli sem hér um ræðir, nógu vel skipaður fagfólki er getur stutt börn sem vegna sérstöðu á einhverju formi eða hefðunar, verða fyrir einelti og ekki síður, er fólk innandyra þarna í stakk búið að TAKA Á þeim og aðstoða er STUNDA einelti?
Einelti og/eða svæsin stríðni sem ég kynntist í minni æsku á öðrum og smávegis á sjálfum mér, réðist fyrst og fremst af persónulegum séreinkennum viðkomandi t.d. vanhæfni að aðlagast öðrum félagslega (kannski vegna þroskatruflunar að einhverju tagi eða vangetu, ekki búið að skilgreina les- og skrifblindu á þeim tíma hygg ég né flóknari fyrirbæri eins og athyglisbrest svo ég muni!) miklu frekar en vegna útlits eða klæ´ðaburðar. En svo voru hinir líka til sem lentu allavega í mikilli stríðni, sem skáru sig þó ekkert sérstaklega úr nema kannski fyrir það að hafa meiri hæfileika og greind til að læra, en urðu fyrir áreitni hinna sem lakari voru á því sviði og fundu áreiðanlega ynnst inni til minnimáttarkenndar! (ef ekki öfundar líka, eins og Bloggarinn góðkunni Jens Guð hefur t.d. sagt frá um örsök þess að hann beitti skólabróur sinn einelti)
Eineltið er því ekki einfalt viðfangsefni og verður ekki stoppað með aðferðum eins og að taka upp skólabúninga. En kannski geta þeir, eins og sumir halda fram, orkað sem viss skjöldur gegn því, þó ég hafi ´takmarkaða trú á því!
Brosi annars út í annað er ég heyri þetta kallað "baráttumál" hjá stjórnmálamönnum á borð við þann sem hér um ræðir, man nú ekki betur en það sé hún Margrét Pála og hennar Hjallastefna, sem í raun hafi komið þessu inn hjá fólki í leikskólageiranum og lengi býr jú að fyrstu gerð!
En látum það nú vera líka!
Það sem ég staldra helst við hér, er hvort menn hugi jafn vel að því sem öllu meira máli skiptir en að allir séu eins klæddir, eða sem flestir. Það er að já "innihaldinu" ef svo má að orði komast, hinum mismunandi persónugerðum, þar sem sumir skera sig úr meira en aðrir, eru það mikið öðruvísi að þeir lenda oftar en ekki í einelti!
Er til að mynda þessi skóli sem hér um ræðir, nógu vel skipaður fagfólki er getur stutt börn sem vegna sérstöðu á einhverju formi eða hefðunar, verða fyrir einelti og ekki síður, er fólk innandyra þarna í stakk búið að TAKA Á þeim og aðstoða er STUNDA einelti?
Einelti og/eða svæsin stríðni sem ég kynntist í minni æsku á öðrum og smávegis á sjálfum mér, réðist fyrst og fremst af persónulegum séreinkennum viðkomandi t.d. vanhæfni að aðlagast öðrum félagslega (kannski vegna þroskatruflunar að einhverju tagi eða vangetu, ekki búið að skilgreina les- og skrifblindu á þeim tíma hygg ég né flóknari fyrirbæri eins og athyglisbrest svo ég muni!) miklu frekar en vegna útlits eða klæ´ðaburðar. En svo voru hinir líka til sem lentu allavega í mikilli stríðni, sem skáru sig þó ekkert sérstaklega úr nema kannski fyrir það að hafa meiri hæfileika og greind til að læra, en urðu fyrir áreitni hinna sem lakari voru á því sviði og fundu áreiðanlega ynnst inni til minnimáttarkenndar! (ef ekki öfundar líka, eins og Bloggarinn góðkunni Jens Guð hefur t.d. sagt frá um örsök þess að hann beitti skólabróur sinn einelti)
Eineltið er því ekki einfalt viðfangsefni og verður ekki stoppað með aðferðum eins og að taka upp skólabúninga. En kannski geta þeir, eins og sumir halda fram, orkað sem viss skjöldur gegn því, þó ég hafi ´takmarkaða trú á því!
Flestir vilja vera í skólabúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta snýst ekkert endilega bara um einelti þó auðvitað geti þetta verið jákvætt í því sambandi þá vita náttúrulega allir að skólabúningar koma ekki í veg fyrir einelti. Það sem margir foreldrar sjá er að það einfaldar lífið mjög mikið að geta gengið að ákveðnum fatnaði sem nota skal í skólann í staðinn fyrir að þurfa að velta vöngum yfir því í hverju skuli fara og eins að þurfa að fara búð úr búð til að leita að fötum. 85% krakka sem þekkja þetta ekki væru kannski á móti þessu en ef börn alast upp við að vera í skólabúningum þá þekkja þau ekkert annað og þá fækkar þeim eflaust sem eru ósátt við þá.
Anna (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 16:37
Sæl Anna, takk fyrir þessar línur!
Nú veit ég ekki hvort þú ert móðir, ert það sjálfsagt, en mér kemur á óvart að nokkru þessi röksendarfærsla þín fyrir búningunum! Skólinn er vinnustaður barna okkar um leið og að vera uppfræðslustaður þeirra í ákveðin lögboðin tíma, en að mínum dómi allavega alls ekki UPPELDISSTOFNUN, sem tekur það ómak af foreldrunum, eins og mér heyrist á þér að hann eigi að gera!
Ég get alls ekki skrifað upp á það, að þessir búningar séu réttlætanlegir til að spara þér eða öðrum foreldrum það ómak að velja föt á börnin og raunar sé ég ekki heldur að það myndi gera það nema að örlitlu leiti, á öðrum tímum en skóli stendur yfir og fyrir önnur tækifæri, þyrftu foreldrar hvort sem er að ganga í gegn um þetta "ómak og erfiði" að glima við börn sín um hvers konar föt þau ættu að klæðast!
Björn Ingi, ku svo oftar en ekki nota þessi rök varðandi búningana og eineltið og er sjálfsagt ekki einn um það!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.8.2007 kl. 17:05
Hvernig geturðu haldið því fram að skólarnir séu ekki uppeldisstofnanir? Skólanna er ekki að koma í stað foreldra en þeir gegna stóru og mikilvægu hlutverki í mótun, fræðslu og já, uppeldi barnanna. Þó get ég verið sammála því að margir foreldrar kasti ábyrgðinni yfir á skólana ef illa gengur. En varðandi skólabúningana að þó að það sé ekki nema bara til að minnka einelti um brot af því sem það er þá eru þeir þess virði því ekki skil ég það þannig að þetta eigi að vera töfralausnin til að leysa eineltisvandann for good. Auk þess hef ég óstaðfestan grun um að í þessum auglýsingayfirfyllta heimi sem við búum í þá sé í dag mikilvægara hjá börnum hvað þú átt en það var þegar þú eða Jens guð voruð í grunnskóla.
Arnór (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 20:16
Ég veit ekki hvort að skólabúningar hafa áhrif á einelti og sjálf er ég efins um ágæti þeirra, en ef þeir geta dregið úr kostnaði foreldra við fatakaup og e.t.v. dregið úr mismunun vegna efnahags, þá geta þeir haft jákvæð áhrif. En ég held að þeir gangi bara fyrir yngri bekkina, því að unglingar vilja oftast sýna sjálfstæði sitt í klæðaburði sem öðru.
Svala Jónsdóttir, 25.8.2007 kl. 21:23
Þakka fyrir athugasendina Arnór!
gæti nú sett á langa tölu um þessi efni,s em ég sem ég hef lesið mikið um og fræðst í gegnum tíðina. Niðurstaða mín af því og einfaldlega eigin reynsla, er sú að uppeldi hvers einstaklings fari fyrst og síðast fram í hans nánasta umhverfi, inni á heimilinu og almennt í fjölskyldulífinu!En þúi kannt sjalfsagt frá öðru að segja, en samt efast ég um að til dæmis að þekkja rétt frá röngu, að bera virðingu fyrir öðrum, að kurteisi kosti ekki neitt og að dauðinn sé jafnstór hluti af tilverunni og lífið, hafi þér verið innrætt eða mótast í skóla!Vissulega móta skólinn og annað umhverfi sem við hrærumst í auk heimilisins okkar tilveru, en grunnþættina í sköpun hverrar persónu og uppeldi, fáum við frá fyrstu hendi,frá þeim er standa okkur næst!
Hef almennt ekki trú á svona "Straumlínulöguðum" lausnum eins og skólabúningum, þar sem setja á alla í eins mót. Skal þó ekki hafna þeim alveg, gætu já að takmörkuðu leiti nýst sem ég hef áður sagt, en tel þá bara í besta falli gagnast á yfirborðinu. Get ekki alveg metið hvort maður var mikið skárri sem barn og unglingur, en þau sem eru það í dag hvað varðar græðgi og girnd, en vissulega er velmegunin mun meiri nú, þ.e. hjá hlutfallslega fleirum og dansinn kringum gullkálfin almennt meiri nú en nokkru sinni fyrr!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.8.2007 kl. 22:27
Halló SVala!
Við erum í stórum dráttum sammála,er ekki eindregið óá móti búningunum, en tel þá hafa takmarkað gildi sem og gagnsemi.SVo veit ég ekki alveg hvar þetta ætti að enda, ef búningarnir yrðu almennir, veit ekki, en væri ekki líka hægt að heimta sérstaka hárlínu fyrir alla, ekkert nýtt reyndar að slíkt viðgangist í íhaldsumhverfi!? (í kaþólskum enskum barnaskólum t.d.)
Magnús Geir Guðmundsson, 25.8.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.