Maggi Eiríks og KK - Strákar, fer þetta nú ekki að verða gott!?

Hef aðeins að undanförnu lagt eyrun við nýjustu plötu góðkunningja minna frá fornu fari, Magga Eiríks og Kk, en setti einmitt líka saman um þá smá limrukorn um helgina og sjá má hér aðeins neðar.
Þessi ferðalagaplata þeirra, Langferðalög, er áreiðanlega þriðja ef ekki fjórða platan í þessum dúr sem þeir senda frá sér (mér finnst einhverra hluta vegna að þær séu reyndar fjórar frekar en þrjár, en skiptir ekki alveg öllu) undir öruggri stjórn hygg ég allan tíman, útgefandans og hugsuðarins Óttars Felix Haukssonar!
Af undirtektunum um helgina á Flúðum að dæma og reyndar víðar um land, kann nú landinn enn vel að meta þá félaga og meðferð þeirra á hinum ýmsu "Rútubílasöngvum" með meiru, enda þetta sem slík þörf útgáfa í því augnamiði að viðhalda þessum lögum í minni þjóðarinnar og kynna þau jafnframt fyrir nýjumog yngri kynsllóðum!
Og af því þetta hefur gengið svo vel, þá hefur auðvitað gróði myndast og sama gamla sagan endurtekið sig, "að mjólka kúna á meðan hún gefur"!
En vegna þess að þessir þrír nefndu menn eru höfðingjar, þá er mér óhætt að spyrja:
Strákar, er ekki núna komið nóg?
Nefnilega löngu komin tími á nýja ALVÖRU skífu með frumsömdum lögum finnst mér nú!
Vonandi gera þeir eitthvað í því fyrr frekar en seinna.
Svo má ég til með að montast smá í lokin.
Mér veittist nefnilega sá heiður í Deiglunni fyrir um áratug, að taka fyrstu almennilegu myndirnar af þeim saman er fyrsta platan þeirra, Ómissandi fólk, var að koma út!
Er ekki já örugglega komin áratugur síðan það gerðist? Held það!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Mér skilst að tekin hafi verið ákvörðun á sínum tíma um að það kæmi ný svona plata út á hverju sumri.  Ég held að þetta sé þriðja platan. 

Jens Guð, 9.8.2007 kl. 02:06

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vonandi þó ekki að eilífu félagi Jens?

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 22:04

3 identicon

Þetta er síðasta platan í "ferðalaga"flokknum. Það var lagt upp með það í byrjun að þetta yrðu þrjár plötur. Þær hafa komið út annað hvert sumar síðan 2003, ávalt þann 1. júlí. Hún er hárrétt hjá þér Magnús markmiðslýsingin (að viðhalda þessum lögum í minni þjóðarinnar og kynna þau jafnframt fyrir nýjum og yngri kynslóðum)

Bestu kveðjur,

Óttar Felix Hauksson

Óttar Felix Hauksson (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband