10.8.2007 | 21:26
Svolítið um samkynhneigð!
Jæja, þá er hin árlega þjóðhátíð samkynhneigðra, Hinseigin dagar, að bresta á!
Ekkert vafamál að mikið verður um dýrðir, dans, söng og gleði.
Horfði á þá félaga Heimi Má Pétursson sjónvarpsmann með meiru og Palla poppstjörnu, Pál Óskar Hjálmtýsson, í Kastljósinu í kvöld spjalla við Sigmar Guðmundsson. Voru þeir auðvitað hressir og kátir og hlökkuðu til morgundagsins þegar gangan mikla verður farin niður Laugaveginn. Veit nú ekki hvernig dagsránni verður háttað, en man að fv. Félagsmálaráðherra, Árni magnússon, hélt einu sinni ræðu við miklar og góðar undirtektir. Á ég því ekki von á öðru en að núverandi Félagsmálaráðherra, frú Jóhanna Sigurðardóttir, verði allavega á svæðinu, ef hún tekur þá ekki til máls, því hún er jú sjálf samkynhneigð og því sérstakur áfangi í hugum samkynhneigðra án efa að eiga ráðherra í sínum röðum!
Sjálfur er ég gagnkynhneigður og það gegnheill, en átti því láni að fagna að kynnast samkynhneigð strax í barnæsku, tveimur bræðrum er þá voru reyndar nokkuð drykkfeldir og annar þeirra nokkuð villtari meðan hinn var alltaf ljúfur sem lamb,þannig að fordóma eða þaðan að síður andúð hef ég aldrei gengið með.Þess vegna hef ég líka getað gagnrýnt baráttu samkynhneigðra af sanngirni og nokkurri þekkingu, leyft mér hiklaust að vera ósammála í nokkrum atriðum.
Ætla nú ekki að fara djúpt ofan í það, eiginlega engin ástæða til nú þegar hátiðisdagar eru, en til að mynda sú skoðun sumra samkynhneigðra allavega um að barneignir séu sérstök mannréttindi, sem minnihlutahópum jafn sem öðrum á að vera sjálfsögð, hef ég ekki tekið undir.
Og svona í lokin af því í Kastljósinu var aðeins spilað úr þjóðhátiðarlagi ársins með Palla, þá velti ég því fyrir mér hvers vegna lagið er alltaf í þessum vélræna poppbúningi ár eftir ár? ERu allir jafn hrifnir að hafa þetta alltaf svona? Á bágt með að trúa því, samkynhneigðir ekkert öðruvísi en aðrir hvað það varðar, að þar er tónlistarsmekkur fólks líka fjölbreyttur, þótt auðvitað viti ég að t.d. diskótónlist og ýmsar stjörnur þar, hafi náð sérstakri hylli og hetjuímynd fyrir baráttu samkynhneigðra! (Donna Summer og Michael Jackson m.a. auk poppgoða á borð við Madonnu og fleiri)
Ekkert vafamál að mikið verður um dýrðir, dans, söng og gleði.
Horfði á þá félaga Heimi Má Pétursson sjónvarpsmann með meiru og Palla poppstjörnu, Pál Óskar Hjálmtýsson, í Kastljósinu í kvöld spjalla við Sigmar Guðmundsson. Voru þeir auðvitað hressir og kátir og hlökkuðu til morgundagsins þegar gangan mikla verður farin niður Laugaveginn. Veit nú ekki hvernig dagsránni verður háttað, en man að fv. Félagsmálaráðherra, Árni magnússon, hélt einu sinni ræðu við miklar og góðar undirtektir. Á ég því ekki von á öðru en að núverandi Félagsmálaráðherra, frú Jóhanna Sigurðardóttir, verði allavega á svæðinu, ef hún tekur þá ekki til máls, því hún er jú sjálf samkynhneigð og því sérstakur áfangi í hugum samkynhneigðra án efa að eiga ráðherra í sínum röðum!
Sjálfur er ég gagnkynhneigður og það gegnheill, en átti því láni að fagna að kynnast samkynhneigð strax í barnæsku, tveimur bræðrum er þá voru reyndar nokkuð drykkfeldir og annar þeirra nokkuð villtari meðan hinn var alltaf ljúfur sem lamb,þannig að fordóma eða þaðan að síður andúð hef ég aldrei gengið með.Þess vegna hef ég líka getað gagnrýnt baráttu samkynhneigðra af sanngirni og nokkurri þekkingu, leyft mér hiklaust að vera ósammála í nokkrum atriðum.
Ætla nú ekki að fara djúpt ofan í það, eiginlega engin ástæða til nú þegar hátiðisdagar eru, en til að mynda sú skoðun sumra samkynhneigðra allavega um að barneignir séu sérstök mannréttindi, sem minnihlutahópum jafn sem öðrum á að vera sjálfsögð, hef ég ekki tekið undir.
Og svona í lokin af því í Kastljósinu var aðeins spilað úr þjóðhátiðarlagi ársins með Palla, þá velti ég því fyrir mér hvers vegna lagið er alltaf í þessum vélræna poppbúningi ár eftir ár? ERu allir jafn hrifnir að hafa þetta alltaf svona? Á bágt með að trúa því, samkynhneigðir ekkert öðruvísi en aðrir hvað það varðar, að þar er tónlistarsmekkur fólks líka fjölbreyttur, þótt auðvitað viti ég að t.d. diskótónlist og ýmsar stjörnur þar, hafi náð sérstakri hylli og hetjuímynd fyrir baráttu samkynhneigðra! (Donna Summer og Michael Jackson m.a. auk poppgoða á borð við Madonnu og fleiri)
Lækjargötu lokað vegna Hinsegin daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er gagnkynhneigður og tel mig vera algjörlega fordómalausan gagnvart samkynhneigð. Tel kynhneigð ekki skipta meira máli en kynþátt, trúhneigð eða hárlit. Ég átta mig ekki á neinu neikvæðu við að samkynhneigðir ali upp börn.
Rannsóknir erlendis frá benda ekki til þess að það sé á einhvern hátt neikvætt fyrir barnið. Þvert á móti varð niðurstaða sænskrar rannsóknar sú að bestu uppalendur séu lesbíur.
Þá kemur röðin að, ja, helvítis hommapoppinu. Það er músík sem ég þoli illa. Það er þetta vélræna danstaktar popp. Oft sungið af körlum í leiðinlegri falsettu. Svo og þau nöfn sem þú nefnir úr diskógeiranum.
Afstaða mín ræðst ekki af því að hommar heillist af svona músík. Alls ekki. Þetta dæmigerða hommapopp er bara svo djöfull pirrandi.
Til að fyrirbyggja misskilning þá á ég helling af plötum með samkynhneigðum flytjendum. Allt frá Herði Torfa, sem er frábær tónlistarmaður, til Færeyingsins Rasmusar Rasmusen. Hann er einskonar Hörður Torfa Færeyja. Sætti ofsóknum í fyrra í Færeyjum fyrir það eitt að vera samkynhneigður. Ofsækjendurnir voru kristnir trúaröfgamenn sem fullyrtu í fjölmiðlum að þeir væru að lemja Rasmus af umhyggju fyrir því að hann myndi snúa frá villu síns vegar. Þeir vildu meina að þeir væru að forða honum frá eilífum vítiseldi.
Jens Guð, 11.8.2007 kl. 01:13
Jens minn!
Við erum nú eiginlega alveg sammála í þessu, ég hef yfir höfuð ekkert frekar út á samkynhneigða að setja frekar en pönkara með hanakamba, eða jakkalakka viðskiptalífsins!
En stundum í sinni baráttu hefur þeim ekki alltaf tekist vel upp, en jafnframt kannski verið viss vorkun!
Ég geng nú ekki svo la´ngtt samt eins og þú með tonlistina, umber alla tónlist og læt þetta ekkert fara í taugarnar á mér, nema hvað með þetta lag þeirra ár eftir ár, alltaf eins! Urmull auðvitað af frábæru tónlistarfólki í röðum samkynhneigðra, enda hvaða vitleysa væri að slíkir hæfileikar og aðrir finndust ekki hjá þeim sem öðrum og það í hinni fjölbreyttustu mynd! Skin úr Skunk Anansie t.d. ein mín helsta uppáhaldssöngkona, hygg reyndar að hún hafi hneigst að báðum kynjum, en það skiptir mig auðvitað engu máli, bara frábær söngkona og og aðlaðandi persóna um margt!En spái semsagt aldrei í kynhneigð tónlistarmanna, annað hvort hef ég gaman af þeim eða ekki, einfalt mál!
En það er þetta með hina miklu réttindabaráttu, sem svo sannarlega hefur verið þörf, en ekki auðveld! gæti nú sett á langa ræðau, en læt nægja einn punkt.
Hvar stendur það að það sé einhver réttindi að mega eignast barn, eða að það séu MANNRÉTTINDI hvers einstaklings að eignast barn eða börn? Ekki veit ég það og veit ekki um neinn sem getur bent á það, en samt hafa samkynhneigðir margir hverjir allavega notað það sem einhvers konar rök fyrir því að mega "Frjálsir og óháðir" gangast undir tæknifrjóganir! Eða öllu heldur, að lesbíur auðvitað geti farið í slíkar aðgerðir. Ein orðhjög vinkona mín og ljóngáfuð, spurði einu sinni í spjalli um þessi mál. "Er þá góð heilsa ekki alveg eins sérstakur réttur?" Hvað heldur þú Jens? og hún velti því líka upp, hví skildum við þetta velmegunarlið á vesturlöndum, hvetja til svona leyniaðgerða, þar sem undantekningarlítið eða laust, einstaklingurinn sem verður til í þessum aðgerðum veit bara til hálfs hvers uppruna hann er, meðan út um allar jarðir eru óteljandi munaðarlaus börn, sem lifa og deyja þannig og engin skiptir sér að! Við erum alveg sammála um að trúarofstækissjónarmið um að samkynhneigðir séu ómögulegir uppalendur séu fordómar. Væri því ekki nær að efla ættleiðingarþáttin betur og meir fyrir þá samkynhneigðu sem vilja eiga og ala upp börn, reyna þannig um leið að leggja okkar litla lóð á vogarskálar mikils heimsvanda, í stað þess að auka og gera auðveldar slíkar frjóganir í krafti einhvers meints réttar, en takmarkar frekar rétt þess einstaklings sem fæðist til vitneskju um uppruna sinn, hefur m.ö.o. minni skildur í för með sér en ella væri fyrir hina nýju "foreldra" Veit að þetta hljómar ekki vel í eyrum margra, en þetta eru bara staðreyndir sem blasa við!
Magnús Geir Guðmundsson, 11.8.2007 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.