Magnús er dottin íða!

Nú er ég já aldeilis rækilega dottin maður, rækilega dottin íða maður!
Og það leynir sér sannarlega ekki, allir gömlu taktarnir brjótast fram svo nágrannar komast ekki hjá að verða fyrir truflun og banka ergilegir á dyr, vælandi um að maður lækki!?
Lækka hvað? Hvaða andskotans væl erðetta í þér manneskja, er bara með græjudraslið á 8, nær allavega upp í 13! Reiðisvipurinn á nágrönnunum breytist á augabragði í skelfingargrettu og þeir flýta sér óðar í burt!
En ég hlæ bara og held áfram í skefjalausri vímunni, sama um nágrananna, já bara um allt og alla, því ég er dottin ærlega í það og þá geri ég það sem ég vil, þegar ég vil og eins lengi og ég vil!
En...!
Neinei, nú var ég aðeins að ýkja, er ekki komin á blindfyllerí til dýrðar Bakkusi konungi með öllu sem því fylgir, heldur er ég dottin íða með öðrum og óáfengari hætti, komin á kaf í kvöld í sannkallaða..

...ÞUNGAROKKSVÍMU!
Það gerist ekki of oft nú orðið að maður liggi bara í grjóthörðum gaddavír í tvo til þrjá tíma, gleymi nánast stund og stað svona með því að pára eitthvað á lyklaborðið, en gerðist semsagt í kvöld. Og svei mér, ég er bara orðin þreyttur, gamli rokkjálkurinn!
En þetta meðal annars rataði í spilarann. (veit ekki alveg allt gaddavír, en svona næstum!)

Accept - Midnight Mover og Too High To Get It Right.
Metal Church - Metal Church.
Blackfoot - Drivin´Fool
Beastie Boys - Fight For Your Right..
Y&T - Hurricane og Forever.
Dr. Feelgood - Milk & Alcahol.
Jason & The Scorcers - Take Me Home (Country Home) (já, snilldarútgáfa af smelli Denver heitins!)
Judas Priest - Painkiller.
Annihilator - Sounds Good To Me.
Iron Maiden - Brave New World.
Riot - Swords & Tequila.
Ramones - Pet SEnatery.
Soundgarden - Black Hole Sun.
o.fl. o.fl....
Rokkvíman er dásamleg!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Assgoti ertu með gott prógram.  Ég vissi ekki að þú værir svona mikill þungarokkari.  Ég á flest þessi lög.  Kannast þó ekki við Jason & The Scorcers.  Og  Atari Teenage Riot vantar í pakkann!

Jens Guð, 22.8.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jens gamli rokkhundur! Þetta ætti nú samt ekki að koma þér svo mikið á óvart, en vel að merkja, minnið þitt gerist göótt (þó ekki sem svissneskur ostur væri haha) En Alec Empire og Co. komust bara ekki að í þetta sinn, bara tilviljun hverju sinni hvað rambar í spilarann!

Hlynur Már!

Þú kemur mér hressilega á óvart og þótt mitt minni vilji klikka líkt og hjá hugsuðinum mikla honum Jens, þá höfum við aldrei farið svona djúpt í þinn músíksmekk! En ert greinilega A-maður, Air vissi ég um og svo Ambiantáhuga þinn og nú bætist við úr allt annari átt, ACCEPT!? Anastasia, Air Supply, ABBA og Annie Lennox kannski dýrkuð líka haha!

En þessi tvö lög sem þú nefnir eru kunnugleg, bæði ef ég man rétt af sjöundu plötunni frá Udo og Co., Russian Roulette!

VErðum endilega að spjalla meir um þetta síðar!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.8.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Detta mér nú allar dauðar lýs..! En þú hefur kastað þessu öllu fyrir róða er hin yndislega frú K. kom til sögu sem öðru eða hvað? Og hvernig í dauðanum rímar þetta svo við lúðrasveitardrengin? Þú ert greinilega ekki allur þar sem þú ert séður félagi!En ertu "Afeitraður" af þessu öllu? Ætti nú vart að vera hægt hvað t.d. Accept og Metallica varðar að minnsta kosti!

Jens minn!

Jason og Co. komu upp í sömu bylgju svona kántríþjóðlagakraftrokks um og eftir 1980 í Bandaríkjunum, sem aðrar ´nafntogaðar sveitir á borð við Green On Red, Long ryders og ekki hvað síst REM, tilheyrðu einnig. Hafa gefið út fullt af fínum plötum m.a. þessa sem geymir þessa ágætu og kraftmiklu túlkun á "standarðinum" hans John Denver! (eins og höfðingin Jón Múli hefði orðað það!)

vilti kannski fá að "Smakka"?

Magnús Geir Guðmundsson, 22.8.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband