9.8.2007 | 14:31
Baráttuglaði hugsuðurinn Jens!
Blogggarpurinn Jens Guð, hlífir sér ekki ef hann kemst í ham og honum finnst réttlætiskennd sinni misboðið!
Sést það til dæmis vel núna síðustu dagana varðandi uppistandið á Veðurstofunni, þar sem Jens hefur hvergi dregið af sér, þannig að sumum þykir nóg um! Auðvitað er hann stundum heldur of kappsfullur, dansar á ystu nöf eða fer jafnvel fram af, en kemur þó hygg ég oftar en ekki standandi niður.
Skutlaði þessum línum í hann.
Jens minn, þú stendur í ströngu,
ert stöðugt í baráttugöngu.
Með kjafti og klóm
og kraftmiklum róm
Að greina hið rétta frá röngu!
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 218209
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli hann hafi verið að príla í skilningstrénu, strákurinn..?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.8.2007 kl. 18:26
Haha Helga, gott ef þú átt ekki bara kollgátuna, en svo lengi höfum við Jens verið kunningjar, að ég veit að í honum slær gott hjárta, þótt vissulega hafi hann fyrrum verið svoddans óknyttastrákur og sé enn stundum kappsfullur um of!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 19:48
Mér hefur alltaf þótt gaman að kappsfullum mönnum. Þó við Jens höfum verið sveitungar í fornöld þá er hann sennilega nokkrum árum eldri en ég og sennilega verið fluttur í aðra menningarheima þegar ég náði aldri til að fara að skoða í kringum mig. Hlýtur eiginlega að vera, því myndarmaður eins og hann hefði ekki farið framhjá mér, hefði hann verið í sjónmáli þegar ég var að elta strákana og öfugt.
Að gamni slepptu, þá styð ég hann 100% í því sem hann er að gera núna. Ofbeldi (einelti er vissulega í þeim flokki) dafnar blómlegast þegar "fáir vita og enginn má segja frá". Hann er að gera mikið þurftaverk að mínum dómi og heimurinn væri örugglega bæði betri staður og byggilegri ef fleiri létu sig varða um náungann, þegar það á við.
Þessi "óknyttur" hans flokkast því sem hinn vænsti "knyttur" í mínu kerfi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.8.2007 kl. 22:10
Talandi um einelti; gerendur í þessháttar óbjóði eru kallaðir bullies hér í Betulandi. Og þó ég hafi ekki svo mikið sem sett saman vekjaraklukku, hvað þá vísu, í yfir 20 ár þá böglaðist smávegis úr Blekpennanum áðan. Og af því að hugrekkið mitt er á fjórða glasi núna, ákvað ég að sletta því hingað áður en morgunn rynni og hnoðið gleymt og komið í glatkistuna (þar sem það á þó vissulega heima):
Hann kann sko að kveikja´undir kolunum
og kreista fram lífsmark úr rolunum.
Með hárbeittum penna
tókst herskáum Jenna
að hrista' uppí bannsettum bolunum.
----------------------------------------------
*Hikk*
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.8.2007 kl. 23:19
Hahahahaha! Þú ert aldeilis fjörug og skemmtileg á fjórða glasi hahahaha!
Lofar samt að missa ekki neitt ofan í lyklaborðið, sullumbull og svoddans klístur þá!
En hvað ertu að segja, hefur norðlenskum strákstaula virkilega tekist að "kveikja í þér" eftir heilt tuttugu ára hlé og það án þess einu sinni að hafa hitt þig ennþá!? En æ já, gleymdi því, bauð þér upp, hefur nú aldeilis reynst örlagaríkt að segja já við slíku, það er nú gamall sannleikur og nýr haha!
En í alvöru, þá er bara gaman ef lifnar aðeins hjá þér í gömlum kviðlingaglæðum verra gat það nú verið ekki satt!?
Vona bara að þinn elskaði eiginmaður reki ekki upp ramakvein þótt kvinna hans taki upp á svona óskunda, tala nú ekki um ef hún "Dettur svona ærlega í´ða" yfir netið!
En drengurinn hann Jens er að ég held örugglega sex árum eldri og hleypti já kornungur heimdraganum, svona 14-16 ára!Því skiljanlegt að þú hafir "misst" af honum!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 23:39
Varðandi Veðurstofumálið.
Hygg að mjög mörgum hafi brugðið mjög við þetta, Ásdís að allra mati sem ég veit um, afskaplega vel gerð og vönduð manneskja. Það eru bara alltaf einhverjir sem vilja egna til ófriðar þegar svona viðkvæm mál ber á góma og sömuleiðis einhverjir líka sem vilja helst já að þögnin ríki, eins og hún hefur gert öldum saman um svo marga ljóta hluti í landi hér!
Það kemur því ekkert á óvart að Jens fái yfir sig gusurnar, en eins og þú hefur sjálfsagt lesið, þá svarar hann vel og skilmerkilega fyrir sig og hefur sjaldan gert betur en nú!Að birta myndirnar og að vera með vissa samlíkingu við Breiðuvíkurmálið, var kannski ekki alveg heppilegt, en eins og sagt var á síðunni hans,eða eitthvað á þá leið, "Á að skjóta sendiboða válegra tíðinda frekar en ráðast að rótum vandans?" Jens er bara að gjalla um og leggja út af vissum staðreyndum er gerst hafa, en viðunandi lausn hefur alls ekki ennþá fundist á!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 23:57
Þetta óveður út af myndunum finnst mér nú stormur í vatnsglasi, þetta eru jú bara "sviðin" sem eru milli tannanna á öðrum hverjum Íslendingi þessa dagana, og verða þar sjálfsagt þar til stangað hefur verið úr. Ég kaupi ekki svona "segðu frá en sýndu engum" röfl í sjálfskipuðum verndurum vonda fólksins.
Já, eftir að hafa baðað ótalinn fjölda lyklaborða til bana, þá lét ég það mér að kenningu verða þegar ég fékk fartölvuna góðu. Nú hefur maður lappann á morgunverðarbakka ofaná löppunum með sængina á milli og glasið á náttborðinu og þess vandlega gætt að þetta tvennt fái aldrei að hittast. Segið svo að maður læri aldrei af mistökunum, það kemur sko víst fyrir, þó ekki sé það algengt.
Minn elskaði eiginmaður er afskaplega umburðarlyndur maður, það segir sig sjálft, verandi kvæntur mér. Tekur öllum mínum uppátækjum með ljúfu jafnaðargeði og kemur fátt á óvart lengur, enda þekkir hann orðið skrípluna. Þó sá ég að hann lyfti annarri brúninni lítillega áðan þegar ég sagði honum skömmustuleg frá limruleirburðinum mínum. Þó álít ég eftirá að það hafi verið skömmustusvipurinn sem vakti undrun hans frekar en leirinn. Hann er vanur öllum fjáranum úr þeirri áttinni, en ekki að sjá konu sína með "roð í kinnum" nema það sé af hans eigin völdum...
Jæja, fjögur glös voru fyrir fjórum glösum síðan. Börnin á Íslandi, bóndinn sofnaður og byttan bloggar. Annars verður maður nú ekkert fullur af þessháttar smáræði, í mesta lagi örlítið gáskafullur, en það hefur enginn verið dæmdur fyrir það. Held ég. Allavega ætla ég að skáka í því skjóli í kvöld, því vitni vantar og sönnunargögnin verða horfin á morgun.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.8.2007 kl. 01:39
Þú ert greinilega kjarnakvennsa, fer nú ekkert á milli mála, jafnvel þótt þú sért lyklaborðamorðingi og bloggbytta hahahaha!
Neinei, engin verið dæmdur og tekin af lífi ennþá fyrir að sletta smá úr klaufunum, tala nú ekki um ef það er meira að segja gert á náttkjólnum eða þaðan af færri flíkum upp í rúmi!
(og þótt það sé meira að segja á fimmtudagskvöldi!)
reyndar einum stuðli ofaukið þarna í fyrstu hendingunni á limrunni, en góða besta, burt með skömmustusvipin, mátt nú ekki gera eiginmanninn áhyggjufullan og það í sjálfri rekkjunni!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.