Jóhannes í Bónus lætur vaða!

Heimahéraðssjónvarpsstöðin N4, flytur að öllu jöfnu fréttir alla virka daga á heila tímanum , þ.e. frumflutning og svo endursýningar, frá kl. 18.15!
Nú í kvöld brá hins vegar svo við, að engar fréttir voru heldur bara eitt viðtal, við sjálfan Bónuskappann Jóhannes Jonsson!
Hefur Jóhannes nýlokið við að reisa sér glæsihýsi í Vaðlaheiðinni og fór viðtalið þar fram.
En um það sem slíkt var nú samt minnst fjallað, heldur spjallað við kaupmanninn um heima og geyma, m.a. veru hans um nokkurra ára skeið á Akureyri, viðfangsefnin ýmisleg þar og áform og svo um það sem mest hefur verið í deiglunni síðustu daga, hátíðin "Ein með öllu" um Verslunarmannahelgina og "Stóra tjaldstæðamálið" en Jóhannes hefur ásamt öðrum kaupmönnum og fleirum, staðið að framkvæmdinni.
Er skemmst frá því að segja, að þungt var í honum hljóðið varðandi hátiðina og gagnrýndi hann bæjaryfirvöld harðlega fyrir aldurstakmarkið sem sett var á tjaldsvæðin, sem og að allt of mikill seinagangur væri í hvort og hvenær hægt yrði að hefjast handa við að byggja um upp nýja Hagkaupsverslun og "Hljómskálagarð" (eins og hann orðaði það) á svæðinu þar sem íþróttaleikvangurinn er núna! Fyrrverandi bæjarstjóri Kristján Þ. Júlíusson, hefði bent sér á að þessi möguleiki væri opin, eftir að pólitísk ákvörðun hefði verið tekin um að leggja íþróttastarfsemina þar niður!
Teljast það sjálfsagt fyrir einhverja tíðindi, að bæjarstjóri úr röðum Sjálfstæðismanna, hafi lagt slíkt til fyrir Bónusjöfurinn, en nú eru víst aðrir tímar en áður runnir upp, sem kunnugt er flestum! Ekki jafnt viðkæmt lengur að eiga samskipti við hann eftir að fyrrverandi formaður hvarf til annara starfa í Seðlabankanum!
En á hinn bógin eru þetta þó ekki svo miklar fréttir, því Kristján hafði áður leikið þennan leik, að reyna að koma vellinum í burt og gefa kaupmönnum tækifæri að fá landið til verslunarbygginga. Það gerði hann fyrir tæpum áratug eða svo og áttu þá uppbyggendur Glerártorgs í hlut. Þeim áformum var hins vegar harðlega mótmælt sem frægt varð, enda mikil mótstaða við að leggja völlin niður, líkt og staðreyndin er sannarlega enn í dag!

Sigrún björk í skotlínunni!

Eins og fram hefur komið og flestum er væntanlega kunnugt, var það fyrst og síðast vilji hins nýja og unga bæjarstjóra, Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, sem réði því að tjaldsvæðabannið umdeilda á fólki á aldrinum 18-23 ára, var sett á, aðeins fáum dögum fyrir hátíðina.Könnuðu nefnilega fjölmiðlar á svæðinu, N4 og/eða bæjarblaðið VikuDagur auk RÚV, skoðanir bæjarfulltrúa á málinu og kom þá í ljós að einungis þrír þeirra af ellefu, tveir auk bæjarstjóra sjálfs, voru í raun sammála banninu!
Kallaði Jóhannes það fljótfærnislega ákvörðun og dapurlegt að hún skildi hafa verið tekin! EFast hann jafnframt um að hann setji peninga aftur í hátiðina, en 80% starfsfólks hans væri á þessum aldri, en hefði semsagt ekki fengið aðgang að henni!
Seinagangur og viss "gamall Kaupfélagsandi" voru þau orð sem hann svo m.a. hafði um völlin, orðin ansi langeygður eftir að komast þangað til að reisa nýju Hagkaupsbúina, sem hann sagði að yrði í grundvallaratriðum eins og sú sem fyrir er.
Í sambandi við hið síðara sérstaklega, er þó rétt að geta þess, að í hópi núverandi bæjarfulltrúa eru ekki svo margir innfæddir akureyringar, þannig að ég held nú að þeir þekki ekki þennan meinta anda. Forystumenn flokkanna í bæjarstjórn eru t.a.m. bæði "innflytjendur"
Annars hafði Jóhannes margt annað gott um bæjarlífið að segja, lofaði og prísaði m.a. aðstæður hér t.d. Hlíðarfjallið, sundlaugina og skautahöllina. Synd væri að halda öðru fram en að hér væri ekki gott að búa!
SVo verður bara spennandi og fróðlegt að sjá, hversu mikil viðbrögð viðtalið hlýtur, Jóhannes jú áhrifamikill maður á fleiri en einn hátt sem dæmin sanna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband