Þurfum við meira og gætum við sinnt því?

Pælingar um hugsanlega olíu í nú þegar landgrunni Íslands, hafa um nokkurt skeið verið uppi og ekki loku fyrir það skotið að svo geti verið. EF svo færi, að svarta gullið fyndist á grunni 200 mílna svæðissins, veit ég ekki hvort til meira væri að seilast. N'og yðri fyrirhöfnin fyrir okkar litlu þjóð að höndla slíkt ævintýri, þó frekara landsvæði bættist svo ekki við með hugsanlega enn meiri auðlindum, eins og fram kemur í fréttinni.
En olía eða ekki frekari landgrunnsréttindi eða ekki, þá virðumst við nú í dag af tíðindum sumarsins, eiga alveg nóg með að halda utan um það sem við höfum nú og getum það í raun ekki án samstarfs við t.d. Norðmenn eins og samið hefur verið um varðandi vöktun á lofthelginni.
Við ættum því kannski bara að einbeita að okkur af því sem við höfum núna og láta ekki hugsanlegan olíufund blinda okkur sýn. Raunar segir skákmeistarinn mikli og nú stjórnmálamaður í rússlandi í annari frétt á mbl, að Íslendingar ættu bara að fegnir ef engin olía fyndist, vandamálin gætu bara orði meiri en ávinningurinn!
Við verðum bara að bíða og sjá og heyra betur sömuleiðis hvað núverandi stjórnvöld telja okkur fyri bestu, bæði varðandi frekari landgrunnskröfur og kannanir á núverandi landgrunni.
mbl.is Fresturinn til að gera tilkall til landgrunns senn á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband