Tillaga, hugsanlega til bóta fyrir Veðurstofuna!?

Eftir að hafa hlustað á hina mjög svo skorinorðu og skýru konu, Ásdísi Auðunsdóttur, ræða sín leiðu mál frekar í endurteknu Kastljósi og svo lærðar útskýringar Svala sálfræðings Björgvinssonar á slíku uppistandi sem skapast hefur á Veðurstofu Íslands, er ég komin að eftirfarandi niðurstöðu.
Ástandið sem skapaðist og hefur valdið ólgu svo gríðarlega lengi og með slæmum afleiðingum, verður ekki leyst til frambúðar nema með róttækum breytingum. Hvort og þá hverja ætti að reka, ætla ég ekkert að fullyrða um, læt öðrum það eftir, en tillaga mín er hins vegar sú, sem gæti orðið byrjunin á þróun í rétta átt, að ráða Ásdísi snarlega sem nýjan sviðsstjóra veðurdeildar og rétta þannig hennar hlut, sem og væntanlega að reyna að koma á sáttum!
Kannski ekki gerlegt, en samt!?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband